sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þetta er nú búinn að vera meiri happy happy joy joy dagurinn í dag. (Ekki vegna þess að Joy, sem elskar rauða og bláa liti en hatar nagla, er að flytja í íbúðina hennar Völu). Ástæður fyrir því að þetta er besti dagur síðan að ég missti sveindóminn með Ásgeiri skólastjóranum mínum í grunnskóla, eru eftirfarandi:

  • Ég fékk að sofa út í fyrsta sinn í mmmmjjjjöööögggg langan tíma
  • Ég svaf nakinn í ullarsokkum
  • Ég fékk að hitta aftur vin minn vaktstjórann í Sorpu með fallega síða hárið og hárbeitta bitrahúmorshugmyndaflugið, sem reynir alltaf við hana Völu í hvert sinn sem við komum
  • Ég fór í Bláa lónið
  • Ég borðaði á American Style
  • Ég pissaði ekki á mig þegar Vala kittlaði mig

En nú er þessi góði dagur snart á enda kominn og um að gera að taka fram ullarsokkana.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Nú erum við Vala búin að vera saman í rúman mánuð! Allt gengur að óskum og hlutirnir gætu ekki verið betri. En málið er að nú eru gamlir draugar farnir að gera vart við sig. Þannig er það nú bara, að ég held að ég sé alveg ómögulegur kærasti. Það er alveg við hæfi þegar Vala segir að ég sé konan í þessu sambandi. Þvílíkt tilfinningadrama alla daga. En málið er að Vala er bara þannig úr garði gerð, að hún fær mig til að sjá vitleysuna í þessu öllu saman. T.d. er ég fyrst farin að átta mig á því núna, í mínu fjórða sambandi og 10 árum síðar, að ég þarf ekki að vita ALLT um konuna mína (já já ég er fljótur að læra!!). Hvað hún hefur verið með mörgum mönnum?, hvað þeir heita?, hverjir eru þeir, bla bla bla??? Málið er að það kemur aldrei neitt gott úr slíkum samræðum. Ég veit ekki hvort að þetta sé eðlilegt og ég veit ekki hvort að aðrir menn séu svona, en ég get sagt það að það er fucking ógeðslega erfitt að loka á þessar tilfinningar þegar þær koma upp. Það er eins og hver einasta taug í líkamanum segi mér að ég eigi að spyrja meira um þetta ákveðna málefni eða að ég verði að vita meira um þetta ákveðna tímabil í hennar lífi. Að loka á þær er svona eins og að kyngja stóru glasi af sæði í hvert sinn ( ekki að ég viti hvernig það er). En það er mikill munur á öllu ef maður bara drullast til að bæla þetta niður, allt miklu betra...aaaaahhhh look at me...i´m growing!

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Enn og aftur hafa Man Utd. brostið mitt hjarta. Að tapa fyrir helv.... Ac Milan. Hvað er það sem gerir ítölsk lið svona leiðinleg. Er það: skorum eitt mark og höngum síðan í vörn það sem eftir er eða er það látum okkur detta í hvert sinn sem komið er við okkur - hugarfarið? Ég vill líka óska Arsenal mönnum til hamingju með frábæran leik í gær. Einnig vil ég óska henni Unu til hamingju með það að vera um það bil búin að kaupa sér íbúð. Þetta er víst allt á frumstigi þannig að ég vil ekki vera blaðurskjóða.
Nú er ég algjörlega búinn að falla fyrir Damien Rice, allt þökk sé Völu minni, sem er náttúrulega hádramatísk kona og hlustar einungis á það besta. En hann er allavega fucking góður marrrrrr.

mánudagur, febrúar 21, 2005

HJÁLP!!!!!! Eins og Bítlarnir sungu svo fagurt forðum daga. Ég þjáist af kæruleysi á skuggalega háu stigi. Ég átti að skila verkefni á föstudag, fékk frest fram á sunnudag, núna er mánudagur og ég er varla byrjaður. Og mér er svo SKÍTSAMA, what the hell is wrong with me. Eina sem ég geri, og vill gera í lífinu þessa dagana, er að sitja og stara og dáðst að Völu. Vala að hlæja, Vala að sofa, Vala að vakna, Vala í vondu skapi, Vala að sveifla þungum hlut, Vala að rétta mér þurrku til að stöðva blóðstreymið. Aaaaahhhh Women, you cant live with ´em , you cant kill ´em, eins og rómantískur maður orðaði svo fallega eitt sinn. Í gær var frumsýningin mikla í föðurhúsunum, greyið gullið mitt þurfti að mæta þunn, en að sjálfsögðu hreif hún alla með sér. Faðir minn blessaði sambandið og fór með stutta bæn í tilefni þess. Sýningin stóð ekki lengi yfir og síðan var farið heim og haldið störunni gangandi.
Í dag kom svo Oddur gamli vinnufélagi á Hagaborg og núverandi umsjónarmaður útvarpsþáttar á Talstöðinni, í heimsókn í vinnuna. Hann tók viðtal við nokkur börn og spurði þau út í frístundaheimilið. Þessu verður síðan útvarpað kl 10 í fyrramálið. Það verður gaman að heyra hvað börnin segja..."er gaman á frístundaheimilinu?" " Já það er svo sem ágætt, en þessi Óli!, mesti fáviti sem ég hef kynnst". Æ karamba! Nei 7 ára börn segja ekki svona ljótt. Þau hugsa það bara.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Kom heim í gær frá Danmörku, alveg tómur í hausnum sökum of mikils kjaftagangs og Egóið ekki til staðar sökum niðurrifs. En það var ekki leiðinlegt að sjá gullið mitt taka á móti mér. Sætust að vanda. Reyndi samt að bæla niður móralinn sem maður er með eftir að hafa straujað Visa kortið 1000x. Ég missti mig alveg í eyðslunni og er ástæðan fyrir því líklega að þegar ég bjó í Danmörku átti ég ekki bót fyrir rassgatið á mér. Þess vegna var maður að upplifa í fyrsta sinn hvernig það er að eyða peningum í Dk. Maður verður nú að viðurkenna að það var ákveðin fílingur að koma þarna aftur. Ef maður á að lýsa Kaupmannahöfn þá er hún full af Múrsteinslengjuhúsum á öllum götum og búðartroðningar við allar götur. Allir danskir strákar eru ljósabrúnir, í hvítum þykkum peysum og með gullhálsmen. Sem betur fer virðist Buffalo menningin þó vera liðin undir lok. Þessi ferð var reyndar algjör eyeopener varðandi muninn á íslenska og danska skólakerfinu. Eða ætti maður að segja íslenskum og dönskum frístundaheimilum. Ég held að það sé óhætt að segja að danir séu u.þ.b. einu til tveimur ljósárum á undan okkur. Þvílíkur munur. Einn skólinn var actually með stúdíó og öll hljóðfæri sem hægt var að hugsa sér. Ég held að það sé ekki leiðinlegt að vera í grunnskóla, stofna hljómsveit og vera með aðgang að stúdíói í skólanum. Anyways, þá fékk heldur leiðinlegar fréttir í dag. Planið hafði verið að fara til Arnar í heimsókn eftir tvær vikur, búinn að panta miðann og borga. En þá kom vinsamleg ósk/skipun frá innsta hring Frostaskjóls að frysta þessa ferð. Ég hringdi í panikki til Icelandair og var þar tjáð að ekki væri hægt að fá endurgreitt nema að um veikindi væri að ræða. En það var hægt að breyta miðanum og það var það sem ég ætla að gera. Fresta ferðinni um nokkrar vikur. Ég vona að drengur nr. 1 sýni mér skilning í þessum málum. Sorry Boy!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja staddur her i Danmørku i ferd daudans med vinnunni. Erum buin ad labba um alla Køben og Malmø. Vakna kl. 9 alla daga og sitja sidan a fristundaheimili og hlusta a folk tala a donsku eda sænsku. Ekki ad tad se tad versta. Eg er med tremur konum og tvær eru olettar. Vid erum oll saman i einu herbergi og tad er eins og tad er. Hey lets face the facts. Konur tala mikid og mitt hlutverk i tessari ferd er ad tegja og halda a hlutum. Mer lidur svolitid eins og osynilega manninum. Eg veit ekki hversu oft i tessari ferd eg hef sagt e-d sem hefur algjørlega verid ignorad. Allt latid eins og vind um eyrun tjota. Sidan er stundum hent i mann virdingarvotti og madur bedin um ad gera e-d. Dæmi: Stelpur: "Oli, fardu og tjekkadu hvenær lestin kemur" Eg labba og tjekka a tvi og se ad hun kemur 16:07 a spori 5. Sidan løbbum vid upp a spor 5 og bidum. Ta byrja tær ad skoda skiltin. Stelpur: "Heyrdu stelpur, herna stendur ad hun komi 16:22 a spori 4". Èg: "Nei, eg var ad tjekka a tvi, tad stod 16:07". Sidan lidur drykkl0ng stund og tær byrja aftur. Stelpur: "sjadu herna adeins" segir onnur vid hina. Stelpur: "Eg held ad hun komi 16:15 a spori 20, eg er eiginlega alveg viss um tad". A theim timapunkti er eg hættur ad nenna ad standa i tessu og taga bara og horfi sigurviss a lestina koma kl 16:07 a spori 5.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Jæja, Örninn bara lentur og planið að bleyta klaufarnar og sletta úr kverkunum á mörgum af fínum öldurhúsum bæjarins. Örn er náttúrulega orðin svo veraldarvanur að hann er alltaf fullur. Búinn að búa í Sheffield, borg stálsins og ölstofanna. Þegar ég hringdi í hann í dag kl. 11:45, þá var hann á fimmta bjór á kaffi Austó. Nei, þetta er nú algjör haugalygi, alveg eins og pósturinn hér að neðan. Sem var líka skrifaður þegar ég var á súrasta sýrutrippi sem ég hef farið á. Hættu nú alveg, lygalaupur. Það sem er ekki lygi er að One big holiday með My morning jacket fær mjaðmirnar til að sveiflast sem aldrei fyrr. Það er alveg merkilegt þegar mikið er að gera hjá mér, sem er einmitt tilfellið þessa dagana, þá fer heilinn í mauk og allt virðist gerast á hraða blettatígursins. Ég gleymdi meira að segja að fara í nærbuxum í vinnuna í dag. Eða kannski gleymdi ég að fara í buxum, eða kannski ætti ég bara að fara að sofa.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Nú er maður alveg kominn með nóg. Það er bara kominn tími á breytingar. Ég ákvað í gær, í samráði við Völu, að byrja að lita á mér hárið kolsvart. Mér er farið að finnast það mjög flott. Frændi minn hefur gert það í mörg ár og það kemur vel út. Að sjálfsögðu tekur maður augnabrýrnar líka. Maður þarf bara að passa þegar rauða hárið byrjar að koma aftur, lita bara reglulega. Það er samt alveg töff að vera með skipt, rautt og svart. Ég er að hugsa um að breyta bara alveg um lífsstíl. Ég nenni ekkert að vera vinna með börnum lengur, ég skammast mín fyrir það. Mér finnst það bara hallærislegt. Þessi laun eru líka bara djók. Ég er búinn að tala, bæði við Tóta Ævars og Eggert á Hróa, og ég veit að þeir geta báðir reddað mér vaktstjórastöðum. Ég meina það er allavega 200-300 þús. á mánuði í vasann, í alvöru! Síðan verð ég bara að fá mér ALMENNILEGAN bíl. Það er svo erfitt fyrir mig að þurfa að viðurkenna að ég sé þetta gamall og ég eigi engan bíl. Það eru fín bílalán í gangi og maður getur fengið 2004 árgerðina af Audi A6 á undir 3 millum. Setja alvöru græur í þetta marr og blasta svo niður laugaveginn. Alvöru píkutryllir, það er eina sem dugar.
Maður verður að taka lífið í sínar eigin hendur, það þýðir ekkert að sitja bara og bíða. Þeir sem gera það eru bara ljótt fólk. Allir sem eru sucess, þeir líta vel út. Ég ætla að taka litun á þetta, fara aðeins í klassann og nokkra ljósatíma og þá er þetta komið. Vera svolítið áberandi. Ég vill ekkert vera eins og ljóta fólkið. Oj það er svo ógeðslegt. Af hverju er það ekki bara lokað einhverstaðar inni. En allavega ef þið þurfið að hitta á mig, þá verður kallinn um helgina á Rex. Líklegast að undirbúa að sprengja í e-a tussu marrrr. Ekki nema Vala verði með mér, þá verður kallinn náttúrulega bara rólegur..HA...he he he he.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Ok hvað er að gerast í Kringlunni? Fór þangað í dag ásamt liðveislunni minni og þetta var eins og að labba inn í eitt stórt mennskt færiband. Maður verður bara einhvernveginn að fljóta með og vona að maður traðki ekki á e-u barni eða keyri niður gamalmenni. Allt hringsnýst, veggirnir öskra á manni í skærum litum á meðan þúsund raddir sprengja heilabúið. Ef maður hittir e-n verður maður að halda sér fast í viðkomandi og passa sérstaklega að missa ekki fókus, því þá er þetta búið spil og bæ bæ. Allavega, til að gera langa sögu stutta, þá var leiðinlegt í Kringlunni! En nú er verið að gera sig tilbúinn fyrir drykkju, sem er erfitt að gera þegar maður hefur stungið nefinu út og fundið fimbulkuldan fyrir (f)utan (hefði verið gaman að koma þarna með fjögur f í röð). En best að drekka í sig kjark og gera sig tilbúin fyrir heilt kvöld af roða í kinnum og skjálfta.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Í kvöld var eitt af fáum kvöldum sem ég hafði til að læra fyrir törnina sem er að ganga í garð á næstunni, en hvað gerir maður þá? Tekur til í allri íbúðinni og spilar Mr. Bojangles með Dylan 100 sinnum á gítarinn. Að sjálfsögðu. Það er nefnilega gáfulegt og í senn meira gáfulegt. En ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér með boxer nærbuxur. Af hverju eru þær ekki með sterkari teygju neðst á skálmunum? Ætli maðurinn sem framleiðir og hannar þær gangi bara í afastórumspítalanærbuxum og viti í raun ekkert hvað hann er að gera. Maður má ekki hreyfa sig of hratt, þá er allt farið af stað. Allt í einu áttar maður sig á því, að maður er kominn í magabelti/G-streng sem skerst í klofið á manni. Þá eru nærbuxurnar komnar svo hátt upp á maga að neðri skálmarnar eru komnar yfir rasskinnarnar. Eða er þetta kannski bara ég, sem kaupir nærbuxur í Hagkaup? Ætti ég kannski að fara að lifa hátt og kaupa mér nærbuxur í 17 á 4999 stykkið? Eða ætti ég að ganga alla leið, a la Beckham, og byrja bara að ganga í G-streng, svona dags daglega. Nei, ég held ekki. Ætli ég reyni ekki frekar að ganga hægt og rólega og byrji jafnvel að teipa nærbuxurnar við lærin.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Þetta er nú meiri geðveikin þessa dagana. Mér finnst eins og ég hafi ekki tíma til að anda. Mér finnst ég ekki hafa sofið dúr síðustu tvær vikur. Brjálað að gera í vinnunni og allt crazy í skólanum. Þetta er kannski ekki alveg nógu og sniðugt, þetta nám og skóli saman. Sérstaklega ekki þegar maður er í svona orkusjúgandi vinnu. En nú er víst búið að plana ferð til Danmerkur 13. - 17. febrúar með Ítr. Við ætlum að skoða dönsk frístundaheimili, sem verður kannski ágætt, fyrir utan það að tvær af þrem konum sem ég er að fara með eru kasóléttar. Við förum sem sagt fjögur saman. En þetta verður bara stuð.
Ég gerði mjög gáfulegan hlut í dag og skilaði inn Visa korti djöfla korti. Eftir að hafa fengið Gígantískan reikning eftir jólin þá ákvað ég bara að láta bankann geyma fyrir mig kortið. Fjárhagslega sjálfstæður.....je right. Ég er það allavega ekki.