föstudagur, október 29, 2004

Fór til baklæknis í gær. Hann var að benda mér á ýmsa hluti varðandi mína mjög svo tjónuðu mjöðm og hvaða áhrif hún hefur á bakið á mér. Ég fór að spyrja hann út í gervimjaðmarliði sem ég þarf að fá einn góðan veðurdag. Hann sagði mér að þegar til þess kæmi myndi ég vera eins og nýr maður, þeir myndu rétta mig allan til og gera mig góðan. "Frábært" sagði ég, en þá stoppaði hann mig "en það endist oftast bara í 10- 15 ár og ekki æskilegt að skipta oft um". "En hvenær er eðlilegt að fara í svona aðgerð" spurði ég þá. "Ekki fyrr en þú getur ekki sofið fyrir verkjum" Játsa - skemmtilegt.
En gleðitíðindi í dag, verkfalli lokið og hallelúja. Loksins kemst allt í fastar skorður aftur. En þetta er náttúrulega bara frestun, það gæti byrjað aftur eftir 2 vikur tæpar. Skál fyrir því!

fimmtudagur, október 28, 2004

Auglýsingin góða

Hérna kemur hún: http://www.andmenning.com/coolskin.mpg

Here´s Johnny!

Ég held að Austurbæjarskóli hljóti nú að vera með drungalegri byggingum. Ég er oft að vinna frameftir einn í húsinu og þarf kannski að labba frá skrifstofunni sem er niðrí kjallara alla leið upp í ris. Þá er búið að slökkva í öllu húsinu, eina ljósið kemur úr portinu fyrir utan og frá tunglinu. Maður labbar upp stigana og horfir um leið inn á langa gangana. Alltaf þegar ég geri það þá bíð ég eftir að tvíburarnir í Shining birtist allt í einu á hinum endanum - "Óli....Óli....come play with us" með þetta ógeðslega glott á sér og blóðbylgjuna í framhaldinu. Jæks.
Byrjaði í gær með nýjan vefbrowser sem heitir firefox og er bara helvíti fínn. Það er hægt að nálgast hann inn á www.b2.is .
Jæja nú er ég búinn að fá auglýsinguna í hendurnar og fer nú sennilega bráðum að henda henni hérna inn. Jæja ég og tvíburarnir biðjum að heilsa í bili.

þriðjudagur, október 26, 2004

Miðbæjarrotta

Ég var að fá senda auglýsinguna frá Eskimo en að sjálfsögðu virkaði hún ekki, en týpískt. En það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda heldur safna......já einmitt. Fór á hverfisfund fyrir svæði 101 með Þórólfi borgarstjóra og Ingibjörgu fyrrverandi. Þórólfur er minn maður, hann er svo yndislega ópólítískur að hann var að segja sögur af sjálfum sér pissandi á götur Reykjavíkur þegar hann var 14 ára. En það var alveg merkilegt að sitja þarna með reiðum íbúum miðbæjarins oig hlusta á þá kvarta yfir slæmri umgengni um helgar, hávaða frá röðinni á hverfisbarnum og ofhröðum akstri í hverfinu. Ég sat þarna og varð alveg fyrir smá áhrifum en á heildina var ég sennilega sá eini á svæðinu sem fannst næturlíf Reykjavíkur vera í góðum málum og ekkert þurfi að breyta. Flestir sem voru þarna búa á götunni sem að Hverfisbarinn, Celtic, Grand rokk og Bar 11 eru á........Hello! Ok ég skil rökin að þau vilji búa þarna, eiga ekki að þurfa að flytja vegna skemmtistaðana og að allir eigi nú að geta hagað sér almennilega. Það var smá svona "allt var miklu betra þegar ég var yngri" fílíngur. Ég stóð upp og sagði þeim að troða þessu upp í rassgatið á sér, nei ok ég gerði það ekki, en ef þú býrð í miðbænum máttu alveg búast við skrílslátum, drasli um helgar og róna í stofunni sofandi í sófanum þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag dauðþreyttur biðjandi til guðs um blund.

sunnudagur, október 24, 2004

En hvað það er gaman að vera til í dag. Man utd 2 arsenal 0 hí hí hí. Þó að það sé gaman að lifa þá er ég samt hestþunnur frá toppi til táar. Var á ÍTR sudda djammi. Byrjaði á því að vera með leikjafyrirlestur fyrir 10 manns. Það gekk alveg ágætlega held ég, þó að ég hafi roðnað ansi mikið á tímabili og muldrað heil ósköp, þá voru allir bara nokkuð sáttir. Síðan var smellt sér í sal í borgartúni þar sem Nings sá um að fæða liðið. Það var heldur dræm mæting en á endanum var allt komið í rokna gítarstemmningu. Eftir það kíkti ég á Unu og Luciu vinkonu hennar og fór með þeim á dillon og hressingarskálann. Á endanum rauk ég út í e-u fússi og fór einn á 22 og síðan heim. Það er nú meira hvað maður getur verið mikið drama stundum.

föstudagur, október 22, 2004

Ég held að ég sé búinn að finna helvíti á jörðu. Það er í laugardalslauginni, nánar tiltekið í gufunni þar. Ég sat þar áðan og reyndi að láta fara vel um mig. En það er erfitt þar sem maður getur ekki andað. Málið er líka að því lengur sem þú situr þarna, því erfiðara er að labba út. Maður brennir sig í hverju skrefi á leiðinni að dyrunum og að sjálfsögðu sest maður alltaf innst. Ég held að ég geti ekki ímyndað mér verri pyntingu en að vera læstur þarna inni. En djöfull finnst mér höllin miklu betri sundstaður. Allt miklu minna og notalegra. Þar er líka gufan 10 skref frá klefanum og potturinn 3 skref frá gufunni. Gufan er líka miklu þægilegri þar.
Maður er nú bara næstum því farin að vorkenna Þorgerði Katríni. Greyið hvað hún er e-ð að misstíga sig í þessu ráðherrastarfi. En fall er fararheill.

fimmtudagur, október 21, 2004

Svakalega er langt síðan maður hefur skrifað e-ð af viti. En núna er svo gaman hjá mér. Ég var að kaupa mér þetta forláta þráðlausa lyklaborð og mús. Haldiði að þa sé nú lúxus. En það er búið að vera alveg snælduvitlaust að gera í vinnunni og í skólanum. Öll verkefnin er að koma á þessum tíma í skólanum og á laugardaginn á ég að halda fyrirlestur í vinnunni um leiki barna. Ég er stressaður. Í skólanum erum við búin að vera með svaka tónleika og á morgun er leikrit. Þetta er nú meiri kreatívin sem er í gangi þessa stundina. Jæja ég ætla að fara að sleikja nýja lyklaborðið mitt og þreifa betur á músinni.

sunnudagur, október 17, 2004

Búinn að vera hin finasta helgi. Á föstudaginn fór ég ásamt Unu og Þóru og sá hin ofurmagnaða Mugison í Iðnó. Ótrúlegur performer þar á ferð og vil ég hvetja alla að kíkja á hann eða athuga plötuna hans Lonly mountain(held ég að hún heiti?). Stóð þarna einn á sviðinu með tölvu og forláta gítar. Magnaður söngvari og ekki skemmdi að flestir áhorfendurnir voru frá Ísafirði og sungu því með hástöfum.
Á laugardaginn tók ég þátt í júdómótinu. Þar var ég mest megnis á rassgatinu og átti ekki mikin séns í þessar hetjur sem þarna voru á ferð. Það gerðist ansi skondið atvik í seinustu glímunni minni, þar sem að mótherji minn reif nánast af mér buxurnar. Stöðva þurfti glímuna og ég fékk lánaða brók frá ekki ómerkari manni en Bjarna Skúlasyni ofurhetju og júdómanni með meiru.
Síðan var hljómsveitaræfing og bjórdrykkja í tilefni ósigranna fyrr um daginn. Fínt djamm, partý hjá vinkonu Sigga og Hauks Classen, síðan Dillon, Sirkus og 22. Magnaður andskoti.
Jæja bið að heilsa í bili.

föstudagur, október 15, 2004

a sexual

Nú er allt að verða a little bit crazy. Ég er svo að drukkna í lærdómi að það er ekkert venjulegt. Á að skila ritgerð á miðnætti og á enn eftir að skrifa svona 1 bls, en er samt að fara á tónleika með Mugison kl 10 og sit hér að skrifa inn á bloggið. What is wrong with me?
Ég kíkti á lista yfir meinta dópsala i gær og sá þar bara efstan á lista hann pabba gamla...nei djók....það var þarna gaur sem var í öðru sæti á íslandsmótinu i júdó í vor. Hann Máni Anderssen, hver veit nema að hann sé að keppa á mótinu á morgun. Kannski keppir maður bara á móti honum. Annars er þessi listi kannski bara e-ð bull, hver veit?

Ég talaði við Örn í gær. Hann var næstum því búinn að kaupa sér bíl, en nei, þá var bara klesst á bílinn hálftíma eftir að hann skráði hann á sig. Sem betur fer var fyrrum eigandinn við stýrið þegar þetta gerðist og var hann svo elskulegur að hann ætlar bara að láta laga bílinn.
Örn talaði einnig um nýja tegund af fólki sem hvorki er gagn- né samkynhneigt, heldur laðast ekki að neinum. Það er kallað a-sexual. Þannig fólk finnur ekki einu sinni þörf fyrir að eignast vini eða hafa sig e-ð sérstaklega til. Þeir ganga þvi oftast einir um götur bæjarins. Samkvæmt Erni er svona fólk að stofna hreyfingu svona bara til láta vita af sér. Þeir eru nú merkilegir þessir asexuals eða hvorkinékynhneigðir eins og ég hef ákveðið að kalla þá. Það hlýtur að vera gaman að djamma með svona liði. " Hey, hvert eigum við að fara i kvöld?" "Bara helst þar sem að ekkert fólk er" Okey dokey.

Allavega, wish me luck á júdómótinu á morgun.

miðvikudagur, október 13, 2004

Eftir að hafa hlustað á útvarpsþáttinn mín skoðun með gerpinu Valtý birni alla vikuna, er maður bara ánægður að Ísland skeit á sig á móti Svíunum. Hann þykist vita svo mikið og hann var alveg með það á hreinu að við myndum ná góðum úrslitum í þessum leik. Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að Ísland er smáþjóð, með 1-2 frambærilega knattspyrnumenn að meðaltali í hverju landsliði. Ekki miskilja mig, metnaður er finn og það er gaman þegar við náum góðum leikjum. En það er ekki hægt að ætlast til þess að við séum í baráttunni um annað sætið fyrir hverja keppni. Wake up and smell the meðalmennskan.

Nú fer spennan að aukast i sambandi við kanínufeldalufsuna. Ég ætla að spá því að þetta tengist e-m í danmörku. Ég er að hugsa um Ylfu, Söru eða e-a tengda þeim!

þriðjudagur, október 12, 2004

Horfði á Anchorman með Will Ferrell, sem er nátturulega crazy actorboy. Fin mynd í svona líka nettum 80´s fíling. Það er langt síðan ég hef séð mynd sem fangar svona vel andann frá gullaldarárum hormottunar. Ég er að hugsa að reyna að temja mér viljastyrk hans Bubba júdó, sem borðar skyrdós í morgunmat, skyrdós í hádeiginu og einn disk af kvöldmat! Hann ætlar að koma sér úr 95 kg niður i 90 kg fyrir mótið á laugardag. Hann sagði að þetta væri standard hjá lyftingarmönnum að léttast svona mikið á stuttum tíma fyrir mót. Æi ég veit það ekki, kannski full langt gengið, en ég gæti kannski reynt að nýta mér þessa Auswitch aðferð við þyngdarmissi.
You have to test your self at all times!!

Nú hefur e-r verið að striða Óla litla og þóst vilja vera konan mín hérna í commentunum fyrir neðan. Skamm skamm það má ekki gera svona við einmanna desperat menn - Vonda stelpa í kanínufeld.


mánudagur, október 11, 2004

Hún Íris nágranni minn er lítil sæt stelpa sem býr við hliðina á mér. Um daginn þá spurði hún mig hvort ég ætti konu. Ég sagði nei, en bað hana vinsamlegast að fara að leita af slíkri fyrir mig. Hún tók greinilega hlutverk sitt alvarlega, því að ég hitti hana í morgun með konu sem er á aldur við ömmu. Hún stoppaði mig og benti á konuna og sagði, sjáðu Óli ég fann fyrir þig konu! Konan var ekki beint svona G.I.L.F.

Ég gleymdi lika alveg að minnast á þær sorgarfréttir að Zimmi kisinn hans Arnar var að deyja i gær. Örn, Boy!, ég samhryggist!


sunnudagur, október 10, 2004

Búin að vera barasta hin rólegasta helgi, sú þriðja í röð....(þetta er farið að vera sorglegt)...drakk reyndar nokkra bjóra í gær með Unnari og Gagga. En það var bara rólegt. Fór í gær með Bubba júdókappa að lyfta niðrí laugardagslaug, við völsuðum bara þarna inn án þess að spyrja kóng né prest né sturtuvörð. Bubbi hefur æft ólympískar lyftingar og er meira að segja fyrrum íslandsmeistari í greininni. Það var mjög fínt að fara með honum, sérstaklega í ljósi þess hvað hann hefur ólíkar áherslur miðað við það sem maður á að venjast. Meiri svona þungt og sjaldan...sprengikraftur og power ha tjaaaallllliiinnnn..eins og vinir mínir í kallinn.is myndu segja. Eða reyndar myndu þeir segja hestmassaður og troddu því í grímuna.
Þegar ég tók strætó heim úr pyntingunum með Bubba, þá byrjaði e-r furðufugl að tala við mig í strætóskýlinu. Hann var svo leiðinlegur að þó að ég svaraði alltaf með andstuttu Jái og væri stöðugt að skoða símann minn eins og ég ætti von á mikilvægu smsi, þá hélt hann ótrauður áfram að tala um Norðlensk skáld og mállýskur í skagafirði. Þannig að ég sneri mér að honum og ældi yfir hann allan....nei ok ég gerði það ekki, en þetta er definetly ókostur við að vera löggiltur strætófarþegi. Weirdos!
Búin að vera að reyna að koma mér í lærdómsfluggírinn og gengur það svona upp og niður.
Núna er ein vika í fyrsta júdómót vetrarins....og tjjallllinnn bara búinn að skrá sig...(nei ok nú er ég hættur að tala svona), en þetta verður aðeins annað mótið sem ég tek þátt í þar sem allir mega vera með, ég hef nefnilega bara tekið þátt í byrjendamótum. Þannig að þetta verður áhugavert...vægast sagt.

föstudagur, október 08, 2004

Það sem fer í hringi

Nú er enn og aftur komið í ljós hvað Óli litli getur verið vitlaus. Búinn að vera að tala um, seinustu tvo mánuði, við alla sem ég hitti, hvað það sé lítið að gera í skólanum og þetta sé nú allt saman bara frekar létt!!! En eins og segir í kvæðinu, það sem fer í hringi, kemur í hringi.....sem þýðir að nú er ég komin í leiðindamál í skólanum og þarf að læra eins og crazy ass m%/&$(fucker næstu vikurnar. Það er svo auðvelt að geyma hluti og liggja frekar í leti, en síðan þegar maður loksins drullast til að gera e-ð þá skilur maður ekki af hverju maður var að geyma þá in da first place! Æi er þetta ekki bara gott á mann. Jæja best að fara að læra!

miðvikudagur, október 06, 2004

Hr. sundlaugarvörður

Fékk algjört flashback aftur í barnaskóla í dag. Var í sundi í morgun og hitti þar gamlan góðvin og bekkjarfélaga hann Volla. Hann var þarna í sundi með félögum sínum úr leiklistarskólanum og þeir voru e-ð að fíflast. Þegar ég var að fara upp úr þá stökk volli ofaní laugina af brettinu, sem var lokað. Vörðurinn gerði sér lítið fyrir og rak hann upp úr! Þannig að þegar Walter, eins og hann heitir nú, kom inn í sturtuna flissandi yfir þessu, var bara alveg eins og vera kominn aftur árið 1992. Spá í verðinum að reka hann upp úr, klukkan var 9 um morguninn og enginn í lauginni. Sumir taka starfið sitt of alvarlega.

Jæja nú er ég farin að biðja fyrir lausn á kennaradeilunni á hverjum degi. Ég er kominn með ógeð á þessu ástandi. Engin börn og tóm óhamingja.

þriðjudagur, október 05, 2004

Dagurinn byrjaði líka svona svaka vel í dag, fór í sund og beint á vigtina....bara 86.5 kg. Þetta er nebblilega allt að koma. Fór svo í vinnuna í dag og fékk mér morgunmat. Þar settist ég hjá manni og byrjaði að spjalla við hann. Í þessum samræðum sem og mörgum öðrum, kom i ljós hvað ég tala óskýrt. Samræðurnar voru svona: Ég " hvað heitir aftur kokkurinn í skólanum ?" Maður " hann heitir Argon" - Ég " er hann veikur í dag?" - Maður " nei, hann er frá Albaníu". Ég nennti ekki að leiðrétta misskilninginn. Síðan í sömu andrá kom inn einn af skrýtna fólkinu sem vinnur með mér og snýtti sér eins hátt of hann gat um leið og ég kyngdi súrmjólkinni!! Ok ég verð aðeins að tala um þetta. Hvað er með fólk sem snýtir sér við matarborðið? What the fuck is that about? Þetta er ógeðslegt. Halló, fólk vill ekki vita neitt um vessa sem koma út úr manni þegar verið er að borða.....eða bara hvar sem er....farðu á fokking klósettið og gerðu þetta þar....Lýðskrum!

Mæli með að horfa myndina A mighty Wind sem er frá sömu súrkálshausunum og gerðu Best in show. Hin frábæri leikari Fred Willard fer þar með smá hlutverk, en stelur senunni þegar hann kemur með hugmyndir um hvernig tónleikahald hljómsveitarinnar ætti að fara fram. Tjékkið á honum hér http://www.imdb.com/name/nm0929609/.


laugardagur, október 02, 2004

1984

Allt að verða vitlaust út af höfundarétti og lögregluaðgerðum tengdum því. Margir sem hafa verið að nota DC++ eru að missa sig í paranoiu. Fólk talar um að löggan sé á leiðinni og allir þurfi að skrúfa hörðu diskana sínu úr og koma þeim á öruggan stað. Ok Róum okkur niður. Notendur á DC eru um 5000 á góðum degi, á að fara að segja manni að löggan ætli að busta alla sem eru skráðir þar. Held ekki. Líklegast er að þeir taki þá sem eru að dreifa efni til annarra en ekki þá sem downloada til einkanota. Hver veit? Kannski eru þeir að fylgjast með mér núna? Kannski eru þeir að fylgjast með mér í gegnum skjáinn? Ætti ég að gretta mig framan í skjáinn? Ætli ég verði þá með þeim fyrstu sem verða teknir?
Helviti eru Cardigans góðir, var að downloada(!!!! HA Ha Ha) plötu sem heitir long gone before daylight. Mæli með að tjékka á henni.
Ég skil ekki alveg þessar aðgerðir hjá löggunni. Að mínu viti er þetta er hopeless barrátta. Ef þeir taka DC úr sambandi, þá róast allt niður í nokkra mánuði og síðan byrja bara e-r aðrir. Það er ekkert hægt að stoppa þetta. Og hvar er allur skaðinn? Það er ekki eins og t.d. fikniefnasala með augljósum neikvæðum áhrifum. Kannski eru útgáfufyrirtækin að tapa smá peningum en hverjum er ekki sama um þau...þau eru bara að fá áratuga misnotkun á tónlistarmönnum í bakið. Ok listamenn tapa peningum, en hver vill græða of mikinn pening á tónlist og enda eins og Micheal Jackson. Frekar að njóta þess að fleira fólk er að hlusta á tónlistina og þar af leiðandi fleiri gestir á tónleikum. Ég myndi nú bara vera glaður ef ég væri að gefa út tónlist og allir væru að downloada mínum lögum. Þá er allavega e-r að hlusta. Þetta er djöfulsins peningadjöfullinn að stýra þessum aðgerðum. Niður með löggjafavaldið!

föstudagur, október 01, 2004

Ghost

Jæja búinn að eiga ágætis spjall við Unu í kvöld. Hún hefur flutt sig um set frá menningarborginni London yfir í heimsborgina Reykjavík. Hún er meira að segja bara nágranni minn og býr hér á Bergþorugötunni. Ég sem átti að vera að gera verkefni í skólanum en það verður að klárast á morgun. Æi það er svo gaman að fresta hlutum.....það veitir manni þessa innilegu fölsku vellíðunartilfinningu. Ég er farin að halda að ibúðin mín sem andsetin. Andsetin af the lazyghost. Alltaf á leið heim úr vinnunni þá ákveð ég allt sem ég ætla að gera þegar ég kem heim, en um leið og ég stíg fæti inn þá bara gerist ekkert. Ég sogast bara að tölvunni, gítarnum eða sjónvarpinu. Þetta tel ég allt vera yfirnáttúrulega atburði sem ekki sé hægt að útskýra öðruvísi en með herðatrjám og segulmælum. Hvar eru Ghostbusters þegar maður þarf á þeim að halda?

Tvö dæmi um kverkartak sjálfstæðismanna á íslensku samfélagi nýverið. Tinna Gunnlaugs ráðin leikhússtjóri þrátt fyrir, að margra mati, umsóknir annarra hæfari einstaklinga og síðan Jón steinar ráðin hæstardómari vegna þrýstings úr öllum áttum. Er ekki best að skrá sig í flokkin sem fyrst.....þ.e.a.s. ef maður ætlar sér upp stigann.


P.S. ég verð að benda ykkur á þessa ótrúlegu síðu sem ég rakst á áðan. www.kallarnir.is. Ég gat ekki hætt að lesa þessa vitleysu, en ef þú ert frá Selfossi, þá segi ég bara það var ekkert! Endilega tjékkið á hvað þeir segja um brúnku þarna í tan og muscle til hliðar..SSSHHHHIIITTT.