mánudagur, október 31, 2005

Hver vegur að heiman, Er vegurinn heim.


FRÁBÆRAR FRÉTTIR Í MORGUNSÁRIÐ. VORUM AÐ LJÚKA SÍMTALI VIÐ VÖKUDEILD OG MATTHILDUR AGLA HEFUR FENGIÐ GRÆNT LJÓS Á HEIMFERÐ Á MORGUN. LITLI DUGNAÐARFORKURINN HEFUR SVO SANNARLEGA UNNIÐ SÉR INN FYRIR ÞESSARI FLÝTIHEIMFERÐ. ÞAÐ ERU ENN TÆPAR ÞRJÁR VIKUR Í ÁÆTLAÐAN FÆÐINGARDAG OG EKKI ALGENGT AÐ SVONA LÍTIL BÖRN FARI ÞETTA SNEMMA HEIM....EN ÞETTA ER NÚ EKKERT VENJULEGT LÍTIÐ BARN.

GLEÐIBANKA- OG ÞRIFNAÐARKVEÐJUR

HEIMASÆTAN, PABBINN OG MAMMAN.

fimmtudagur, október 27, 2005

Friðrik, Orri og Matthildur

Þessi mynd.....hvað getur maður sagt. Eins og Dalton bræður í æsku, en þetta eru þau Friðrik Anton, Orri Bergmann og Matthildur Agla. Orri og Matthildur eru næstum því jafngömul!!! Bestu vinir á vökudeildinni og halda því vonandi áfram í framtíðinni. Nú er reyndar bara Matthildur eftir á vökunni, því að þeir tveir félagar eru farnir heim. Við förum heim í síðasta lagi eftir 2 vikur. Það verður sko breyting. Get ekki beðið. Bara það að fá að sitja með hana upp í sófa og horfa á sjónvarpið. Við höfum aldrei!! verið ein með Matthildi. Tvær vikur..thats right baby.

Itte Rasshai

miðvikudagur, október 26, 2005

Heimferð


Jæja það hefur margt drifið mína daga upp á síðkastið. Ég keypti mér svona farartæki til að komast á milli í vetur. Ætlaði að kaupa mér hjól, en mér fannst þetta segja sex. Ég lét verða af því og keypti mér Popppunktsspilið (pælið í péunum). Nú verða háðar spilabaráttur í vetur við hvern þann sem þorir. Ég er núna búinn að vera í fríi í næstum því viku og er næstum því þreyttari en ég var þegar ég var að vinna. Eina sem ég geri alla daga er að stara á undrið sem er hún dóttir mín og ráða Su Duko talnagátur. En núna er alveg að fara að líða að því að the most beautiful girl in the world komi heim. Mikið panic og stress sem fer í að undirbúa allt og gera tilbúið. Rambaði í kvennagöngu í gær, helvíti fínt en andskoti kalt. Fékk smá bjánahroll þegar allir settu hendurnar upp í loft, ráku tunguna út og fóru að hljóma eins og afrískar nektardansmeyjar. Allt voða spes. En það skemmtilegasta sem gerðist í dag var að tvö snillingabörn fóru heim til sín af spítalanum. Til hamingju Friðrik og Orri. Reyndar fer Orri ekki fyrr en á morgun en Friðrik fór heim í dag eftir fjagra mánaða dvöl á spítalanum. Það var því smá misty moment þegar Gréta, móðir hans, gekk með hann út og allt starfsfólkið stóð og kvaddi. Til hamingju enn og aftur. Vonandi rennur þessi dagur upp fyrir okkur áður en langt um líður.

Smell you later.

laugardagur, október 22, 2005

Myndir af Matthildi


Tjékkið á nýju myndunum af Matthildi inn á heimasíðunni hennar. Vorum að henda inn í kringum 200 myndum. Sjáið breytinguna á einu barni á tveimur mánuðum.

Itte Rasshai

miðvikudagur, október 19, 2005

Ég fer í fríið

ÉG ER KOMINN Í FRÍ, þangað til 15. des. Ég hef sjaldan fundið jafn mikinn sæluhroll og þegar ég gekk út úr skólanum eftir síðasta fundinn. Ég kom upp á spítala faðmaði, prinsessuna, settist í stól og andvarpaði. Jeg skal pa ferie. Það er nú með eindæmum hvað það tekur langann tíma að koma á þessari nettengingu. Ég hringdi fyrir mörgum vikum í Rafvirkjan sem ætlaði að koma og gera við tenginguna, en enginn lét sjá sig. Ég hafði svo samband í fyrradag og þá höfðu þeir bara gleymt mér. Þeir lofuðu að koma sem fyrst en ég heyrði ekkert í þeim í dag. Vonandi koma þeir bara sem fyrst. Er farið að dauðlanga til að geta náð mér í nýja tónlist og nýja þætti. Jæja best að fara njóta þess að vera kominn í frí og skella sér í ræktina.

Itte rasshai.

laugardagur, október 15, 2005

Sófalega

Bara rólegheit þessa dagana. Ekkert skrall á mér um helgina frekar enn fyrri daginn. Tek því bara rólega upp á spítala og sofna svo yfir sjónvarpinu. Fór í spreðiferð í Elkó í dag og keypti þurrkara, blandara, Friends dvd, hárskera og sléttujárn handa frúnni. Það er svo góð tilfinning að versla en verra að borga hana. Ég las svo scary bakþanka aftan á fréttablaðinu um daginn í sambandi við góðærið sem var í Svíþjóð fyrir 15 árum. Það var víst margt svipað og er að gerast núna hjá okkur en síðan á allt að hafa sprungið, bankarnir næstum farið á hausinn og atvinnuleysi skotist upp. Er ekki málið bara að selja íbúðina og bíða svo í nokkur á með að kaupa aftur. Eða á maður ekkert að vera að hlusta á þessa hrakaspár? Matthildur mín er alveg dúndurgóð. Hún var reyndar að hætta á öndunaraðstoðarlyfinu sínu í gær og tók þar af leiðandi svolítið af dýfum í mettun. Í dag hefur hún verið nokkuð góð og sefur værum blundi í þessu skrifuðu orðum. Jæja núna ætla ég að kyssa prinsessurnar inni á deild og fara svo heim að sófalegast.

Itte Rasshai.

fimmtudagur, október 13, 2005

Pelabarn

Jæja, enn einn sigurinn kominn í hús hjá okkur. Litla drottningin drakk sinn fyrsta pela í dag og þambaði heila 54 ml, sem er matarskammturinn hennar á þriggja tíma fresti. Þrefalt húllahopp og hálfur snákur fyrir Möttu. Nú er ég búinn að kaupa mér árskort í líkamsrækt, finally getur maður farið aðeins að hreyfa sig. Planið var að skoða tilboð og velja svo út frá gæðum og verði. Laugar voru að bjóða upp á 4200 á mánuði en I.s.f. (sporthúsið) voru með þetta á 2990. Ég hallaðist nú frekar að Laugum, þar sem maður var nú þar alltaf áður og svo er sundið náttúrulega við hliðin á. Við römbuðum niður í Laugar og ég var nokkuð ákveðinn í að ganga bara frá dæminu. Ég talaði við afgreiðslukonuna og tók pennann á loft til að skrifa undir, en vildi vera viss um að það væri örugglega gufa í klefanum. Þar af leiðandi spurði ég hvort að ég mætti ekki kíkja á aðstöðuna áður en við gengum frá þessu. Þá kom þessi herpti kúkasvipur á þessa mjög svo ljóshærðu konu. "Emm ....ég veit það ekki sko....af hverju?". Ég sagði henni hvers vegna og þá sagði hún mjög svo spaklega " Nei ég held að það sé ekki gufa...eða...ég veit það ekki..." Humm hugsaði ég og var farinn að efast um þetta allt saman og Vala stakk þá upp á því að við myndum aðeins bíða með þetta. Þessi frábæra stúlka stóða bara eins og þvara og horfði á okkur labba út án þess að segja orð. Spá í þjónustulund, já best að láta tvo verðandi kúnna labba út vegna þess að þú ert of löt til að hleypa þeim inn og skoða stöðina. En kannski er þetta bara fyrir bestu, ég man núna hvað starfsfólkið í afgreiðslunni var alltaf sjúklega leiðinlegt. Ég og Örn lentum í ýmsum hremmingum þau ár sem við vorum þarna. En þar af leiðandi er ég núna stoltur eigandi árskorts í I.S.F. Við fórum og kíktum á þrekhúsið, sem virðist bara vera fín stöð og maður getur bara ekki beðið eftir því að fara aðeins að hreyfa sig. Svo getur maður auðvitað valið á milli allra þessara stöðva.
Ég er búinn að vera að spá í því í allann dag hvað varð af gaurnum sem lék í Robocop, hann var flottur. Ætli hann hafi bara hætt að leika eftir seríurnar eða...?

miðvikudagur, október 12, 2005

Ef þú giftist, ef þú bara giftist mér

Var að koma úr einu fallegasta brúðkaupi sem ég hef farið í. Jóhanna Völusystir og Gústi ákváðu fyrir nokkrum dögum að gifta sig í dag. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og var svona skemmtilega óhefðbundið. Ekkert orgel eða hrísgrjón, heldur frábær fiðluleikari, fáir gestir og Kalli prestur sem er eilífðarhress. Glæsilegt brúðkaup. Til hamingju Jóhanna og Gústi.
Fleiri góðar fréttir. Matthildur er bráðum á heimleið. Allavega að mati læknanna sem segja tvær til þrjár vikur. Hún er náttúrulega orðin 2300 grömm og liggur bara í vöggunni sinni. Ég er svo á leiðinni í fæðingarorlof eftir viku, get ekki beðið. Stundum er þetta allt saman a little bit too much. Þess vegna verður kærkomið að fara í frí. En í aðra sálma, ég hef mikið verið að hugsa um Sigurrós að undanförnu. Ég er mikill aðdáandi Ágætis byrjunar (döö kemur kannski ekki á óvart). Ég hef ekki hlustað mikið á Takk en mér finnst eins og þeir hafi tapað e-u. Það er lag í spilun núna sem er líklega Glósóli og mér finnst það hljóma eins og Todmobile á sterum spilaðir afturábak! Eintómur falsettusöngur og allt blandast saman í drullumall. Það eru sennilega margir ósammála þessu og hafa stúderað Takk í ræmur. Ég ætti kannski að hlusta meira á hana áður en ég fer að koma með e-a sleggjudóma. Málið er bara að mér fannst ( ) alls ekki nógu og góð, allavega ekki miðað við dómana sem þessi plata fékk. Fyrir mér er Takk þá líklega svona kveikja/slökkva plata. Annars hef ég alls ekki verið nógu og duglegur að tileinka mér nýja tónlist að undanförnu. Er ennþá að dásama Sufjan og Anthony. Get samt ekki annað en notað tækifærið og drullað yfir þennan viðbjóð sem er James Blunt eða hvað hann heitir með þetta Beautiful and-lag. Mig langar obboslega mikið í nýju Hot hot heat plötuna og mig langar á tónleika með U2, Coldplay, Red hot chili peppers og Damien Rice. Sérstaklega þar sem ég hef aldrei séð neitt af þessu.

Itte Rasshai.

laugardagur, október 08, 2005

það líða dagar, það líða ár

Vá hvað tíminn líður hratt en hægt. Ég blikka augunum á mánudegi og þá er allt í einu komið laugardagskvöld. Ég hef alveg dottið út úr öllu, vinnan og Maó hafa tekið hug minn allann. Síðan hefur maður náttúrulega ekkert verið með netið. Það kemur gaur frá Tal vonandi sem fyrst (þá meina ég fyrir jól) og tengir netið. Þá hendi ég inn nýjum myndum af drottningunni. Það er allt frábært að frétta af henni, hún er komin í vöggu og hætt að nota hitakassann! Orðin rúm 2 kíló og bara í almennt góðum gír. Af mér er svo sem ekkert að frétta. Bara orðinn gamall og þreyttur. Fór á 40 year old virgin um daginn. Fannst hún nokkuð góð, þó að þessi mynd sé að mínu mati í smá tilvistarkreppu. Hún er mjög fyndin sem gamanmynd en það vantar e-ð mikið upp á þegar rómantíski hlutinn tekur við. En hvað um það. Ég var að hugsa um daginn hvað þetta er búið að vera skrýtið ár! Rollercosterride, svo ekki sé meira sagt. Þegar ég mun líta tilbaka, þá mun þettá ár standa upp úr. Jebus krebus. Það er svo margt búið að gerast, meira að segja fyrir utan fæðinguna. Ég vona bara að árið endi allt á góðu nótunum sem það reyndar stefnir í. Ég var alveg búinn að ákveða að vera ekkert að taka þátt í þessu klukk drasli en what the hell hvað hefur maður svo sem betra að gera á laugardagskvöldi. Here it goes og ég klukka þá sem ekki hafa verið klukkaðir...svona til að allir fái að vera með.
  1. Ég hef alltaf verið að frekar stríðin. Og mér finnst eiginlega fátt skemmtilegra en að hrekkja fólk. Ég þori eiginlega ekki að segja frá mínu versta prakkarastriki, samverkamenn mínir í "glæpnum" myndu seint fyrirgefa það. En það tengist bíl í holtunum í kringum 1991! (Garðar, Siggi og Baldur!! Do you remember?) En þegar ég var 8 ára þá sat ég í skólanum og yddaði blýant í 10 mínútur einungis til að geta stungið Garðar eins fast og ég gat í rassinn með honum. Hann hljóp á út á sokkunum um miðjan vetur og hefur held ég ekki enn fyrirgefið mér þetta, ha Garðar? Ég og Volli vorum svaðalegir á gelgjunni og stunduðum það í leikfimi, að skvetta sápu í augun á Tobba í sturtunni, og míga síðan á hann. Yebb those were the days.
  2. Eftir að dúllan mín hún Matthildur fæddist hef ég mikið verið að velta mikið fyrir mér framtíðinni. Ég byrjaði í þessu leikskólakennaranámi af miklum áhuga en núna eru aðstæður breyttar. Ég er núna að hugsa um að skipta kannski um starfsvettvang. Ég er aðeins að hugsa til iðnnáms svona til að geta boðið drottningunni betra líf. En hvað veit maður svo sem, ætli maður klári þetta nám ekki víst að ég byrjaði á þessu, en síðan byrjar maður kannski að múra eða pípuleggja eða leggja rafmagn. Who knows.
  3. Ég get ómögulega sagt ósatt. Það er það versta sem ég geri, ég fæ samviskubit og líður illa meira að segja þótt að ég hafi sagt bara smá lygi. Vala segir að þegar ég reyni að plata hana e-ð þá byrjar neðri vörin á mér alltaf að hristast. Nice one.
  4. Ég hef algjöra óbeit á rottum og mýs og eiginlega flestum nagdýrum. Strútar finnst mér viðbjóðslegir og hænur eru án efa mín versta martröð. Að vera læstur inn í búri með fullt af hænum er bara ólýsanleg mannvonska, hausinn á þeim alltaf stingandi fram og klærnar einhvernveginn creepy. Ég fæ hroll að skrifa um þetta.
  5. Ég er versti námsmaður í heimi. Ég get alveg lært en ég er alveg húðlatur. Hefði pabbi ekki dregið mig í gegnum menntaskóla þá hefði ég aldrei klárað. Takk pabbi.

Itte Rasshai.