þriðjudagur, september 21, 2004

Sit í heima og hef lítið að gera. Samt er ég ekki búinn að læra neitt síðan að skólinn byrjaði, þetta er nú meira kæruleysið í manni..hissssss. Kannski ætti maður bara að fara drífa sig að læra!
Fór í sund í morgun og þurfti ekkert að borga mig inn, sýndi bara nýja SÍTR kortið mitt ooohhhh það er svo gaman að vinna hjá ÍTR. Var 88.3 kg áður en ég steig út í laugina en 87. 7 kg þegar ég þurrkaði á mér á mér rauðan skallann. Stórmerkilegt ekki satt. Stefnan enn sett á 85 fyrir lok Október.
Fékk símtal örlagana í gær frá Garðari, hann hafði kveikt á Discovery channel og hver haldiði að hafi verið í sjónvarpinu að raka sig undir fossi með Philips.....bara yours truly? Ég bíð eftir að fá sendan link inn á auglýsinguna, maður verður nú að fá að sjá þetta.
Byrjaði um daginn að versla á www.Amazon.co.uk, þvílík snilld. Keypti ævisögu Roy Keana, Anthology safnið með bítlunum, reyndar bara á video og síðan hina vonandi mögnuðu tónleikamynd Gimme shelter með Rolling Stones. Á víst að vera brautryðjandi í heimildamyndagerð. Það er í þessari mynd sem að Hells Angels, sem Rolling stones réðu sem öryggis- verði , stungu áhorfanda til bana!
Síðan bara Beach Boys á leið til landsins! Verður maður ekki að fara að sjá þá, þó að það sé bara einn eftir að orginal meðlimum. Kannski er það smá svik, svona eins og að fara að sjá Stones án Keith og Mick. "Einar Bárðason kynnir Rolling stones með Bill Wyman í farabroddi". En ef Beach boys taka God only knows þá verður maður eiginlega að fara. Það er náttúrulega fallegasta lag fyrr og síðar. Þetta er eitt af fáum lögum sem ég vildi hafa í brúkaupinu mínu og jarðaförinni.....ahh kannski er það svolítið steikt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home