fimmtudagur, september 09, 2004

Frostaskjól - Fatlafól

Var að koma úr samkomu hjá ÍTR í frostaskjóli. Markmiðið var að efla starfsandann í borgarhluta 1, sem er frostaskjól og allt undir því - þar á meðal draumaland sem ég sé um. Það voru fundir, fínn matur og fullt af sniðugum hópeflisleikjum, þar á meðal spretthlaupsbingó sem var mjög spes. Einnig var okkur skipt upp í fjóra hópa og látin gera 3 mínútna auglýsingu um frostaskjól. Okkar hópur tók Innlit/Útlit pólinn á þetta, þar sem að Gísli og Siggi fóru á kostum. Auglýsingin endaði síðan á hópsöng við lagið fatlafól í nýrri útgáfu með frumsamin texta, sem fjallaði um Frostaskjól - og ég spilaði á gítar undir. Nú er maður komin heim eftir langan dag og fær þá bara símtal frá ömmu það fyrsta í allavega 10 ár, þar sem hún tilkynnir komu sína um helgina til að gefa mér sæng og kodda. Guð blessi ömmur. Ég áttaði mig á í framhaldinu að ég kann ekki að taka á móti fullorðnu fólki í heimsókn. Ég á ekki einu sinni kaffivél! Ætli amma drekki kók? Ég vona bara að hún nenni með mér á rúntinn, það er alltaf best.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home