sunnudagur, október 29, 2006

Smokey Robinson


Loksins loksins fann ég lagið sem var límt við heilann í 6 mánuði og ég gat engann veginn vitað hver flutti. Þetta lag var í einhverri bíómynd sem ég sá og setninginn "So take a good look at my face" var búinn að hljóma endalaust í heilahvelinu mínu. Þangað til að ég fann Rolling stones magazine´s 500 greatest songs of all time. Þar inni datt ég á lagið The track of my tears með Smokey Robinson. Lagið komið, gjörið svo vel að tjékka á því hér: http://radioblogclub.com/search/0/the_track_of_my_tears
Annars horfið ég á svaka mynd í gær eða United 93. Áhrifarík ræma svo ekki sé meira sagt. jæja verð að halda áfram að forða barninu frá hættum heimilisins. Sem er allt í íbúðinni.

fimmtudagur, október 26, 2006

hvaladrap og Gegndrepa


Hversu hallærislegur er Gegndrepa? Hver var það sem ákveður peningastreymi í íslenskt sjónvarpsefni á skjá einum. Landsins snjallasti, íslenski bachelorinn og nú þetta. Ótrúlega smart fólk í þessum leik sem eru sum tilbúin að fela sig í ruslageymslu í 5 klukkutíma til að gera "árás" á fórnarlambið.
Nú hafa hvalveiðar mikið verið ræddar á mínum vinnustað. Ég er ekki frá því að afstaða mín hafi breyst eilítið eftir að mér var tjáð að hvalastofninn við Island er í nokkuð góðum málum. Fréttaflutningur af þessu máli finnst mér hafa verið svolítið sérstakur þar sem að þetta hefur lítið komið fram. Einnig vissi ég ekki að bandaríkjamenn, japanir, grænlendingar og fleiri þjóðir stunda hvalveiðar og hafa stundað síðustu ár. Mér fannst alltaf helstu rökin vera sú að hvalir væru í útrýmingarhættu. En það fer víst eftir hvar í heiminum er verið að tala um. Þeir eru víst í hættu við suðurskautið en ekki hér. Er þá ekki hálfpointless að vera að mótmæla þessum veiðum og sérstaklega fyrir breta eða aðra evrópubúa að fordæma okkur. Er þá ekki alveg eins hægt að fordæma nautgripadráp eða kjúklingadráp. Spurning hvort að ekki sé hægt að stunda þessar veiðar þannig að vel sé fylgst með stofninum og gera þetta eingöngu ef það borgar sig. Það voru víst japanir hér á landi til að meta kjötið á þeim skepnum sem veiddar hafa verið. Þannig að það virðist þó vera e-r markaður fyrir hvalkjötið.

þriðjudagur, október 24, 2006

Endalok nu!

Ég lá upp í rúmi í gær og las hina stórgóðu bók Best movies of the 70´s. Þar er farið stuttlega yfir hverja stórmyndina á fætur annarri frá þessum áratug og fjallað aukalega um eina persónu sem tengdist myndinni, t.d. leikstjóra eða aðalleikara. Sérstaklega var gaman að lesa um Apocalypse now þar sem sagt er frá því hversu hryllilega Coppola gekk að koma henni á koppinn. Harvey keitel átti að leika aðalhlutverkið í fyrstu en var skipt út fyrir hinn lítt þekkta Martin Sheen sem hálfpartinn missti vitið á tökustað og fékk meðal annars hjartaáfall. Flestir hermunir sem þeir notuðu voru í láni frá einræðisherra Filipseyja þar sem myndin var tekin upp. Landið stóð í borgarastríði og þurfti Marcos að fá þyrlurnar sínar reglulega tilbaka með stuttum fyrirvara til að taka þátt í bardögum. En alveg ótrúlegt fannst mér þó að lesa að samkvæmt þeirra mati þá bætti Redux útgáfan sem kom út um árið, engu við upprunalegu myndina! Að mínu mati þá gerði hún það svo um munar. Ég sá upprunalegu myndina og skildi alls ekki hvað allir voru að tala um. Mér fannst eiginlega ekkert varið í hana. En svo sá ég Redux og snilldin lá í augum uppi. Frábær mynd.
Gaman var að lesa um leikstjórann Micheal Cimino, sem voru allir vegir færir eftir að hafa leikstýrt hinni frábæru Deer Hunter. Besta mynd allra tíma að mínu mati! Hann kom þá með dramatískan vestra sem heitir Heaven´s Gate. Sú mynd er almennt talin vera algjört flopp eða Megaflopp, þar sem að hún kostaði offjár og setti heilt kvikmyndaver á hausinn. Einnig er talið að listrænt frelsi leikstjóra hafi minnkað til muna eftir þá mynd. Oftast er talað um þessa mynd í sama flokki og Waterworld, Eyes wide shut og The adventures of Pluto nash (sú er víst mesta flopp allra tíma!).
En hvað er málið með þessar hvalveiðar? Er þetta ekki e-r tímaskekkja og í raun skref í ranga átt. Ég skil ekki af hverju þetta var ákveðið eftir allan þennan tíma. Einn maður sem græðir sem fyrir á nóg af peningum og afleiðingar á heimsvísu gætu verið miklar. Whats up?

sunnudagur, október 22, 2006

Að horfa a sjonvarpið

Já það var lítið annað gert um helgina en að horfa á sjónvarpið. Við fórum reyndar í gær með Gústa og Katrínu í Húsdýragarðinn. Eftir það löbbuðum við um bæinn á leiðinni heim og hittum alla Airwaves ferðamennina sem voru u.þ.b. 99% af öllum þeim sem voru í bænum. Ég er búinn að horfa á nokkrar snilldarræmur um helgina og þar ber hæst The Departed sem var frábær. X-men 3 var fín eins og hinar tvær fyrri myndirnar. Í gær gerðum við heiðarlega tilraun til að horfa á The da vinci code, en gáfumst fljótt upp. Frekar slöpp verð ég að segja. Svo eru það allir þættirnir eins og Heroes og Lost, sem fer mjög vel af stað.
Í morgun tók ég daginn snemma og skellti mér í sund í vesturbæjarlaugina. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég fer í sund er að fara í gufuna. En gufan í þessari laug er eins og setustofa helvítis.
Nú er það orðið official. Ég sagði mig hreinlega úr öllum fögum á þessari önn í skólanum. Ég var ekkert að sinna þessu og var um ekkert annað að velja. Leiðinlegt en ætti aðeins að fresta útskrift um eitt ár. Ég bið ykkur vel að lifa.

miðvikudagur, október 18, 2006

Rör komin i eyrun

Við fórum upp á spítala með barnið í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað beið okkar. Strunsuðum upp á 4, hæð grútmygluð og hálfrænulaus. Þegar þangað kom tók á móti okkur svona líka helv hress læknir sem róaði taugarnar mikið. Ég var búinn að sjá fyrir mér að aðgerðin tæki nokkra klukkutíma og svo yrði matta að vakna fram að kvöldmat. En svo var nú aldeilis ekki. Hún fór í aðgerðina kl. 9:00 og hún tók u.þ.b. 25 mín. Þegar við tókum svo við henni þá vaknaði hún strax nokkuð brött og sofnaði ekkert fyrr en hún kom heim. Hún er búin að vera mjög hress síðan þá og virðist allt hafa tekist vel.
Á morgun ætti svo fyrsti heili vinnudagurinn í langan tíma að renna upp, þar sem að ég hef verið meira eða minna frá vinnu alla síðustu viku. Best að fara að hlaða batteríin.
Talandi um það þá fékk ég heldur betur vonda uppvöknun í gær. Ég var að skoða myndasíðurnar mínar og datt inn á partýmyndir frá því í fyrra. Guð minn góður hvað ég þarf að taka mig á. Við erum að tala um fyrir 15 kílóum síðan. Mér finnst eins og ég hafi elst um 15 ár! á þessum myndum. Hingað og ekki lengra. Nú verður gert e-ð róttækt. Segir hin nýji og betrumbætti Óli. Á leiðinni á vatns- og hafrakúrinn sem var svo vinsæll í Síberíu í ww2.

mánudagur, október 16, 2006

Á lansann again


Á morgun þarf prinsipessa að fara á spítalann í aðgerð. Það á að setja í hana rör vegna eyrnabólgu og erum við hjónaleysurnar óneitanlega eilítið stressuð yfir þessu. Ég held að öllum finnist óþægilegt þegar það þarf að svæfa börnin manns og erum við engin undantekning. En við verðum að treysta því að almenn heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé upp á 10. Sem hún er, eins og Matthildur er auðvitað lifandi dæmi um. En ég vill nú nota tækifærið og óska Hauki og Írisi til hamingju með tvíburana sem þau voru að eignast. Tveir myndarpiltar komu þá í heiminn, nánar tiltekið í Danmörku. Frábært að heyra þetta og bara innilega til hamingju.
Talandi um Danmörku þá var ég að frétta það í gær að Ösp, vinkona Völu, er hálfsystir Árna sem var yfirmaður minn á Dominos í Danmörku. Það er e-ð svo skrýtið að ég hafi kynnst þeim í sitthvoru lagi án þess að vita að þau eru systkyni. Ísland, litla Ísland.
En við vorum með smá spilakvöld hérna á laugardaginn. Sem var ágætt nema að við spiluðum lítið heldur leystist allt upp í e-ð rugl frekar fljótt. Sumir of drukknir, aðrir of þreyttir og enn aðrir of málglaðir. jæja best að halda áfram að co - horfa á so you think you can dance ( co - horfa athugið).

föstudagur, október 13, 2006

gott TV


Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Litla barnið hér að ofan ætlar ekkert að losna við magakveisuna sína. Hef verið heima með hana í allann dag. Partur af skipulagsbreytingunum á íbúðinni í gær var að setja rúmið hennar inn í sitt herbergi. Við ætluðum svo að láta hana sofa sína fyrstu nótt í sínu herbergi í gær. Það gekk allt mjög vel þangað til að móðirin sótti hana kl. 23:45. "Æi hún er veik og henni líður ekki vel". Allavega gott að við byrjuðum af hörku. En um miðja nótt vöknuðum við þegar magakveisan struck again with a vengance. Allir í bað og skipta á rúminu kl. 5:00. Mjög hressandi leið til að vakna.
Nú er mikið af góðum sjónvarpsþáttum í gangi og vil ég hvetja fólk til að tjékka á Balls of steel og Rescue me, tveir fantagóðir þættir. Einnig gæti Tekinn verið ágætt. Hafið það gott í kvöld.

Allt er a tja og tundri

...Nú er mikið tiltektarátak búið að vera á heimilinu í öllum veikindunum. Ég var heima með barnið í dag en þurfti nauðsynlega að drífa hana með mér í vinnuna fyrir hádegi til að klára launin fyrir starfsfólkið. Það er nú skemmtilegra að fólk fái launin sín þó að þau séu nú ekki há. Það er eiginlega hálf magnað hvað mér tókst að koma miklu í verk með hana undir arminum. Þetta virkaði þannig að ég fór með hana í dúkkukrókinn í Draumalandi og labbaði svo aftur að skrifborðinu og vann í nokkrar mínútur eða þangað til að hún var búin að skríða frá dúkkukróknum og að skrifborðinu. Það er reyndar bara þrjú skrefm en þegar maður er með svona stutta útlimi þá tekur það nokkrar mínútur. Þegar kom að borðinu og bankaði og öskraði að ég ætti nú að sýna henni athygli þá tók það sama við aftur og aftur og aftur þangað til að ég var búinn að reikna út alla yfirvinnutímana og Matta var búin að skríða 400 sinnum sömu leiðina. Mjög skemmtilegt.
En eftir hádegi þá vorum við Matta í þvílíkum tiltektarham að móðirin var neydd til að taka þátt þegar hún kom inn um hurðina hálfslöpp greyið eftir erfiðan dag og veikindi síðustu daga. Við endurskipulögðum alla íbúðina og ég tók meira segja til í tölvunni. Ég varð að færa tölvuna yfir í nýjan kassa sem ég hef aldrei áður gert einn og óstuddur by the way. Það tókst ágætlega að ég trúði mjög heitt, nema hvað að þegar að ég kveikti á henni þá komu smá upplýsingar um skjákortið en svo stóð bara Boot Failure: System halt. Bara blank screen???? Veit einhver þarna úti hvað þetta þýðir og ef svo er, gæti sá hinn sami hringt í mig eða heimsótt mig og hjálpað mér. Það þætti mér mjög gaman.
En ég læt þetta duga í bili, lifið heil á öldum ljósvakans.

miðvikudagur, október 11, 2006

Allt bilað!

Nú eru skrýtnir hlutir að gerast hér á heimilinu. Það virðist sem öll raftæki sem við eigum hafi ákveðið að segja hingað og ekki lengra. Það er allt að bila. Um daginn þá dó tölvan mín, skjávarpinn er byrjaður að drepa á sér reglulega, sjónvarpsloftnetið er dottið út, ég get ekki lengur sent sms á símanum mínum, ísskápurinn er að hrynja, eldavélin gæti sprungið any day now og svo síðast en ekki síst eru þær mæðgur báðar fárveikar (þó að þær séu ekki raftæki).
Ég er sem sagt búinn að vera heima frá því í gær, með veikar mæðgur. Ég held að það sé e-ð að ganga þar sem að helmingurinn af þeim sem ég þekki eru veikir.
jæja best að fara að gefa barninu að borða og koma sér á lappir, en er ekki Money for nothing góð plata??

sunnudagur, október 08, 2006

Hver er maðurinn?

Já stórt er spurt. Kannski er réttara að segja hvar er maðurinn búinn að vera?? Svarið við því er einfalt. Í djúpu kóma sem einkenndist fyrst og fremst af vinnu og andlegri ofþreytu. Öll þessi íbúðarmál hafa tekið sinn toll, en það virðist sem okkur sé loksins að takast að koma e-u systemi á hlutina hérna. Ennþá vantar okkur þó að klára baðherbergið. Í byrjun haustsins þá ætlaði ég að skella mér á fullu í skólann með vinnunni og skráði mig í 17 einingar. En þegar allt stressið hófst þá ómeðvitað (eða meðvitað, hver veit) tjékkaði ég mig frá öllum skólamálum. Ég var fyrst í kvöld að kíkja á námsvefinn og sá þá nokkra hættulega pósta frá samnemendum og kennurum að spyrjast um hvort að viðveru minni á þessari jörð væri lokið eður ei. Tölvan mín gafst upp um daginn og á svipuðum tíma keypti Vala sér nýja macbook pro. Ég hefði svo sem getað gert við tölvuna mína en ég nenni því ekki. Mig langar í nýja tölvu!!! Ég er kominn með ógeð að nota tölvu sem er full af drasli og lélegu hardware. Makkinn heillar mjög, gott að vinna á þær, mjög flottar og nýverið hægt að keyra þær upp með windows. Það er sem sagt margt að gerast í dag, kíkti aftur á skólamálin og bloggaði!
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér nýtt blogg. Ég tók mig til um daginn og las allt bloggið mitt frá upphafi. Ég er ekki frá því að sá sem skrifar nú sé ekki sá sami og skrifaði þá. Barneignir hafa þessi þroskandi áhrif á mann býst ég við. out.