Má þetta brotna?
Dagurinn í dag hefur verið SVO góður og loksins er sólin komin á loft. Við fórum í grasagarðinn með Nóa og flatmöguðum í steikjandi hita á meðan við leystum krossgátur og rákum ógeðslegar endur í burtusem vildu ekki láta okkur í friði (aðallega ég samt). Þegar Nói var að leggja sig þá skrapp ég yfir á hið ofurdýra kaffihús Café Flóra. Á meðan ég gekk fékk ég vægt hláturskast yfir atviki sem gerðist fyrir mörgum mánuðum síðan. Ég veit ekki hvort að ég sé skrýtin að þessu leyti en ég er alltaf með nokkur svona atvik í hausnum á mér sem geta fengið mig til að springa úr hlátri á ólíklegustu stöðum. Þetta tiltekna atvik gerðist þegar að við Vala gáfum Kötu og Krissa vinafólki okkar, gamla barnarúmið hennar Möttu, en þau voru þá um það bil að fara að eignast hann Erling. Mig minnir að þetta hafi verið á laugardagskvöldi og það var e-ð rosa erfitt að fá bíl til að ferja rúmið, en þó þurfti aðeins að flytja rúmið mjög stutta vegalengd. Það er bara svo stórt að ekki var gerlegt að setja það í venjulegan fólksbíl og vegalengdin er ekki það stutt að hægt væri að ganga með það. En málið var að Kata hringdi á bíl og náði loksins á e-n gaur sem sagðist koma von bráðar. Hann þurfti bara að keyra frá Keflavík! Ég var ekkert að spá í það þá en hversu fáránlegt er að keyra frá Keflavík til að flytja eitt rúm tvær götulengdir. Á meðan við biðum, sátum við og spjölluðum um daginn og veginn, en gaurinn var alltaf að hringja og spyrja til vegar. Kata reyndi að útskýra fyrir honum hvar þetta væri en gaurinn virtist vera algjörlega lost. Hann var alltaf að hringja aftur og aftur og nefna göturnar sem hann var í, "nú er ég í blöndubakka, er það nálægt?", "nei...Hagamelur í vesturbænum", "já vesturbænum...nálægt IKEA er það ekki?". "No man, not really".
Svona héldu símtölin að koma eitt af öðru og ég held að við höfum beðið eftir gaurnum í svona einn og hálfan klukkutíma. Þegar hann loksins kom þá biðum við Krissi úti með rúmið á meðan hann opnaði bílinn og kom svo og heilsaði upp á okkur. Og þá kom hann með þessa æðislegu setningu sem fær mig alltaf til að hlæja. Hann kom upp að Krissa og leit fagmannlega yfir rúmið og spurði svo
"þetta má ekki brotna, er það?"
2 Comments:
HAhahaha- nú hló ég upphátt :-)
kv.María
Þú hefðir líka hlegið ef þú hefðir séð gaurinn. Flottar myndir úr brúðkaupinu btw ; )
Skrifa ummæli
<< Home