mánudagur, apríl 24, 2006

Árshátíð

Fór á árshátið ÍTR á laugardag. Það væri ekki frásögum færandi nema hversu hryllilega leiðinleg ræðuhöld og skemmtiatriði voru á boðstólum. Maður sat þarna búinn að skella í sig næstum 3 bjórum í forsamkvæmi og tók þá ekki við 3 tíma borðhald þar sem hver skemmtikrafturinn tók orðið í pontu. Á svona stórri hátíð (700 manns mættu á svæðið) þá á bara að skella matnum í fólkið, eina ræðu og nokkur skemmtiatriði og svo bara hljómsveitin af stað. Ég gerði desperat tilraun til að hella í mig með Arnóri vini mínum þegar langt var liðið á kvöldið. Hann bauð upp á eyrnamerg í glasi með greipsafa, einnig þekkt sem campari í greip. Það bragðaðist reyndar alveg ótrúlega vel. Á sviðinu voru Snillingarnir að trylla líðinn með hverjum slagaranum á fætur öðrum. En þegar að góðvinkona mín hún María bauðst til að skutla mér í afmæli hjá öðrum snillingi sem heitir Ingibjörg (gömul landsliðskona úr handboltanum og stuðningsfulltrúi í samtökunum 78) þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um og skellti mér af stað. Þar hitti ég mína heittelskuðu, sem var ásamt öðrum á svæðinu í samsöng og hópdansi. Allt þetta endaði svo fyrir 10 mínútum þegar það loksins rann af mér.

Ég áttaði mig bara alls ekkert á því að hann Ívar gamli vinur og Dominos bróðir er nú af landi brott farinn. Hann elur nú manninn í kóngsins köben ásamt fríðu föruneyti. Allt þetta gerðist svo hratt að hann kvaddi ekki kóng né prest og nú má guð einn vita hversu lengi hann mun dvelja burt frá oss. Ég vill hér með kasta kveðju á manninn ef hann les þetta og bið hann eða aðra að færa mér fréttir af honum ef einhverjar eru.

föstudagur, apríl 21, 2006

Ryan Adams


Ég kynntist Ryan Adams fyrst þegar ég las grein um hann í morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. í fyrstu rak ég augun nafnið og leist ekki á blikuna. Aðeins of mikil líking við kanadíska vin okkar hann Bryan. En í þessari grein var honum Ryan hrósað sem næstu vonarglætu rokksins og allir áttu að halda sér fast því að hann átti að springa fram á sjónarsviðið á næstunni. Ég held að það sé sanngjarnt að segja að það hafi ekki gerst. Eftir þessa grein stúderaði ég aðeins tónlist þessa manns og skildi ekki alveg fussið fyrr en ég hlustaði á frumraun hans Heartbreaker(2000). Tregafullt kántrý í bland við tregablandað rokkkántrý gerði það að verkum að þessi plata algjörlega steinlá í mínum eyrum. Ryan Adams verður seint talin latur einstaklingur og á næstu árum gaf hann út eina plötu á ári rúmlega og heilar þrjár á síðasta ári takk fyrir. En eftir frumraunina komu út plötur þar sem hann virðist hafa byrjað að færa sig frá uppruna sínum og viljað prófa nýja hluti fjarri sínu comfort sviði. Gold (2001) átti sína spretti og er þannig séð mjög góð plata, en fölnar eilítið í samanburði við Heartbreaker. Næstu tvær plötur botna ég ekkert í. Demolition (2002) og Rock N´ Roll (2003) gerðu það sennilega að verkum að Hr. Adams missti þetta fína rep sem hann var kominn með. Sennilega það og kannski sú staðreynd að hann neytti heróíns reglulega á þessum tíma (kannski gerir hann það enn, hver veit?). En árið 2003 kom út plata sem ég held mikið upp á og heitir Love is hell part 1. Að mínu mati var hann þarna að enda sína tilraunastarfsemi. Lögin eru meira mainstream og poppaðri en áður og textarnir eru miklu súrelískari en áður. Og að sjálfsögðu tekur hann commercial beygju með því að taka Wonderwall með Oasis, reyndar gerir hann það mjög vel. Seinna sama ár kom út Love is hell part 2. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt þessa plötu, þar sem að hún var bara hvergi fáanleg hér á landi. En ég get bara ímyndað mér að hún sé mjög góð. Þessum tveim plötum var síðan skellt saman í eina sem heitir nú bara Love is hell.
Árið 2004 kom út lítil plata sem heitir This is it, hann var víst e-ð að hanga með Strokes, en það eru fjögur lög á plötunni sem eru ekkert merkileg.

Þá erum við komin að ástæðunni fyrir þessari færslu. Ég var nánast hættur að spá í hann þegar ég náði mér í tvær af þrem plötum sem komu út árið 2005. Þetta eru plöturnar Jacksonville city nights og Cold roses, þriðja platan heitir 29 og veit ég ekkert um hana. Fyrst nefnda platan rann ekkert allt of vel niður þegar ég hlustaði á hana en ég ætla mér að gefa henni meiri áheyrn. Platan Cold roses aftur á móti er eins og rjómaís á sunnudegi í júlí. Heilsteypt plata sem er algjört afturhvarf til Heartbreaker. Maður gæti þess vegna þurrkað allt á milli út og ímyndað sér bara að þetta væri plata númer 2. En það má ekki. Lög eins og Sweet Illusions gera það að verkum að mig hlakkar til að hjóla af stað til vinnu á morgnanna.
Áfram Ryan Adams.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Margir plúsar



Roni Size + Nasa + laugardagur + sviti + troðningur + alkóhól + villta parið (K+G) + Tiny dancer (Stebbi) + nett magafylli af grillkjöti = Dansandi Björn (Ég).
Já þetta var helvíti flott kvöld og aðra eins stemmningu er ógerlegt að finna nema fimmtudagskvöldin síðasta vetur á Grund. Nú er bara komið sumar. Gleðilegt sumar alle sammen. Dagurinn í dag fer víst í tiltekt og lærdóm, enginn göngutúr um götur bæjarins að heilsa upp á samborgarana. Enda er íbúðin eins og hér búi mæðginin úr fellunum sem heiðra 4. boðorðið til hins ýtrasta. Best að kippa því í liðinn og þrífa áður en ég fer að kalla Völu mömmu...

Sumarkveðja úr Reynifelli.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Ég var orðinn smeykur...


..um að dóttir mín yrði ekki rauðhærð. En síðan gerðust undur og stórmerki í morgun þegar hún vaknaði með þessar ofboðslega fallegu rauðu krullur. Nú gæti lífið ekki verið betra. Hún er reyndar með svona hvíta rönd aftan á, en það er alltaf hægt að lita það bara.
Og hvað er svo búið að gerast á þessum 4000 dögum síðan ég bloggaði síðast. Það er svo margt að ég læt það flakka allt hér. Ég seldi íbúðina, vinn myrkranna á milli, læri endrum og eins, gengur ágætlega í skólanum, Matthildur er orðin Huge, Unnar keypti sér bíl, Garðar keypti sér bíl og margt margt fleira, Ívar flutti til útlanda, Við Vala versluðum okkur íbúð saman á Hagamel, það er reyndar ekki alveg gengið í gegn þannig að við krossum putta, fór í sveitina til Heiðu með Ingu, Ingibjörgu og my babies, fór í dýrindis steinasteik og spilakvöld hjá Kidda og Guðrúnu, komst ekki í steggjarpartýið hans Arnars Guðna, so sorry, Vala seldi bílinn, ég keypti hjól með stól fyrir barnið, keyptum ferð til spánar í júní, bætti á mig nokkrum kílóum, talaði mörgum sinnum við Örn sem er hress í útlöndum, grét úr mér augun á Brokeback mountain, mamma og Kiddi keyptu sér íbúð, uppgötvaði Death cab for cutie og plötuna þeirra Plans það gerðist margt margt fleira, en ég læt þetta duga í bili. Gleðilega páska og hafið það gott.