sunnudagur, júní 22, 2008

Smá boltablogg



Í öllum þessu EM fótboltaæði er tímabært að tjá sig eilítið um framgang mála þarna syðeystra. Í kvöld kláruðust 8 liða úrslit og um leið kenningin mín um 8 liða úrslit of the underdogs. En eins og þeir vita sem hafa fylgst með keppninni þá hefur hún í raun verið tvær keppnir. Í fyrsta lagi var það riðlakeppnin þar sem flest fór eftir bókinni (nema að Frakkar duttu út) og tvö eða þrjú lið virtust eiga greiða lið í úrslitin. Hollendingar og Portúgalir voru þá að spila flottasta boltann og flestir spáðu þeim í úrslit.
En svo byrjuðu þessi blessuðu 8 liða úrslit. Ástæðan fyrir því að ég skrifa ...of the underdogs er vegna þess að þangað til í kvöld voru öll vinningsliðin hálfgerðir underdogs. Ég allavega spáði Króötum sigri gegn Tyrkjum, Portúgölum sigri gegn Gestapo og Hollendingum sigri gegn Rússum. Eini leikurinn sem ég var í vafa með var Spánn og Ítalía en þar held ég að flestir hafi hugsað Spánverja áfram og því hefði Ítalía átt að vinna samkvæmt minni kenningu um the underdogs.
Kannski er þetta gölluð kenning. Það er sennilega sjaldan að þjóðverjar séu stimplaðir underdogs (og btw hvað er íslenska orðið yfir underdog?)



Nú er erfitt að spá í næstu leiki. Tyrkland - Þýskaland og Rússland - Spánn. Rökrétt væri að segja Þýskaland - Spánn in Finale en hver ætlar að fara að afskrifa Tyrki og svo eru Rússarnir alveg þvílíkt flottir. Ég er bara í mestum vafa hvort ég eigi að halda meira með Tyrkjum eða Rússum...æji bara Rússum held ég.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Meira að segja ÉG hef aðeins verið að horfa á þessa óguðlega vondu íþrótt og hefur ekki leiðst eins hræðilega og ég gerði ráð fyrir.

Hafði gaman af Króata-Tyrkja leiknum og sá Rússana misþyrma Hollendingum og þóttu Rússarnir svalir.

Italia - Spánn áðan var nú ferlega döll bara, enda verð ég alltaf fyrir vonbrigðum með Italiu þegar ég sé þá spila, þar sem ég er svo naiv að halda að slík boltaþjóð hljóti að spila skemmtilegan bolta.

En nú skal ég hætta að tjá mig um fótbolta, þú hlýtur að vera með gæsahúð, kaldan svita og vera byrjaður að æla pínulítið á lyklaborðið yfir að vera lesa mitt innput í þá umræðu :)

Ég segi Tyrkir og Rússar í úrslit. Rússar hafa þetta svo með því að koma allir á völlinn klæddir í boli með skopmyndum af Múhameði spámanni og koma þannig Tyrkjum úr jafnvægi og valta yfir þá 3-1 -í venjulegum leiktíma.

KT

11:06 e.h.  
Blogger Óli said...

Sko Kiddi! Ánægður með þig. Þessi Króata - Tyrkja leikur var auðvitað bara sturlaður.
Ég vona að spáin rætist um úrslitaleikinn og þið komið svo bara í sumarbústaðinn til okkar til að horfa á úrslitaleikinn. Grill og pottur á eftir. Spáðu í það!

12:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rússland og Tyrkland í úrslitin áfram takk....get ekki horft á einn leik í viðbót með spánverjum...hef aldrei séð jafn leiðinlegan fótbolta leik og í gær...ojbjakk...en ég spái að rússar spili rosa skemmtilegan úrslitaleik og skori tvö mörk á móti tyrkjum og tyrkjar komi svo þegar fimmtán sek eru eftir af leiknum og skori fjögur í einu...afhverju ætti það ekki að geta gerst...en allavega...amen

5:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

að sjálfsögðu var þetta BIBBA BOltabrein...

5:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir gott boð Ólafur! Ég verð víst í bústað þessa helgi hvort eð er, en hefði þegið boðið og gert allt vitlaust hjá ykkur, ef það væri ekki svo ;)

KT

12:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er underdog ekki lítilmagni :D

Kveðja
Bába

11:45 e.h.  
Blogger Óli said...

Bibba: Spáin ætlar ekki alveg að rætast en við vonum allavega að Rússland spili skemmtilegan úrslitaleik og skori tvö ; )
KT: Flott að heyra, ég vona bara að það sé nálægt munaðarnesi ; )
Bába: Nei. Það er kolvitlaust.
Djók, jú það er líklegast rétt. 8 liða úrslit lítilmagnarana eða lítilmagnanna eða hvernig á maður eiginlega að beygja þetta orð?

10:24 f.h.  
Blogger Óli said...

Já og Bába, hvað er aftur heimasíðan þín? Ég gleymi alltaf að bæta þér í linka.

10:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ég er bara svo hallærisleg að ég er löngu hætt að útlista lífi mínu á veraldarvefnum :p

Bába

8:35 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

air jordan 1
yeezy supply
moncler
supreme clothing
yeezy boost 350
pandora jewelry
kd 12
air jordan
supreme clothing
jordan sneakers

9:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home