miðvikudagur, október 08, 2008

Þið eigið ekkert annað skilið

Ég er orðinn svo gegnumsýrður af neikvæðum fréttum af efnahaginum að ég get varla skrifað stakt orð, en mér langar rosalega til þess. Það spilar líka inn í að svo margt er að gerast á stuttum tíma að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Mér finnst samt tilvalið að hugsa í þessu tilviki til hans Benna handrukkara, sem gerir hlutina eftir sinni...sko sterku réttlætiskennd. Setningin sem lýsir þessu best er:

"Mig langar svo til að berja þig Ragnar, vegna þess að þú átt ekkert annað skilið".

Hann reyndi líka eins og hann gat að halda aftur af sér en allt kom fyrir ekki. Það sama á við hér. Þessi atburðarrás á ekkert annað skilið en að skrifað sé um hana.

Að mínu mati á ég erfiðast með að kyngja því hvernig þessi atburðarrás hefur farið með þjóðarstoltið. Ég held og vona að þetta eigi eftir að hafa lítil áhrif á hinn venjulega launamann eins mig og flesta sem ég þekki. En ég er mjög stoltur af því að vera íslendingur og ég hef alltaf verið stoltur af því. Ég held að flestir séu mjög stoltir af því að vera íslendingar og hafi verið það löngu áður en Reykjavík varð svona trendy á alþjóðavísu sem hot spot ferðamannastaður.
Ég á sérstaklega erfitt með að sætta mig við hversu margir þarna úti er að hugsa "Hate to say i told you so". Það hafa nefnilega svo margir sagt í gegnum tíðina að svona lítil þjóð eins og Ísland eigi ekki að geta tekið þátt í svona viðskiptaútrás. Þegar ég heyrði þetta þá kom alltaf upp þjóðargrobbið og maður hugsaði "Ísland best í heimi".

Ekki minnkaði svo þjóðarstoltið í sumar þegar að handboltalandsliðið náðu ótrúlegum hæðum á ólympíuleikum. Þá var eins og íslendingar gætu ALLT.

í dag þarf maður að lesa fyrirsagnir í blöðum sem láta okkur íslendinga líta út fyrir að vera flón og fífl. Það lítur út fyrir að græðgi og ofurbjartsýni hafi ráðið ríkjum hér og að peningastjórn ríkisins sé engin. Í 24 stundum í dag er t.a.m. fjallað um ríkisábyrgðir Íslands á erlendri grund. Hverjum datt í hug að leyfa það?

Í öllum þessum skít er gaman að sjá það sem er mikilvægt í lífinu og stendur manni næst. Ég var heima í dag með börnin mín veik og það er búið að vera mikið stuð. Matthildur á sem sagt systur sem heitir Stína. Hún er mjög oft óþekk og Matthildur þarf að reka hana inn í herbergi. Hmmm. Svo vorum við í hlutverkaleik áðan og þá sagði hún mér að hún væri ólétt af stelpu sem heitir Sýra.
Það er engin kreppa.

3 Comments:

Blogger bibban said...

þér að segja ólafur þá forðast ég það sem heitann eldinn að hitta nokkurn dana sem ég þekki þá meina ég vini og fjölskyldu gnúsans...ég verð étin lifandi...þannig ef ég rekst á einhvern þá þakka ég bara pent fyrir mig og bið að heilsa á klakann

7:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Svo sammála þér með erlendu reikningana. Hverjum íf fjandanum datt í hug að 300þús manna þjóð gæti nokkurn tímann ábyrgst sparnað 3-400 þús manns, algert rugl...
Súrar kveður úr "Nýja" Landsbankanum

10:33 f.h.  
Blogger Óli said...

Bibban: Vá hvað ég skil þig. Danir njóta þess örugglega að rubba þessu inn.

Unnar: Algjört rugl. Keep your spirit up.

12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home