sunnudagur, október 05, 2008

Af hverju er KR svona sjúklega óþolandi fyrirbæri?

Í gær varð KR bikarmeistari í knattspyrnukarla í 11. skipti, en þetta var í 87. árið í röð sem KR vinnur allavega einn titil á tímabili. Þetta er að sjálfsögðu met sem verður seint slegið. Sum metin eru skráð hjá KSÍ en önnur ekki. T.d. flestir áhorfendur að meðaltali á leik er titill sem stuðningsmenn KR eru hvað stoltastir af. Mesta stórveldi íslenskrar knattspyrnu er titill sem aðeins KR getur unnið, því þeir einir gera tilkall. Flestir starfsmenn Landsbankans í einu liði er enn einn titill sem þeir hafa unnið ár eftir ár og að lokum eiga þeir áskrift að titilinum Metnaðurumframgeta hjá einu liði.
Það sem fer mest í taugarnar á mér við KR er þetta mont í öllum sem viðkoma félaginu. Mér fannst myndin Strákarnir okkar lýsa þessu mjög vel þegar aðalpersónan kom út úr skápnum og framkvæmdarstjórinn sagði "Þú verður að hætta, það eru engir hommar í stórveldinu!" Þess vegna held ég með Fram og þess vegna vonaði ég að Fjölnir myndi vinna í gær. Vegna þess að ég er viss um að hommar eru velkomnir í bæði þessi lið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vei vei vei hvað ég er glöð að sjá blogg frá þér - hvernig hefuru það annars svona á síðustu og verstu?????

9:12 e.h.  
Blogger marta said...

ég fékk einu sinni blaðsnepil inn um lúguna hjá mér þegar ég bjó í húsi sem er staðsett hálfpartinn inná KR vellinum.
Þar var talað mikið um þjáningu þeirra sem búa í Vesturbænum og halda með Fram. Talað var um að ungt fólk hrökklaðist í hrönnum úr hverfinu vegna þessa og að fólk væri neytt til að halda með KR.
Allt saman mjög dramatískt. En þar sem mér stendur nokk á sama um fótbolta þá fannst mér þetta eiginlega bara dálítið mikið fyndið...
En hvað segir þú? Er þér og þínum vært í vesturbænum?
:)
Bestu kveðjur Marta Völuvinkona

1:19 e.h.  
Blogger Óli said...

Hæ Hó

María: Takk fyrir það. Ég hef það bara nokkuð gott, fyrir utan brjálæðislega mikla törn í skólanum. En þetta er allt að koma. En hvað segir þú?

Marta: He he já ég er nú ekkert að auglýsa að ég haldi með Fram. En ég get sagt að þetta er frekar erfitt hérna í Mekka Kr-inga.

6:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home