fimmtudagur, mars 31, 2005

Vá hvað maður er e-ð alvarlega búinn á því þessa dagana. Kom heim eftir langt ferðalag og margar umferðarteppur í Englandi. Þurfti að bíða í flugvélinni í lengri tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Kom loksins heim um miðja nótt og það var sko ekki leiðinlegt að sjá álfinn minn taka á móti mér á flugvellinum. Það ótrúlega gerðist á flugvellinum að ég var ekki stoppaður! Ég held að ég hafi verið stoppaður í 4 af hverjum 5 skiptum sem ég fer þarna í gegn. Það mætti halda að þeir séu með mynd af mér hangandi upp á vegg og fylgist náið með ferðaháttum mínum. Eða þá sem er miklu líklegra að maður sé bara með þetta síafbrotadópistasmyglarahandrukkaraútlit. Kannski ef maður væri ekki með svona stórt höfuð þá væri þetta kannski öðruvísi. En mig er farið að þyrsta í einhverskonar frí. Ég held samt að það sé ekkert að fara að gerast á næstu mánuðum. Best að bíta á jaxlinn og taka þessu eins og manni.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Jæja þá er síðasti dagurinn að renna upp í Sheffield. Fórum í gær til Ingó og Susanne í dýrindismáltíð og ölþamb. Eftir á fóru allir saman á kránna að spila pool. Sara, Matt, Ingó og Susanne fóru snemma heim en ég, Stefán og Örn drógum Joe, nágranna Arnar, með okkur í bæinn. Þetta er svo skrýtið með þessa borg að í gær var enginn út á götunum og allt virtist dautt, en við spurðum nokkra og allir bentu okkur á að fara á stað sem heitir Repulic. Við kíktum þangað og þá var sá staður HUGH á þremur hæðum og fullur af fólki. Bjórinn kostaði þar inni.....(wait for it)......0,9 pund. Rugl verð og því varð kvöldið helvíti fínt. Nú er maður lítilega hang over að fara að setja sig í ferðagírinn. Stefán ætlar að fara með okkur út á flugvöll þannig að Örn deyji ekki úr leiðindum á leiðinni tilbaka. En ég verð nú að pirrast yfir vinnunni minni, ég fékk ekki frí á morgun. Ég þarf að mæta kl. 11 á morgun, en ég lendi rétt fyrir miðnætti í kvöld. Þannig að maður fær ekki mikinn tíma til að make up for lost time með ástinni minni einu.

mánudagur, mars 28, 2005

Jæja við félagarnir komum heim í gær eftir vel heppnaða ferð til London. Þar hittum við Fríðu og fórum með henni að borða og tvista. Tvistuðum á stað sem heitir O´Neals, sem var nokkuð fínt. Djammið hér minnir alveg óneitanlega mikið á djammið í Dk. Þó að allt loki hér á fáránlegum tíma. Ég og Örn gistum á ágætis hosteli, þó að við hefðum ekki eytt miklum tíma þar. Þegar við komum tilbaka í gær var farið og borðað páskamatinn á hinum stórkostlega veitingastað Jumbos hér í Sheffield. Ég vil hvetja alla sem koma til Englands að kynna sér þessa matsölustaði. Maður borgar 6-8 pund (fer eftir tíma dags og hörundslit - hvítt freknótt fólk borgar meira) og getur borðað eins mikið og maður vill. Og maturinn er ekki af verri endanum, allar tegundir af kínverskum mat og allt alveg heavy gott. Við vorum svo nackerd í gær að við gátum ekki annað en tekið spólu. Síðan ég kom hingað þá er ég bara búinn að sjá steiktar myndir. Fyrst sá ég C0nstantine (dont even go there), The Machinist (Christian Bale með anorexiu á versta stigi - fín mynd samt) og síðan í gær Saw (.....veit ekki - hálf e-ð klént allt saman). Í kvöld er síðan stefnan sett á mat til Ingó og Susanne sem eru vinafólk Arnar og Co. Spurning hvort við kíkjum ekki í nokkra bjóra með Stefáni sem er sonur þeirra og snillingur mikill. En samt bara rólegt, heimferð á morgun, maður vill nú ekki vera of tjónaður fyrir það. Get bara ekki beðið eftir að hitta massann minn.

föstudagur, mars 25, 2005

ÞÞÞÞÞUUUUUUUUNNNNNNUUURRRRR. Fórum á ágætis skrall í gær. Næturlífið er nú barasta helvíti magnað hér í borg. Örn talaði um að það væri nánast djamm alla daga, námsmenn á virkum dögum og hinir um helgar. Það versta við þetta allt saman er að djammið klárast kl. 2 og það telst seint. Venjulegast er það búið um 1. En nóg um það mig langaði að óska henni Maríu til hamingju með litla drenginn sinn sem var að koma í heiminn. Mér finnst eins og allir séu að eignast börn þessa dagana! Huummmm? Sem er náttúrulega bara frábært. En í dag er stefnan sett á annaðhvort að versla eða fara til London Baby! Sennilega förum við þangað á morgun frekar.
Ég er að upplifa svo mikið ógeð á sjálfum mér upp á síðkastið. Mig langar að lita hárið á mér bleikt og byrja að ganga í kjól. Ég þoli ekki útlitið á mér, brandarana mína, alltaf með allt á hælunum, hörmulegur með peninga og tala alltaf eins og Sly Stallone á fylleríi. Mig langar að synda í hreinsunarlaug og koma upp ferskur sem persneskur prestur sem stundar lestur og er vaxinn niður eins og íslenskur hestur.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Var að koma heim frá Manchester, England. Ég og Örn smelltum okkur á vit ævintýrana og keyrðum í morgun í glampandi sólskyni. Að sjálfsögðu var kíkt á mekka fótboltans, Old Trafford, en þar sem að hann var lokaður létum við okkur nægja að ganga hringinn í kringum hann og taka myndir. Þær koma inn síðar. Manchester virðist vera svona aðeins meiri stórborg miðað við Sheffield. Það er meiri örtröð, fleira fólk og stærri byggingar. Núna erum við að koma okkur í djammgírinn og ætlum að kíkja á næturlíf Sheffield borgar. En á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér í Englandi er ákveðnir hlutir sem maður þarf að venjast. Þeir eru eftirfarandi:
  1. Verð. Ertu að grínast? Ég spáði aldrei mikið í verðmun í Danmörku (kannski vegna þess að ég verslaði aldrei inn - ég borðaði bara á Dominos) en nú hefur maður smá viðmið að heiman. Ég fór að versla í gær og hér eru verðdæmi: 4 lítrar af kók á 2.25 pund = 260 kr. 800 gr af nautakjöti á 2,94 pund = 340 kr. 4 *stórir bjórar 2,98 pund = 340 kr. Poki af Sykruðu Corn flakes 0,54 pund = 62 kr. Þar að auki er að sjálfsögðu allt úrval svona þúsund sinnum meira. Og svona tveir fyrir einn út um allt.
  2. Umferð. Shit...þetta er scary shit. Það er mjög skrýtin tilfinning að setjast inn sem farþegi í bíl vinstra megin. Mér líður alltaf eins og ég sé að detta inn í bílinn vegna þess að ég get ekki haldið mér í stýrið, þar sem það er ekkert stýri. Manni líður líka alveg eins og fávita að sjá umferðina frá þessu sjónarhorni, ég er alltaf að mygla úr stressi "Örn passaðu þig!!! Þú ert að beygja vitlaust Aaaaa" "Óli, Please, relax"
  3. Klæðnaður. Ok hvað er með týsku hjá breskum konum. Allar eldri konur eru í krumpugöllum með hunda og leðurhúð. Það er eins og þær hafi allar fengið tveir fyrir einn í ljós, alla ævi. Yngri konur, út af e-i ástæðu klæða sig allar eins og 2 dime hokkers. Alveg sama í hvernig líkamlegu ástandi þær eru. Hey já góð hugmynd ef þú ert 300 kg, að klæða þig í bleikan topp og hvítt leðurmínípils og fara þannig í bæinn. Og þær eru allar stífmálaðar og geðveikt sjúskaðar, eins og þær séu allar að bíða eftir næsta punter. Það er bara ekki spurning - hún Vala mín er langfallegust í öllum heiminum!
  4. Debet - og kreditkort. Ok, svolítið skrýtið ef maður kemur frá Íslandi að þurfa að venjast því að ekki sé tekið við debet eða kreditkortum á öllum stöðum. No sorry only cash.
  5. Kurteisi. Ég held að allir íslendingar mættu fara í námskeið til Englands í kurteisi. Við erum að tala um það að í tvö skipti í gær komu upp að okkur rónar og báðu um pening. Í bæði skiptin hélt ég að drottningin væri mætt í dulargervi. "afsakið herrar mínir, mætti ég nokkuð trufla ykkur stundarkorn...."

Í gær prufaði ég svo hin sér enska rétt..fish and chips. Það var einmitt mjög ódýrt, heavy stór skammtur og ÓGEÐSLEGA greasy. Ég sá í gegnum andlitið á mér í speglinum eftir að ég var búinn að borða þetta. Ef ég ætti að lýsa verstu tilfinningu sem ég gæti hugsað mér, þá væri hún þannig að ég myndi vakna illa sofinn, vera píndur til að borða svona mat með puttunum, fara síðan út í kalt veður og þá myndi önnur manneskja sem væri líka búinn að borða svona með puttunum þurrka sér ofan í hálsmálið á mér. Anyways nú er best að fara að sötra bjór og reyna að gleyma því að hann Keli minn er týndur! Kveðja frá Sheffield, England.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Sheffield England. Mætti í gær til Englands í fyrsta sinn. Ég borgaði morðfjár fyrir þennan flugmiða með Icelandair og síðan var þetta án efa óþægilegasta flugferð sögunnar. Ógeðslega þröngt gluggasæti og maðurinn við hliðina fannst ekkert skrýtið við það að horfa út um gluggann 94,5% af ferðinni, með andlitið 5 cm frá andlitinu á mér. Maturinn var gufusteikt ommeletta með kartöfluteningum og skinku.....uummm processed food much? Síðan þurftum við að hringsóla yfir London í hálftíma, sem var reyndar helvíti magnað því þá sá maður fleiri flugvélar að gera það sama út um gluggann. Þegar við síðan lentum þá var svo löng bið að komast út að mér var farið að líða eins og þegar manni langar að komast út úr gufubaði.
En ég og Örn ákváðum að skella okkur í ævintýraferð til London, án þess að rata shit. Við áttum fínan tíma í London og kíktum meðal annars á Harrods, sem var mesta snobbbúð sem ég hef komið í. Það var actually klósettvörður sem þakkaði manni fyrir að pissa í klósettið! Síðan keyrðum við til Sheffield sem er by the way alveg meiriháttar borg. Hún virðist vera mjög lítil og krúttleg en er reyndar alveg frekar stór. Ég held að það sé mjög góð hugmynd ef maður ætlar að flytja til útlanda frá Íslandi, að fara í svona borgir frekar en stórborgirnar. Allt hérna er í svona týpískum breskum stíl, lítil múrsteinshús og þröngar götur. Íbúðin hans Arnar er ekkert smá flott. Lofthæðin er svona 10 metrar. Og ekki er það nú slæmt að hann er búinn að kaupa körfu sem er hér fyrir utan.

Það er svo margt búið að vera að gerast í mínu lífi upp á síðkastið að ég held að líkaminn á mér eigi eftir að yfirgefa partýið og fara von bráðar. Á tveimur vikum er ég búinn að fara úr 92 kg, niður í 85 kg og núna stefni ég full blast á 100 kg. Mér líður eins og skítugum loftbelg á leið yfir Atlantshafið. En ég sé svo svakalega góða tíma framundan að það þýðir ekkert að spá í það.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jæja þá fer að líða að maður bregði sér í ferðastellingar og heimsæki Da Boy in England. Maður kemur beint þangað inn í mikla glæpabylgju. Brotist var inn til hans um daginn og verðmætum stolið. Maður verður að koma þarna og standa með honum ræningjavaktina. Skiptumst á því að sitja í lazyboyinum með tennisspaðann í hönd, tilbúnir í hvað sem er. Nú er þreytan svo búin að taka öll völd í mínu lífi, ég þjáist af þreytuveikinni sem virðist vera að ganga. Kannski ekki góð hugmynd í gær að fara út í sjoppu kl. 11 og kaupa fullt af nammi beint fyrir svefninn. Sykursætur svitasvefn var málið í nótt. Snemma að sofa í kvöld.

mánudagur, mars 14, 2005

Loksins loksins loksins er íbúðin orðin viðveruhæf. Tók mig til í veikindum miklu í dag og tók allt í gegn....and it felt gooooood. Ég og massinn náðum aldrei að klára að ganga frá gámunum af dóti sem hún kom með þegar hún flutti inn. Við bara stoppuðum og allt var í drasli og óreiðu. En nú loks er allt að verða svona eins og best verður á kosið. Það er dáldið merkilegt að horfa yfir íbúðina og reminissa um alla hlutina sem ég átti og fóru á haugana þegar massinn flutti inn. Ég hugsa alltaf til hans Sigga sem er mágur minn, þegar hann benti alltaf á einn stól sem var það eina sem hann átti eftir af sínu dóti eftir að hann byrjaði með systir minni. "sjáðiði" sagði hann með brothættu stolti. "Þessi stóll....(brestur í röddinni)....er það eina sem ég á eftir". Systir mín er væntanlega búin að finna hentugan stað fyrir þann stól, t.d. í sorpu eða geymslunni. En hvað getur maður svo sem gert....þagað og vitað hvers er vænst af manni. Wwwwwhhhuuuuppphhaaa eins og Chandler komst svo vel að orði. En þetta var hin fínasta helgi. Djamm á laugardag í kuldakasti dauðans. Fór á Dillon, 22 og síðan á Sirkus. Stóð í röðinni á Sirkus í hálftíma til að hitta hana Völu mína. Á tímabili hélt ég að eyrun myndu detta af sökum frostbits. Þegar ég loksins komst inn í guðdómlegan hitan, tróð mér í gegnum röðina, beint á barinn og mætti til massans með tvö bjórglös í hendi þá heyrði ég "eigum við að koma heim". Beint aftur út í kuldan og heim að gera do do. Nei það má ekki segja svona.

föstudagur, mars 11, 2005

Átti magnað stelpukvöld með Völu minni í gær. Við fórum saman að passa Katrínu litlu, þeirra Jóhönnu og Gústa. Við sátum þar saman, prjónuðum og horfðum á How to lose a guy in ten days (sem er by the way uppaháldsmyndin hennar Völu) og Desperate housewifes. Ég veit ekki hvort að fólk hefur lagt það á sig að sjá þessa svakalega mynd H.T.L.A.G.I.10.D. en þarna er á ferðinni alveg æðisleg mynd...Í ALVÖRU. Matthew Mcidontgiveashit sýnir einstaka dýpt í persónusköpun og handritshöfundar hafa skapað þarna sögusvið sem allir geta tengt við. Ég bara skil ekki af hverju hún var ekki tilnefnd á sínum tíma til óskarsverðlauna. Að mínu mati hefði átt að vera Sweep það árið. Í kvöld er síðan annað eins i boðinu, þar sem við ætlum að þæfa ull á meðan við pössum systur hennar og horfum á Olsen slagarann New york minute.

mánudagur, mars 07, 2005

Ég held að ég hafi skilað inn verstu ritgerð íslandssögunnar í dag. Heimildarritgerð um börn með dyslexíu. Kennarinn mun sennilega halda að manneskjan sem skrifaði ritgerðina (thats me, baby) sé bæði með skrifblindu og geðklofa á alvarlega háu stigi. Þynnkan í gær var svo mikil að ógleðin lak út um eyrun á mér. Það er rosa fínt ástand að vera í til að skrifa ritgerð. Og enn er þynnkan að láta ljós sitt skína. Í dag líður mér eins og Mr. T. standi fyrir aftan mig og berji mig í hausinn í hvert sinn sem ég tek eitt skref. "I pitty you fool...now fuck me up the ass...boy...do it...or i´ll ripp your dick off with my ass"

miðvikudagur, mars 02, 2005

Það er búin að vera mikill jarðarfarabragur yfir þessum degi. Rigning á 5 mín fresti, grámyglulegt úti og mér líður eins og ég hafi sloppið úr eigin jarðarför.....ég er orðinn að zombie. Ég fór í dag og tók viðtal við leikskólakennara á leikskólanum hérna við hliðin á. Viðtalið er hluti af verkefni í skólanum. Mér var ætlað að taka upp á diktafón, 45 mín viðtal um börn með sérþarfir. Ég reddaði diktafón í gegnum Jóhönnu Völusystir og mætti galvaskur í morgun kl 11 til að viðtalast. Þegar ég kom tók á móti mér amerísk kona sem titlaði sig sem "the woman your interviewing". Allt í góðu sagði ég og skellti mér í stellingu spyrilsins. Síðan byrjaði ég að spyrja og spyrja og konan svaraði og svaraði. Þegar ég var alveg búinn með allar spurningar þá fór ég að draga í land. Ég var nokkuð sáttur og alveg viss um að ég hefði verið allavega rúmlega hálftíma. Þegar ég kom svo út, þá áttaði ég mig á því að ég hefði einungis talað í 10 mínútur og þegar ég hlustaði á viðtalið þá heyrðist aðeins e-ð muldur í konunni. Það versta var samt að inn á milli muldursins þá kom reglulega frá mér, gáfulegt svona "UUUUMMMMMMMMM" eins og Kristján í Kastljósinu væri bara mættur. Eini munurinn var sá, að ólíkt honum, þá vissi ég ekkert hvað viðmælandi minn var að tala um.
Ég og Vala vorum aðeins að leika okkur áðan með örlagabókina hennar. Shit, ertu að grínast. Þetta er scary shit. Hún hefur tvisvar spurt bókina hvort að maðurinn hennar verði ljóshærður eða dökkhærður. Í bæði skiptin hafa komið mismunandi svör, en í bæði skiptin að hann verði rauðhærður. Síðan var svarið við spurningunni "Hvernig er einkenni mannsins míns?" = Afbrýðissamur eins og tígrisdýr. Sounds familiar.
Síðan var komið að mér. Alltaf sama paranoian og alltaf verið að ýta undir þessa paranoiu. Ég spyr (að sjálfsögðu) "mun konan mín halda fram hjá mér" = Ekki í fyrstu, en eftir 7 ár þarf hún að svara til saka!
Síðan spyr ég "mun konan mín svíkja mig?" = Ef hún finnur e-n til þess að hjálpa sér við það!
Great, þannig að næstu 7 ár þarf ég að undirbúa mig undir það að konan mín sé að leita að e-m til þess að halda fram hjá mér með. Eða kannski ætti ég bara ekki að taka svona bækur alvarlega.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Þreyta þreyta þreyta og aftur þreyta. Ég má til með að segja stutta sögu svona rétt fyrir svefninn. Lítill snillingur sem er upp í vinnu var að skemmta á skólaskemmtun fyrir foreldra í 7 ára bekk. Þessi ágæti og rauðhærði drengur er einmitt á því herrans aldursári. Hann stóð á sviðinu fyrir framan alla foreldra og kennara og var að sýna töfrabrögð. Töfrabrögðin fólust í því að láta pening hverfa og birtast aftur. Þegar hann var nýbúinn að láta peninginn hverfa, þá labbar inn í salinn kona í síðu pilsi. Þessi kona er kennari í skólanum sem kom til að kíkja á hvernig gengi. Litli snillingurinn tók sig þá til og stökk af sviðinu og upp tröppurnar í átt að kennaranum. Hann stakk hendinni undir pilsið hennar, tók hana síðan út og sýndi peninginn. "Hérna er hann, hann kom út um píkuna á henni" Þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn á mömmu hans sem var á fremsta bekk í salnum.
Í ljósi þessarar miklu gleði sem fylgir þessari sögu þá hef ég ákveðið að setja hér fram topp 5 lista yfir bestu lög sem maður gæti spilað fyrir konuna sína á giftingardaginn.
  1. Ég ætla að ríða þér í nótt - Fræbblarnir
  2. If you want to be happy for the rest of your life - man ekki nákvæmlega heitið á þessu lagi og veit ekkert hver flutti.
  3. It aint me babe - Bob Dylan
  4. You sexy motherfucker - Prince
  5. Some girls are bigger than others - The Smiths

Það er ekki spurning að ég tek lagið sjálfur þegar ég gifti mig. Blindfullur upp á borði, kominn úr að neðan og syng A.d.i.d.a.s með Korn hástöfum. "All day i dream about sex - all day i dream about fucking"