laugardagur, júní 30, 2007

School is out for summer...



...eða reyndar er það job is out for summer. Ég er kominn í sumarfrí í fjórar vikur. Lengsta frí sem ég hef farið í á ævinni. Helgin hefur verið viðburðarrík í meira lagi hjá fjölskyldunni. Á föstudag fórum við yfir heiðina, gegn læknisráði, í grill til Mörtu og fjölskyldu. Þarna voru samankomin öll mín nánasta fjölskylda í móðurætt og var dýrindismatur á grillinu í dýrindisveðri.
Það eru komnar inn nokkrar myndir inn á myndasíðuna.
Í dag var svo farið í húsdýragarðinn þar sem Matta og pabbinn fóru á kostum á trambólíninu. Eftir það var farið í tvö barnaafmæli, fyrst til Friðriks Antons og svo til Benjamíns Ólafssonar og Biddu.
Í kvöld þarf maður svo að hvíla lúin bein fyrir átökin á morgun í körfunni.

Ísland í dag.

Það er óhætt að segja að leiðindastaða sé komin upp hjá okkur Völu hvað varðar óléttuna. Þetta mál er flókið og sama hvert við höfum leitað í kerfinu alltaf endum við á vegg. Málið lítur svona út.

Nr. 1 - Fæðingarlæknir og ljósmóðir sem Vala hittir í auknu eftirliti vegna áhættumeðgöngu hafa ráðlagt henni að stunda enga vinnu fram að fæðingu. Að auki má hún lítið gera heimavið og ekki ferðast lengra en 15 mínútna fjarlægð frá spítalanum, sem sagt ekkert! Svona ef fæðingarferlið færi nú af stað eins og síðast.

Nr. 2 - Við sóttum um sjúkradagpeninga hjá T.R., sem við fengum en upphæðin nemur um 30 000 kr. á mánuði.

Nr. 3 - Síðast þegar við lentum í álíka aðstöðu bjuggum við ekki saman og því gat Vala sótt um styrk hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkur. En núna erum við skráð í sambúð og því getum við ekki fengið styrk. Nema ef við værum með minna en 170 000 kr samtals í laun á mánuði fyrir skatt.

Nr. 4 - Annar möguleiki væri ef Vala gæti farið á tímabundna örorku. Þeir sem þekkja hana vita að hún er með uppspengt bak og þjáist mjög vegna þess. Og auðvitað mun meira á meðan á meðgöngu stendur. Hún fór því, samkvæmt ráðlegginu, til heimilislæknis en sá aumi skottulæknir hló bara upp í opið geðið á henni. Ekki mikil hjálp þar á bæ.

Nr. 5 - Annar möguleiki var að Vala gæti farið á atvinnuleysisbætur en þar sem að hún þiggur sjúkradagpeninga og er óvinnufær er það ekki í boði.

Nr. 6 - Annar möguleikinn var að Vala gæti fengið framlengingu á fæðingarorlofinu vegna aðstæðna og byrjað tveimur mánuðum fyrr í orlofi. En það er víst ekki í boði fyrir námsmenn!!

Nr. 7 - Ég er nú ekki mikill hálaunamaður og eins og þetta lítur út núna verður Vala alveg launalaus þangað til að barnið fæðist.

Ef við hefðum bara svindlað á kerfinu og ekki skráð okkur í sambúð. Og bara að Vala hefði ekki farið í skóla. Meikar þetta sense?

fimmtudagur, júní 28, 2007

Hversdagsleikinn.

Ég er búinn að vera að reyna að taka myndir af nýja herberginu en það er ekki hægt. Ég set myndirnar sem ég tók hér með en þær eru náttúrulega alveg fáránlegar. Málið er að herbergið er svo lítið og þegar að rúmið okkar (King Cal) og þessi hjúmó skápur sem við keyptum, eru kominn inn þá er ekkert pláss eftir. Þess vegna er engin leið að sjá á þessum myndum hvað herbergið er orðið glæsilegt. Fólk verður þá bara að koma í heimsókn og sjá þetta fína írska handbragð sem er á herberginu eftir mig. Ég er allavega ekki nógu og góður ljósmyndari til að ná fram glæsileikanum.

En núna er Matta búin að vera á leikskóla í nokkrar vikur. Leikskólinn hennar er leikskólinn sem ég vann á í mörg ár og heitir Hagaborg. Deildin sem hún er á er líka deildin sem ég byrjaði að vinna á back in the day. Svo er líka Ylfa að vinna á þeirri deild en hún var nú lengi vel með tengil hér inn á síðunni.

Mér finnst alltaf svo gott að koma á Hagaborg, það er erfitt að útskýra en fyrir mig er þetta svona hálfgerður griðarstaður. Það eru fáir staðir eða samstarfsfólk sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og Hagaborg og þeir sem unnu/vinna þar. Það er skrýtið að hugsa til þess hvað líf mitt væri öðruvísi ef ég hefði ekki byrjað að vinna þar fyrir löngu síðan eða um áramót árið 2001.

Ég hefði ekki kynnst öllu þessu frábæra fólki og börnum, ég hefði sennilega ekki farið í Kennó, þá hefði ég ekki kynnst öllu frábæra fólkinu þar, t.d. Maríu sem benti mér á að skoða vinnu á frístundaheimili sem ég og gerði, og ég hefði ekki byrjað að vinna í Draumalandi með öllu yndislega fólki og börnum þar.

Þegar ég kem inn á Krílaland með Matthildi þá er ég ennþá að fatta að ég sé að koma með barn í leikskólann. Ég er alltaf hálfpartinn á leiðinni inn á kaffistofu og svo að vinna. En ég held að Matta sé mjög ánægð og glöð að vera þarna. Þó svo að það sé auðvitað mjög furðulegt fyrir foreldrana að Matta eigi sér annað líf sem við vitum takmarkað mikið um.

Svo er Matta auðvitað e-ð smá að fatta að mamman er með kúlu. Meðgangan hefur gengið svona þokkalega og við vonum bara að það haldist þannig næstu vikurnar. Við fengum loksins að fara í sund saman öll fjölskyldan, en við skelltum okkur í Vesturbæjarlaugina um helgina eftir að læknarnir leyfðu Gerði að taka nokkur sundtök.

Svo er sjálfur á leið í sumarfrí eftir tvo daga sem verður SWEET. En áður en maður leggst í e-a leti þá er næsta mál á dagskrá streetball mótið á sunnudag. Tveimur æfingum er lokið hjá Bumbunni og gengu þær nokkuð vel. Menn eru flestir frekar þéttir á velli en ná að skila sínu. Ég er aftur á móti jafn óhittinn eins og ég er myndarlegur, en í skotæfingunni náði ég mest 3 af 15. VEI.

Hvet alla til að mæta á sunnudaginn og klappa okkur áfram. Við þurfum nefnilega að spila 4 leiki sem getur verið ansi erfitt fyrir svona gamla og stirða menn.
En hérna koma myndirnar:





þriðjudagur, júní 26, 2007

Duglega fólkið

Við Gerður höfum verið að taka íbúðina í gegn um þessa helgi. Við erum bæði alveg búin á því þar sem við höfum ekkert stoppað í 3 daga.
Við vorum og erum svo þreytt á íbúðinni okkar að við ákváðum að skella okkur í að taka svefnherbergið í gegn.

Málið er nefnilega það að við gerðum þau reginmistök þegar við fluttum inn að við kláruðum ekki eitt herbergi í einu. Frekar gerðum við e-ð í öllum herbergjum en kláruðum ekkert. Svo kláraðist peningurinn og þolinmæðin, allt vandist nokkuð vel og ekkert var gert meira í því.

ÞANGAÐ til núna. Við þurftum að rífa parketið af, mála veggina, mála gluggana, setja nýtt parket og lista og síðast en ekki síst...setja upp nýju skápana okkar. Þessi íbúð hefur nefnilega aðeins einn stóran ókost en það er lítið sem ekkert geymslu- eða skápapláss. Nú er það aðeins búið að skána og við getum sátt við unað.

Þessi vika er svo síðasta vikan mín áður en ég fer í sumarfrí. Ég fæ í fyrsta sinn á ævinni heilt 4 vikna sumarfrí. Vei ó vei! En það er engin afslöppun maður þarf að byrja á næsta hergbergi til að klára...eldhúsið?, stofan?, baðherbergið?...það er spurning. En allavega þá öndum við Valgerður pínu léttar þar sem að við getum án nokkurs vafa sagt "Fyrsta herbergið er fullklárað í íbúðinni okkar (sem við reyndar fluttum í fyrir rúmu ári síðan).

Fyrir neðan eru myndir frá því hvernig herbergið leit út áður en við byrjuðum sem sagt before, en after myndirnar verða að bíða til betri tíma. Annars setti ég nokkrar myndir inn á myndasíðuna.









sunnudagur, júní 24, 2007

Götumynd frá Nígeríu



Ég held ég sleppi því að fara til Nígeríu, allavega svona á næstunni. Það er e-ð sjúklega vitfirrt við þessa mynd.

laugardagur, júní 23, 2007

Hvað er að Geir Ólafs?

Geir Ólafs er fyrir mér eitt stórt spurningarmerki. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að hann sé veikur á geði eða í besta falli ofuróeðlilega athyglissjúkur. Ég er viss um að margir samlandar mínir, og sennilega allir sem hafa hitt Geir, séu búnir að mynda sér svipaða skoðun á kauða. En samt sem áður virðist hann vera nokkuð einlægur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann virðist vera svona go-getter sem gerir bara hlutina.
Ég verð líka að viðurkenna að ástæðan fyrir því að ég tel hann vera veikan á geði er að nokkru leyti byggð á öllum þeim kjaftasögum sem ég hef heyrt um hann. En skoðun mín er líka byggð á því þegar ég sá hann riðlast á uppblásinni dúkku í sjónvarpinu um daginn.
Það er kannski best að það komi fram á þessu stigi málsins að Geir er frændi minn. Ég þekki hann reyndar ekkert og hann veit ekkert hver ég er. Við erum ekkert náskyldir og ég man aldrei eftir að hafa hitt hann. Og þó við séum e-ð skyldir þá breytir það ekki minni skoðun að hann sé eilítið takmarkaður í heilasellufjölda.

Í dag í nokkrum fjölmiðlum var fjallað um væntanlegan fund Geirs við Nancy Sinatra. Geir var víst á leið til Los Angeles að ræða hugsanlega tónleika Nancy á Hótel Íslandi. Geir og Big bandið ætla að spila og Nancy fær að hita upp fyrir Geir.

En í þessari grein komu fram nokkur atriði sem gera það að verkum að hver sem les viðtalið, án þess að viðkomandi viti nokkuð hver Geir Ólafs er, mun samt þykja hann dúbíus í meira lagi.
T.d. þegar hann segist vera með “meðmælabréf” frá mjög hátt settum mönnum hér á Íslandi. Þessi bréf býst ég við að hann ætli að fara með til Nancy og sýna henni. Hvaða menn ætli þetta séu? Mennirnir sem stimpla atvinnuleysiskortið hans?

Möguleg sena þegar Geir sýnir bréfin:
"yes, these are letters of recommendation from very v.i.p. people in Iceland. This one is from Nonni, he is a boss in a office. This one is from Peter, he is a drum player in the biggest band in Iceland. It´s called Furstarnir, do you know them?"

Ennfremur segir hann í viðtalinu að íslendingar hafi trú á sér og hann vonar að öll þjóðin hugsi fallega til sín og hjálpi sér að láta þetta verða að veruleika.
Bíddu nú hægur. Hver segir svona?
Ekki nema viðkomandi sé fyrsti íslendingurinn til að reyna við heimsmetið í pylsuáti! Þetta hljómar svo sjúklega örvæntingarfullt og veruleikafyrrt. Svipað og þegar hann tók þátt í Eurovision og sagði að ef hann yrði valinn þá myndi hann “vinna þessa keppni”. Og starði svo um leið í augu fréttakonunnar með ice blue augunum sínum til að fullvissa hana að honum væri alvara.

EÐA kannski er Geir bara ein af þessum týpum sem eru svona "driven to success". Hann fer ekki alltaf auðveldustu leiðina að hlutunum en kemur þeim þó í verk og er skítsama hvað öllum hinum finnst.
Eða kannski er hann bara NuTcAsE?

fimmtudagur, júní 21, 2007

My left foot!



Um daginn var grein í mogganum í tilefni af 50 ára afmæli barnaspítala Hringsins. Í þessari grein var tekið viðtal við fjórar manneskjur sem hafa legið á spítalanum einhvertímann á þessum 50 árum. Einn af þessum fjórum var Siggi Sveins handboltakappi. Hann fékk nefnilega sama sjúkdóm og ég, eða Perthes sjúkdóminn.

Þessi sjúkdómur lýsir sér sem svo að hann drepur beinvefinn í mjaðmarkúlunni þar sem að hann fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkandi blóðflæðis. Sjúkdómurinn leggst á börn frá 2 - 12 ára aldurs og er 5x algengari hjá strákum en stelpum.
Sjúkdómurinn gengur yfir á nokkrum mánuðum og helsta meðferðarúrræði er að koma í veg fyrir að beinið aflagist með því að setja barnið í gifs eða með skurðaðgerð. Flestir sem fá sjúkdóminn ná sér að fullu.

Siggi Sveins fékk sjúkdóminn frekar ungur og náði, eins og flestir vita, nokkuð góðum bata. Samt sem áður var sögðu læknar við foreldra hans að hann yrði aldrei íþróttamaður.
Ég fékk sjúkdóminn seinna eða þegar ég var 11 ára gamall. Ég fór í aðgerð og mjaðmarkúlan skemmdist þónokkuð. Áður en ég greindist með sjúkdóminn þá var ég mikill frjálsíþrótta- og hlaupagikkur. Ég tók þátt í nokkrum mótum þegar ég var lítill, t.d. í spretthlaupi og spjótkasti.
Þar af leiðandi var það mikil breyting fyrir mig að þurfa að ganga við hækjur og vera áberandi haltur í lengri tíma. Ég fann samt almennt ekkert mikið fyrir þessu, maður aðlagaðist þessu bara.

T.d. hef ég spilað körfubolta í lengri tíma og þurfti bara að læra að hoppa upp á hægri löppinni. Sem er mjög öfugsnúið fyrir rétthentan mann. Ég er búinn að þurfa að afrita í líkamsvitundinni að hoppa upp á vinstri og að nota hana almennt. Þetta var t.d. mjög kjánalegt í júdóinu. Maður þurfti alltaf að læra sporin í öllum brögðunum og telja eins og í dansi.

Ég man alltaf í fyrsta sinn sem ég fann virkilega fyrir þessu var þegar ég bjó út í danmörku. Þá fékk ég í fyrsta sinn svona sársaukakast sem getur varið í nokkra daga. Þarna var ég tvítugur og hafði ekkert þurft að spá í þetta áður. Pabbi talaði alltaf við læknanna þegar ég var yngri og maður sat bara hljóður og leyfði þeim að toga í sig og teygja.
En þarna út í danmörku þá fór ég til læknis og ég gleymi því aldrei hvernig hann sagði þetta við mig. Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Þegar hann var að skoða röntgenmyndirnar af mjöðminni þá ég spurði hann hvort að verkirnir ættu eftir að vara lengi. Þá sagði hann "Alla ævi".

Læknar geta stundum verið svo uppörvandi. Það er eins og þeir líti á málið þannig að maður eigi að þakka fyrir að vera gangandi og allt annað sé bónus. En síðan ég fór til þessa læknis þá hef ég svona verið aðeins að afla mér upplýsinga um þetta allt saman og fann t.a.m. síðu perthes félagsins í Íslandi http://www.internet.is/annaz/perthes/

Ég hef líka tala við nokkra íslenska lækna sem segja mér allir að það sé óumflýanlegt að það þurfi að skipta um mjaðmarlið. Þeir vilja bara gera það eins seint og hægt er. Efnið í þessun gerviliðum endist víst ekkert of vel. En þegar maður spyr þá hvenær ég megi búast við slíkri aðgerð þá segja þeir "Þegar þú getur ekki sofið fyrir sársauka" Again uppörvandi.

Það er alveg magnað samt hvað maður lærir hlífa löppinni rosalega. Eins og ég sagði þá nota ég hana sem minnst í íþróttum og svo haltra ég oft þegar ég er þreyttur. En það er ekki vegna sársauka heldur bara af gömlum vana. Það hefur svo oft komið fyrir að fólk kemur upp að mér og spyr hvað sé að? Þá er ég farinn að vagga fram og tilbaka.

En eftir að ég fór að skokka núna um daginn þá fór ég að finna fyrir auknum styrk í löppinni. Ég tók aðeins í körfubolta í vikunni og út af þessum aukna styrk þá var eins líkaminn eða hugurinn væri að overwrite-a það sem ég hef kennt sjálfum mér. Ég fann allt í einu aukna getu til að hoppa upp á vinstri sem er mér auðvitað eðlislægt.
En það væri auðvitað dæmigert að maður færi að ofreyna sig og sanni allt sem læknarnir eru að segja. Best að fara varlega í þessum efnum.

Nú veit ég allt í einu ekkert hvað ég er að fara með þetta en núna geta allir skemmt sér að kynna sér perthes sjúkdóminn.

Já og B.t.w. Hið stórgóða lið Bumban keppir í streetball móti þann 1. júlí á klambratúni. Liðið skipar sjálfur, Kiddi the, Unnar G og Haukur Classen. Við vonum að sem flestir mæti og hvetji gömlu áfram.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Hótel heima

Are we not the most handsome folks in our new IKEA bathrobes?









mánudagur, júní 18, 2007

Goonies



Í vinnunni í dag kom ein stelpan með myndina Goonies með sér á spólu. Við ákváðum að skella henni í tækið eftir hádegi og hrúguðum okkur í hnapp til að hefja glápið. Um leið og myndin byrjaði fór ég í tímaflakk í huganum til áranna 1986 - 1988. Í þá daga voru það aðeins tvær myndir sem ég leigði þegar ég var sendur út á leigu. Star Wars 3 og Goonies. Ég hef horft reglulega á Star Wars síðan þá en ég hef ekkert séð Goonies.

Fyrir þá sem ekki muna er Goonies myndin sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í leiðangur að leita að týndum sjóræningjafjársjóði. Þau eru í leynifélagi sem heitir Goonies (auðvitað). Þau lenda þó fyrst í klónum á illu glæpagengi sem að er stjórnað af einu mesta illmenni kvikmyndasögunnar, vondu mömmunni með viskíröddina sem leikin var af Anne Ramsey. Önnur eftirminnileg persóna er einn af sonum hennar sem var afskræmt skrýmsli sem var hlekkjaður í kjallaranum. Seinna í myndinni kom í ljós að mamman missti hann nokkrum sinnum sem barn og því fór sem fór.

Það sem mér fannst frábært við þessa mynd, svona mörgum árum seinna, er að ennþá langaði mig að hoppa inn í sjónvarpið og hjóla með þessum krökkum í gegnum skóginn. Eða a.m.k. stofna mitt eigið leynifélag með svona fjölbreyttum en jafnframt skemmtilegum persónuleikum.

Leikstjóri myndarinnar er engin annar en Steven Spielberg. Það er einmitt mjög líkt í þessari mynd og E.T. hvað honum tókst að gera umhverfið og krakkahópinn eftirsóknarverðan. Ekki skrýtið að Bandaríkin hafi verið Draumalandið á þessum tíma.

Þegar ég googlaði Goonies þá rakst ég á frétt þar sem talað var um mögulegt framhald af Goonies. Goonies 2 eða Groonies eins og hún á að heita. Eða kannski bara sleppa því og leyfa mér að halda í þessar góðu minningar um svölu Ameríku in da eidís og góðan félagsskap.

sunnudagur, júní 17, 2007

17. júní



Við fjölskyldan áttum dýrindisdag á þjóðhátíðardaginn. Við gengum í gegnum bæinn og rákumst utan í allt og alla með kerruna á undan okkur. Ég var lítillega þunnur. Já það er rétt, ég sveik samkomulagið við Gerði, henni til mikillar gleði. En veðrið var svo fínt og allir í svo góðu skapi í dag að það var ekki hægt annað en að hafa gaman af bæjarröltinu.

Í gær sátum við Ingó að sumbli heima hjá honum og fórum svo í Dillon til að hitta Dagný bardömu. En hún var ekki þar þannig að við hittum bara Hauk Classen í staðinn. Dagný bætti okkur þetta svo upp með því að koma og bjóða upp á bjór, enda góð stúlka þar á ferð. Mjög skemmtilegt kvöld og ég verð að viðurkenna að reykingarbannið...það bara virkar á mig. Ég fann enga þörf til að fara út að reykja, ég reykti bara inn á klósetti. Djók.
Mér fannst loftið inn á staðnum mjög fínt og maður kom bara vel ilmandi af eigin svitafýlu beint upp í rúm til Gerðar. Djók, fór í sturtu.

En þessa dagana er svo mikið af góðri tónlist að streyma um hugann á mér að ég verða að deila gleðinni með ykkur. Í hausnum á mér er eftirfarandi snilld.

1. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
2. Arcade fire - Intervention
3. Razorlight - In the morning
4. Arcade fire - Funeral platan (Ég veit! lengi að fatta)
5. Kings of leon - On call
6. The Zutons - Valerie
7. The Clash - Train in Vain

Ég er ekki búinn að vera nógu og duglegur að setja inn myndir inn á myndasíðuna mína en nú ætla ég að bæta úr því. Ég set inn nýjar myndir á eftir.

Til hamingju með daginn, Ísland.

föstudagur, júní 15, 2007

Svarthöfði

Ég verð að viðurkenna það að ég hef alls ekki verið að standa mig sem verðandi faðir nr 2. Valgerði til mikillar mæðu hef ég ekki sýnt þessari meðgöngu jafn mikinn áhuga og síðustu meðgöngu. Ég á erfitt með að útskýra af hverju það er en eftir nokkrar vinsamlegar ábendingar þá ætla ég að reyna að bæta úr þessu. Partur af því var að við Gerður byrjuðum um daginn að setja niður nokkra punkta á blað varðandi fæðinguna. T.d. hvernig fæðingunni verður háttað, hver á að sjá um Möttu á meðan á henni stendur, hvernig skírnin á að fara fram o.s.frv.

Við vitum ekki kynið en við erum farin að kasta nokkrum nöfnum á milli. Ég ætla nú ekkert að fara uppljóstra neinu hér en ég get gefið upp þau nöfn sem rétt svo duttu úr pottinum.

Næpa Lind kom til greina sem stelpunafn og Svarthöfði sem strákanafn. En við hættum við þau eftir miklar vangaveltur.

Langalangafi Völu hét nefnilega Svarthöfði og okkur fannst við hæfi að skíra í höfuðið á honum. Því miður gengur það ekki upp þar sem að tengingin við Stjörnustríð er of sterk. Mér fannst leiðinlegt að þurfa að hætta við og ég er ekki viss um hvað maðurinn sem þýddi íslenskan texta á Stjörnustríðsmyndirnar viti hversu mikill skaði er skeður. Ef hann hefði ekki valið þetta nafn á Darth þá væri þetta líklega mjög algengt nafn. Ég var farinn að sjá fyrir mér jólakortið um næstu jól.

Jól 2007

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

jólakveðjur frá Völu, Óla, Matthildi og Svarthöfða.

Það hefði hljómað vel í alls kyns aðstæðum.

Ég við hann...
"Svarthöfði, Ég er pabbi þinn"
"Ekki vera að stríða Benna, Svarthöfði"

Í kirkjunni...
"Vilt þú Svarthöfði ganga að eiga..."
"Ég skíri þetta barn, Svarthöfði Ólafsson"

Þetta er að sjálfsögðu sagt í gríni. Ég myndi aldrei setja Völu fyrir framan mig á jólakorti.

Áfram um vandamál

Þegar við Vala eignuðumst Matthildi þá opnuðust fyrir manni dyr inn í annann heim sem ég hafði ekki hugsað mikið um hér áður fyrr. Hér er ég að tala um fólk sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum og fólk sem á langveik börn. Það voru þónokkur dæmi þess um það leyti sem við vorum á vökudeildinni. Og svo hefur Gerður verið meira inn í umræðunni á barnalandi, sem eru alltaf fyrst með fréttirnar í svona málum.
Eins og gefur að skilja hlýtur fólk sem er í þessum aðstæðum að eiga í miklum erfiðleikum með að halda öllu batteríinu (heimili, vinna, önnur börn o.s.frv.) gangandi.

Eftir að hafa skrifað síðastu bloggfærslu þá horfði ég á Ísland í dag á stöð 2 í gær. Mér fannst ekki annað hægt en að halda aðeins áfram með þessar pælingar um vandamál. Ég skil ekki alveg tilganginn hjá fréttastofu stöðvar 2 þegar verið er að fjalla um Evu Rut, verðandi móðir sem er fíkill og á leið á götuna. Sérstaklega fannst mér skrýtið hvernig Steingrímur Ólafsson stóð glottandi í kvöld og sagði hress í bragði "Við fáum fleiri fréttir af Evu Rut sem er ólétt og missti heimili sitt í dag".

Ég vil ekki hljóma of dómharður en ég þoli ekki þegar svona umræða snýst um að dópneysla sé sjúkdómur og að vera fíkill sé einhverskonar sjúkdómseinkenni. Er það ekki alltaf val að taka inn dóp. Um hvað er verið að tala?

Ef við gefum okkur það að einstaklingar sem eru “fíklar” hafi lent í einhverju af eftirfarandi – átt foreldra sem eru í dópneyslu, lifa við fátækt, eiga við athyglisbrest og ofvirkni að stríða eða eru fórnarlömb kynferðisofbeldis o.s.frv. Þó að þetta séu vissulega hræðilegir hlutir að lenda í, er það samt engin afsökun. Þetta minnir svolítið á þegar að hárgreiðslumaðurinn Böddi kom framan á Séð og heyrt og fyrirsögnin las "Lenti í framhjáhaldi". Við nánari lesningu kom svo í ljós að það var hann sem hélt fram hjá en "lenti" samt í því.

Mér hefur oft fundist að fólk í þessum aðstæðum bendi ítrekað út frá sér. Það þjáist að endalausum kvillum sem hindrar það í því að fara á vinnumarkaðinn og aðstæðurnar skapa vandamálin en ekki þeirra eigin ákvarðanir. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að hjálpa fólki sem hefur orðið undir í lífinu, eins og sagt er. Ég er einfaldlega að segja að það er til fólk þarna úti sem er í miklum vandræðum og ekki út af eigin ákvörðunum. Samanber það fólk sem ég minntist á hér í byrjun.

Auðvitað hefur verið fjallað um fólk sem er langveikt eða með langveik börn í fréttum, sbr. Ástu Lovísu en mér finnst að það mætti gera meira af því. Og á sama máta og er verið að fjalla um Evu Rut. Þ.e.a.s. að biðla til fólks í gegnum fréttina að hjálpa þessu fólki.

miðvikudagur, júní 13, 2007

Um vonir og vonbrigði (til K,G,T og E)

Í daglegu amstri er maður stöðugt að synda á móti straumnum á einn eða annan hátt. Það er að sjálfsögðu mismikill straumur sem kemur á móti en hann er alltaf til staðar.
Sumir hafa það gott aðrir hafa það slæmt en allir þurfa að glíma við sín vandamál eða erfiðleika.
Þetta kallast lífsbarrátta. Hún heldur áfram sama hvað maður tautar og raular. Ég t.d. get ekki hætt að emjast yfir því hvað ég hef látið í minni pokann fyrir eigin matargræðgi og fitnað meira en góðu hófi gengir hin síðustu ár. Aðrir emja yfir því að eiga ekki fín föt, sumir kvíða því hreinlega að fara á fætur og enn aðrir sjá grasið alltaf grænna hinum megin við hæðina. Maður horfir á ameríska raunveruleikaþætti þar sem allir gráta yfir erfiðleikum og maður fer að vorkenna fólkinu á þessum erfiðu tímum.
En þetta eru samt ekki raunveruleg vandamál. Þetta eru ekki raunverulegir erfiðleikar. Raunveruleg vandamál eru erfiðleikar og atvik sem lífið afhendir þér eins og þungt hnefahögg aftanfrá sem þú bjóst ekki við. Þetta eru atvik sem maður gleymir aldrei og geta skilið eftir ör á sálinni það sem eftir er.

Elsku Kiddi, Guðrún og fjölskylda. Mig langar að skrifa falleg orð sem lýsa því hvernig mér líður en ég kann það ekki. Ég ætla að láta Nick Cave sjá um það. Ég vil þó segja, og ég vona að það sé ekki óviðeigandi.
Til hamingju með litlu fallegu Emmu. Megi hún hvíla í friði.

Out of sorrow entire worlds have been built
Out of longing great wonders have been willed
They're only little tears, darling, let them spill
And lay your head upon my shoulder
Outside my window the world has gone to war
Are you the one that I've been waiting for?

O we will know, won't we?
The stars will explode in the sky
O but they don't, do they?
Stars have their moment and then they die