þriðjudagur, september 28, 2004

Heiti potturinn

Jæja, its been a long time. Búið að vera yndislegt kvöld, ROONEY er lentur! Þvílík snilld Man u 6 - Fenerbache 2 og rooney með 3 mörk. Já framtíðin er björt a Old Trafford. Síðan taka Real, með snillinginn Beckham innanborðs, hárgreiðsludömurnar í Roma í nefið.
En það er lítið að frétta svo sem, nema að nú virðast öll verkefnin i skólanum vera að koma yfir mig i einu eins og flóðbylgja.
Fór á nett djamm um helgina, þar sem allir enduðu á Celtic og siðan 22. Mjög fínt mál. Á 22 er Mínus klíkan alltaf með allt crewið langt fram undir morgun. Spes.
Ég lenti í mjög sérstöku um daginn þegar ég var í bónus að versla. Fyrir framan mig í röðinni var Díana Ómel krossdressarinn landsþekkti. Ég virti hann fyrir mér í langan tima og hugsaði með mér "tja, Hann/hún er nú bara frekar myndarleg/ur, hávaxin/nn, langt sítt hár......hmmmmm" bíddu nú við, þegar hún/hann leit við var þetta bara Andrea Róberts sjónvarpskona og fyrrum spússa Jetset smiðsins Frikka weiss. Þetta fannst mér alveg stórmerkilegt.
Nú er júdóið sannarlega farið að hafa áhrif, maður styrkist bara með hverri æfingunni. Þetta eru náttúrulega algjörir snillar þessir kennarar sem við erum með. Síðan i sundi í dag mældist ég 87,7.....allt að koma. Ég er búinn að fara í sund á hverjum degi núna í lengri tíma, sit alltaf á morgnanna fyrir vinnu með gamla fólkinu í pottunum og hlusta á samræður um liðna tíma. Það er svo spes að vera í heita potti, þetta er svo intemit en samt þekkist enginn. Sitja allir hálfnaktir og nánast snertast, en horfa samt aldrei á hvorn annan. En ég hef ákveðið að verða meira eins og gamla fólkið og ætla að brydda upp á samræðum við ókunnugan mann á næstunni i pottunum. (Þetta átti ekki að koma svona perralega út, en þið vitið hvað ég meina).

föstudagur, september 24, 2004

Alveg obboslega frægur

Ég gleymdi nú alveg að minnast á það að maður er bara alveg að verða obboslega frægur. Auglýsingin búin að koma á Discovery, National Geographic og september útgáfu af hinu víðlesna tímariti Newsweek. Ég verð nú að segja að á myndinni í Newsweek, sem er sú eina sem ég hef augum litið, finnst mér skína í gegn hvað mér er kalt. Kannski taka aðrir ekki eftir því en mér verður allavega kalt að horfa á hana. Tjékkið endilega á þessu og látið mig vita hvað ykkur finnst.

Gimme Shelter

Úfff úfff og púfff var að fá Anthology og Gimme shelter á DVD í hús. Horfði aðeins á fyrsta diskinn með Les Beatles heima hjá Garðari og maður getur nú ekki annað en komist í góðan fíling. En síðan og já en síðan setti ég Gimme shelter í hérna heima og sssshhhiiiiiiittt. Horfði á valda kafla úr myndinni og ég verð að segja að ég er í sjokki. Þarna er á ferðinni tónleikamynd sem gerð var í kringum 1970. Stónararnir héldu tónleikahátíð í nafni friðar og kærleika fyrir utan San Fransisco í miðri hippahreyfingunni. Þeir fengu þá snilldarhugmynd, eða þannig, að fá Hells angels til að sjá um gæslu. Þegar maður horfir á þessa mynd gæti maður haldið að lok hippatímabilsins hafi átt sér stað nákvæmlega á þessum tónleikum. Það fór ekki beint vel á með Englunum og áhorfendum á þessari hátíð. Maður upplifir í gegnum myndina spennuna sem ríkti þarna, þetta er eins og tveir ólíkir heimar að rekast á, annars vegar fantarnir í Hells angels sem ekkert vildu vita af friðarmerkjum og frelsi og hins vegar uppdópuðum og áhyggjulausum hippunum. Á meðan maður situr og horfir á þetta þá byrjar sálin að ókyrrast og maður skynjar að e-ð rangt er á seyði. Hells angels berja áhorfendur hvað eftir annað, sem eingöngu eru komnir til að skemmta sér. Hápunktur ringulreiðinnar kemur svo þegar að blökkumaður er stunginn til bana beint fyrir framan myndavélarnar. Það fer hrollur um mann að sjá þvílíkt virðingaleysi þessir Hells angels hálfvitar bera fyrir öðrum mannlífum. Mick Jagger og Keith Richards standa þarna og reyna að stilla til friðar, en það er auðvelt að sjá að þeir eru sjálfir skíthræddir. Í lokin er síðan sýnt þegar Jagger situr í klippiherberginu og sér myndbrotið af morðinu í fyrsta sinn. Vá ég veit bara ekki hvað ég á að segja. Ég held ég setji bara Fab Four frekar á, svona svo að ég sofi rótt.

miðvikudagur, september 22, 2004

Svartfugl

Var að klára vinnudaginn. Það er svo sannarlega skrýtnir tímar í þessu verkfalli. Það mættu í dag 15 börn en samt var allt brjálað. Það er ótrúlegt hvað svona óregla hefur mikil áhrif á þau, ég horfði gapandi á andlitin á sumum börnunum sem voru eins og heltekin. Það var öskrað, sparkað. grenjað. sungið með Grease og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan mæta hér verkfallsverðir á hverjum degi til að athuga hvort að nokkur sé nú að stelast til að kenna. Ég ætlaði að kenna konunni í eldhúsinu að leggja kapal en var bara snúin niður af 4 andfúlum konum í tréklossum.....nei....þessi var nú frekar slappur. Ég missti mig aðeins í átakinu í gær og eldaði svaka kjúklingarétt, með hvítlauksbrauði og salati...maður er nú meiri aulinn. Var samt enn 88 í dag í sundi. Síðan kom Garðar í heimsókn og við skiptumst á að koma Eið smára á toppinn í hinum frábæra netfótboltaleik premiership striker sem er inn á batman. Var rétt áðan að læra að spila hið æðislega lag blackbird eftir senior Paul McCartney, ég get bara setið og spilað þennan lagstúf endalaust.

þriðjudagur, september 21, 2004

Sit í heima og hef lítið að gera. Samt er ég ekki búinn að læra neitt síðan að skólinn byrjaði, þetta er nú meira kæruleysið í manni..hissssss. Kannski ætti maður bara að fara drífa sig að læra!
Fór í sund í morgun og þurfti ekkert að borga mig inn, sýndi bara nýja SÍTR kortið mitt ooohhhh það er svo gaman að vinna hjá ÍTR. Var 88.3 kg áður en ég steig út í laugina en 87. 7 kg þegar ég þurrkaði á mér á mér rauðan skallann. Stórmerkilegt ekki satt. Stefnan enn sett á 85 fyrir lok Október.
Fékk símtal örlagana í gær frá Garðari, hann hafði kveikt á Discovery channel og hver haldiði að hafi verið í sjónvarpinu að raka sig undir fossi með Philips.....bara yours truly? Ég bíð eftir að fá sendan link inn á auglýsinguna, maður verður nú að fá að sjá þetta.
Byrjaði um daginn að versla á www.Amazon.co.uk, þvílík snilld. Keypti ævisögu Roy Keana, Anthology safnið með bítlunum, reyndar bara á video og síðan hina vonandi mögnuðu tónleikamynd Gimme shelter með Rolling Stones. Á víst að vera brautryðjandi í heimildamyndagerð. Það er í þessari mynd sem að Hells Angels, sem Rolling stones réðu sem öryggis- verði , stungu áhorfanda til bana!
Síðan bara Beach Boys á leið til landsins! Verður maður ekki að fara að sjá þá, þó að það sé bara einn eftir að orginal meðlimum. Kannski er það smá svik, svona eins og að fara að sjá Stones án Keith og Mick. "Einar Bárðason kynnir Rolling stones með Bill Wyman í farabroddi". En ef Beach boys taka God only knows þá verður maður eiginlega að fara. Það er náttúrulega fallegasta lag fyrr og síðar. Þetta er eitt af fáum lögum sem ég vildi hafa í brúkaupinu mínu og jarðaförinni.....ahh kannski er það svolítið steikt!

sunnudagur, september 19, 2004

Rauðhærði mongólítinn og stórveldið Fram

Ég og Garðar vorum að koma af leiknum Fram vs. Keflavík, þar sem Framarar fóru á kostum eða þannig. Sem betur fer náðu þeir þó að halda sér uppi þrátt fyrir hörmulegan leik. Það átti sér stað einkennilegt atvik í leiknum þegar að fallega rauðhærði línuvörðurinn kallaði brot og einn úr áhorfendastúkunni kallaði "helvítis rauðhærði mongólíti". Ég gat nú ekki annað en tekið þetta dáldið inn á mig og það fór reiðibylgja um mig allann. Ég fór líka aðeins að hugsa um hvað það getur stundum verið erfitt að vera rauðhærður, það er svo augljóst að skjóta svona á mann. Svona líkt og negrarnir og hrísgrjónaæturnar hafa þurft að þola...nei djók. Ég man einmitt eftir samræðum sem ég átti við shakin that as auglýsingastelpuna í partýi um daginn, þar sem að hún hélt því fram að það að vera rauðhærður væri ákveðin fatli og ef hún yrði ólétt eftir rauðhærðan mann þá myndi hún sennilega láta eyða fóstrinu!! Já það er svona með þetta allt saman...maður heldur stundum að maður sé á sama plani og allir hinir en síðan er manni kippt niður á jörðina og settur á réttan stað.

laugardagur, september 18, 2004

Englabros

Horfði áðan á Magnús Scheving hjá Gísla Marteini. Í hvert sinn sem ég horfi á viðtal við Magnús þá langar mig að standa upp úr sófanum og hlaupa maraþon. Þessi maður er ótrúlegur, ef hann væri barn þá væri hann örugglega settur á fimmfaldan skammt af rítalíni. Að heyra sannfæringakraftinn í röddinni á honum. Hann er sennilega geðveikur sölumaður, hann gæti örugglega selt mér höfðustækkunartæki á fimm mínútum og sannfært mig í leiðinni að höfuðið á mér sé alls ekki nógu og stórt. En ég hef alls ekki lifað eftir Scheving lifnaðarhættinum í dag, ég svaf til svona 5 og var enn á nærbuxunum þegar að fréttirnar í sjónvarpinu byrjuðu. Slubbi!
Nú er ég nýkominn úr búðinni og vidoeleigunni þar sem stokkaði mig upp fyrir kvöldið. Í videoleigunni var stelpa að vinna, sem eitt sinn vann með mér á Hagaborg. Hún er þeim kostum gædd að vera gullfalleg og með alveg ótrúlega útgeislun. Þegar við vorum búin að spjalla og ég kvaddi þá brosti hún svo innilega til mín að mér leið eins og ég væri eini maðurinn í heiminum. Ég elska svona konur sem lyfta manni upp á hærra plan með einu brosi.

fimmtudagur, september 16, 2004

Yfirstjórinn og kennarasleikjan

Jæja þá er hann tekinn við hann Dóri drulla eða Halldór Ásgrímsson eins og vinir hans kalla hann. Hver er þessi maður og af hverju er hann orðinn Stjórinn í stjórninni. Af hverju er hann alltaf svona á svipinn, come on þú vannst - brostu.......eða nei haltu frekar áfram að vera steinrunninn í framan. Hann lítur stundum út eins og svona mafíuforingi sem lætur ekkert koma sér á óvart og brosir ekki fyrir neinn.
"Tonight Mr. Skarphedinsson sleeps with the fishes".
Ég var að velta því fyrir mér hvort við hefðum ekki átt að nappa Bill Clinton um daginn og gera hann að forsætisráðherra, það hefði verið flott. Þar er sko karakter með útgeislun á ferð. Hann gæti gengið reglulega um Austurstrætið og faðmað og kysst alla í kring....." Aa what a cutiepie you are little boy...is that your mama there raising you on her own..now thats a shame boy but she´s one hell of a woman...þetta væri bara ein heljarinnar lovefest með Clinton í stjórn.

Það er alltaf meiri og meiri spenna að skapast á kennarastofunni. Ég heyrði það útundan mér í dag að kennarar fá 3000 kr í dagpening á meðan á verkfalli stendur, en síðan er tekin skattur af því! Þannig að þau mega búast við því að fá 1700 kr á dag..spáið í það. Ég er orðin algjör kennarasleikja, en eingöngu til að halda lífi. Þar sem að ég er tæknilega óvinurinn vegna þess að ég vinn hjá ÍTR..þá situr maður þarna og borðar matinn sinn með andlitið á kafi í disknum til að eggja engum. Á meðan situr fólk í kring og blótar KB banka og Val. Líta síðan á mig og segja með reglulegu millibili " já það er eins gott að þetta helvítis ÍTR fari ekki að setja á fót heilsdagskóla". " nei nei ég vona ekki" segir maður og sleikir út um.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ich bin ein lousy public speaker

Jesus...var að koma heim eftir viðburðaríkan dag. Hélt ræðu í dag á kynningarfundi fyrir foreldra fyrsta bekkjar. It Was Bad. Löngu áður en ég átti að tala var ég farin að svitna óhófleg, var þvalur í lófunum og var stöðugt að kyngja. Ég meina kyngja þannig að maður er meðvitaður um það. Síðan kom að mér að tala og ég vippaði mér upp í púltið og horfði einu sinni yfir salinn, dó næstum því úr stresskasti og án gríns þá held ég að ég hafi ekki horft að ráði aftur fram í sal. Ég starði bara á blaðið og las BEINT upp það sem stóð á því, lyfti síðan upp hausnum og skaut augunum á ógnarhraða út í sal eftir hverja setningu og leit síðan strax aftur niður. Fólk hefur örugglega haldið að ég væri geðveikur. Til að bæta gráu ofan í svart þá var tungan á mér farin að lamast um þetta leyti sökum ofþornunar og ég held að enginn ekki skilið orð af því sem ég sagði. Þegar ég var loksins búinn að lesa það sem stóð á blaðinu þurfti ég að taka við spurningum úr sal.....bad idea folks....Ég var þá loksins farin að þora að horfa framan í fólkið en þá staðfesti svipbrigði þess bara enn frekar að það skildi ekkert hvað ég sagði. Orðin láku út úr mér í slow motion og fólk sat og horfði á mig með stórt spurningamerki í andlitinu...What are you talking about...fool!
En að sjálfsögðu styrkir þetta mann bara he he he.

Viktaði mig áðan og trúði ekki mínum eigin augum. 88 kíló. Getur ekki verið, ég held að Ikea vigtin mín sé e-ð að klikka núna. Jæja skiptir ekki máli. Ætla að fara að horfa á Man utd. tapa eina ferðina enn!

Hlunkur

Jæja 90 kíló við fyrstu vigtun. Hlunkur....já ég held það. Markmiðið er að vera kominn niður i 85 fyrir miðjan október. Meira að segja byrjaður að halda dagbók yfir það sem ég set ofan í mig.
Það er búið að vera hálfleiðinlegt í vinnunni í dag, það er eins og það sé byrjaður að skapast leiðinlegur mórall á kennarastofunni út af þessu verkfalli. Allir e-ð voða hræddir um að ÍTR ætli að fara að bjóða upp á heilsdagsskóla á meðan á verkfallinu stendur. Ég efast nú um að það fari að gerast.
Sagan af ömmu heldur áfram, áður en ég vissi var ég búinn að fá hana í lið með mér til að umbreyta íbúðinni. Hún tjáði mér að ég væri vor og þess vegna ætti ég að hafa sem mest af mjúkum litum í kringum mig, eins og vanillulitum......er það! Æi ég hlýði bara, kannski verður þetta eins og svona þáttur af Queer eye for the straight guy, þar sem að slubbinn (ég) er geðveikt skeptískur fyrst en síðan þegar the fabs (amma) eru búnir að verka töfrasprotann þá er hann gapandi glaður.
Hún verður örugglega búin að setja upp blúndugluggatjöld í stofunni og litla fiskasápur inn á klósetti áður en ég veit af. Síðan kemur hún örugglega alltaf í heimsókn á hverjum laugardagsmorgni til að hjálpa mér að halda íbúðinni við. Nei nei þetta verður frábært. Ég byrja örugglega að klæða mig í svona gulum polobolum með þykka peysu bundna yfir axlirnar...neeei kannski ekki, kannski er ég aðeins of paranoid.

þriðjudagur, september 14, 2004

Ármann og aukakílóin

Jæja þá er maður búin að taka endanlega ákvörðun um að halda áfram í Ármanni í júdóinu. Fór í gær og fékk bara svo miklu meira út úr æfingunni. Náði að skella einum Huge Gaur með appelsínugula beltið AAAaaaa góð tilfinning.
Einnig hef ég ákveðið að losa mig við öll sykursætu aukakílóin sem hafa hangið utan á mér síðustu ár. Ekkert meira kók og nammi. Ég ætla að vigta mig í kveld og fylgjast síðan daglega með árángri. Vigtun mun fara fram kl 22:00 öll kvöld.
Ég bætti við linkum og teljara hér við hliðina með hjálp hinnar mögnuðu fyrrum spússu minnar hennar Örnu. Tjékkið á þessu liði allt miklir snillingar, endilega látið mig vita ef þið eruð með síður, þá skelli ég link inn.
P.S. Örn ef þú ert að lesa, ég er búinn að týna enska númerinu þínu, nenniru að senda mér sms.

sunnudagur, september 12, 2004

Nýmálað

Jæja þá er maður búinn að mála fyrstu umferðina á ganginn. Allt miklu bjartara og hollara fyrir sálartetrið, en maður lét ekki þar við sitja, heldur fór að rífa dúkinn af klósettveggnum til að geta málað hann líka. Það var bara ógeðslega erfitt og nú er komin upp biðstaða.
Amma kom með nýju sængina og ég bauð upp á te og hjónabandssælu. Þannig að ég slapp ágætlega frá heimsókninni, ég veit samt ekki hvort amma hafi verið hrifin af kattahárunum sem svifu um eldhúsið og ofan í bollann hennar á meðan við sátum og spjölluðum.
Fór og kíkti í heimsókn til Sigga Cm og Katrínar áðan í nýju íbúðina þeirra. Fín íbúð, en þau eru með ekkert sjónvarp í stofunni og hvað þá sófa til að sitja í. Við sátum á gólfinu við teppi sem á hafði verið lagt mat og drykk og spjölluðum á meðan rassar dóu á kvalarfullan hátt. Við ákváðum að endurlífga hljómsveitina ódauðlegu Fussumsvei.
Fór á The Terminal í gær með Unnari. Fín mynd svo sem, en hvernig fer Tom Hanks að því að leika alltaf gaurinn sem kann allt. Hann var þannig gaur í þessari mynd, Zetan var sæt að venju en var óvenjumikil tík að þessu sinni. Hún valdi ríka, myndarlega, gifta gaurinn í staðinn fyrir góða gaurinn sem kom sífellt á óvart. Æi er það ekki bara týpískt.

laugardagur, september 11, 2004

Baldur og hinn réttdræpi hermaður

Smá skrall í gær með Baldri, Garðari og Unnari. Fórum á dillon sem var svo sem ágætt, fyrir utan óendanlega þreytu eftir erfiðan dag. Ég fór þar af leiðandi snemma heim. Baldur var í essinu sínu að venju og átti góða spretti í umræðunni um stríðsrekstur. Hans skoðun er sú að um leið og menn skrá sig í her séu þeir réttdræpir! Aðalpointið hjá honum var að líf óbreyttra borgara sé meira virði en hermanna, sem kannski meikar smá sens. Baldur er náttúrulega bara one of a kind. Heyrði í Erni áðan sem var í góðum gír í Sheffield. Hann og spússan voru í íbúðarleit, en það helsta í fréttum var að mesta áhyggjuefni hans um heitavatnsskort og lágan kók standard virtist óþarfur. Nóg af heitu vatni í öllum íbúðum og kókið bara ljómandi.
Nú er komin maður sem er að leggja breiðbandið inn í húsið. Ætli það sé ekki ágætt?
Ég hvet alla til að hlusta á lagið just on thing með My morning jacket.
Það sem ég hef verið að hlusta á undanfarið er eftirfarandi:
  1. Velvet revolver - Fall to pieces. Rokk og ról eins og það gerist best. Slash sýnir gamalkunna takta.
  2. Bob Dylan - Dirge. Af plötunni Planet waves. Það er e-ð við röddina í þessu lagi sem ásækir mig.
  3. Blink 182 - Down. Geirvörtupírsíng og tattú í bland við massíva krafthljóma, getur ekki klikkað.
  4. Damien Rice - Cannonball. Frændi minn frá Írlandi með gull af lagi.
  5. Ryan Adams - My winding wheel. Af plötunni Heartbreaker. Algjör snilli hér á ferð. Þessi plata og nýja platan, Love is hell, eru skyldueign.
  6. The Thrills - Whatever happend to Corey Haim. Þetta er náttúrulega bara flott hljómsveit. Þetta eru Trendsetters að mínu mati, sjáið bara fötin.

Það er gaman að segja frá því að ég ákvað að athuga hvað varð eiginlega um Corey Haim og komst að því að árið 2000 þá lýsti hann sig gjaldþrota og er nú nánast hættur að leika í bíómyndum. Ef þið munið ekki eftir honum þá er mynd af honum hér http://go.to/corey.


föstudagur, september 10, 2004


mynd af mér Posted by Hello

fimmtudagur, september 09, 2004

Frostaskjól - Fatlafól

Var að koma úr samkomu hjá ÍTR í frostaskjóli. Markmiðið var að efla starfsandann í borgarhluta 1, sem er frostaskjól og allt undir því - þar á meðal draumaland sem ég sé um. Það voru fundir, fínn matur og fullt af sniðugum hópeflisleikjum, þar á meðal spretthlaupsbingó sem var mjög spes. Einnig var okkur skipt upp í fjóra hópa og látin gera 3 mínútna auglýsingu um frostaskjól. Okkar hópur tók Innlit/Útlit pólinn á þetta, þar sem að Gísli og Siggi fóru á kostum. Auglýsingin endaði síðan á hópsöng við lagið fatlafól í nýrri útgáfu með frumsamin texta, sem fjallaði um Frostaskjól - og ég spilaði á gítar undir. Nú er maður komin heim eftir langan dag og fær þá bara símtal frá ömmu það fyrsta í allavega 10 ár, þar sem hún tilkynnir komu sína um helgina til að gefa mér sæng og kodda. Guð blessi ömmur. Ég áttaði mig á í framhaldinu að ég kann ekki að taka á móti fullorðnu fólki í heimsókn. Ég á ekki einu sinni kaffivél! Ætli amma drekki kók? Ég vona bara að hún nenni með mér á rúntinn, það er alltaf best.

miðvikudagur, september 08, 2004

Kjúklingur og Skandall

Garðar og Unnar voru að fara eftir fótboltagláp og kjúklingaát. Ég eldaði Bacon-, banana- og chilikjúklinga a la Katrín fyrrum tengda mín. En þessi leikur :(
Erum við að tala um dómaraskandal eða hvað? Ég hef nú bara aldrei séð annað eins og verð nú að vera sammála því sem að Eiður sagði að dómarinn væri sennilega í ungverska landsliðsbúningnum innanundir dómaratreyjunni. En gengur bara betur næst, allavega unnu Englendingarnir. Fyrsta júdóæfingin í gær eftir allt of langt sumarfrí. Bjössi þjálfari hættur í Ármanni og búinn að flytja sig yfir í ÍR. Maður verður nú að fylgja sínum manni og því var æfingin í frábærum húsakynnum ÍR við skógarsel. Vá hvað það var gott að byrja aftur. Fyndið hvernig maður finnur hvað spennan hefur hlaðist upp í manni þegar maður loksins byrjar að hreyfa sig. Ég fann streituna leka niður í tær og var sem nýr maður eftir. Næsta æfing á föstudag, i´ll be there.

Söknuður

Nú hefur stundin runnið upp. Ég og Örn kvöddumst áðan með herkjum, eftir seinasta kóksopann, seinasta spjallið í seinasta bíltúrnum. Þetta var mjög erfitt, en eins og maðurinn sagði - illu er best aflokið. Ég kemst þó ekki hjá því að fá sting í magann við tilhugsunina að hann sé farinn af landi brott. Það er skrýtið þegar svona augnablik koma upp í lífinu sem maður veit að eiga eftir að breyta öllu, þetta held ég að hafi verið eitt af þeim. Hver veit?
"Life is what happens when you are busy making other plans"
John Lennon.
Þannig að ég ætla að fara og gera önnur plön.

Partýmyndir

Hey hey what do you say!
Það eru komnar myndir úr kveðjupartýinu á hinum sérlega vandaða, smekklega og barnvæna ljósmynda-, pælinga- og fræðivef www.andmenning.com. Sem er að sjálfsögðu í boði hins ofurmagnaða gúru - Kidda The - , sem by the way hefur nýlega hlotnast sá heiður að verða faðir í fyrsta sinn.
Til hamingju með drenginn Kiddi og Guðrún!

mánudagur, september 06, 2004

Allt í drasli og steik

Eins og svo oft áður...söng Birgir í Maus hér um árið..og þá á einmitt svo skemmtilega við um íbúðina mína sem staðsett er í miðri Reykjavík -borg óttans. Allt í drasli og steik eftir ágætis kveðjupartý til handa Erni og Berglindi sem brátt munu kveðja þetta líf.

...Og hefja nýtt í Sheffield á Englandi, á skólabekkjum þessa annars ágæta lands. En það var mikið um dýrðir og elegans af hálfu veislugesta. Drykkjuspil og kertavax. Ágætis game bara.

Jæja þá byrjar það...

Ég hef ákveðið að gerast nútímavænn og byrjaði því að blogga. Loksins komast pælingar úr djúpum þankagangi míns ofvaxna höfuðs fram á sjónarsviðið. Þannig að spennið beltin því Ólafur Bjarkason á orðið.