miðvikudagur, september 15, 2004

Hlunkur

Jæja 90 kíló við fyrstu vigtun. Hlunkur....já ég held það. Markmiðið er að vera kominn niður i 85 fyrir miðjan október. Meira að segja byrjaður að halda dagbók yfir það sem ég set ofan í mig.
Það er búið að vera hálfleiðinlegt í vinnunni í dag, það er eins og það sé byrjaður að skapast leiðinlegur mórall á kennarastofunni út af þessu verkfalli. Allir e-ð voða hræddir um að ÍTR ætli að fara að bjóða upp á heilsdagsskóla á meðan á verkfallinu stendur. Ég efast nú um að það fari að gerast.
Sagan af ömmu heldur áfram, áður en ég vissi var ég búinn að fá hana í lið með mér til að umbreyta íbúðinni. Hún tjáði mér að ég væri vor og þess vegna ætti ég að hafa sem mest af mjúkum litum í kringum mig, eins og vanillulitum......er það! Æi ég hlýði bara, kannski verður þetta eins og svona þáttur af Queer eye for the straight guy, þar sem að slubbinn (ég) er geðveikt skeptískur fyrst en síðan þegar the fabs (amma) eru búnir að verka töfrasprotann þá er hann gapandi glaður.
Hún verður örugglega búin að setja upp blúndugluggatjöld í stofunni og litla fiskasápur inn á klósetti áður en ég veit af. Síðan kemur hún örugglega alltaf í heimsókn á hverjum laugardagsmorgni til að hjálpa mér að halda íbúðinni við. Nei nei þetta verður frábært. Ég byrja örugglega að klæða mig í svona gulum polobolum með þykka peysu bundna yfir axlirnar...neeei kannski ekki, kannski er ég aðeins of paranoid.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull líst mér vel á þig! ég er sjálfur búin að vera á leiðinni í þyngdar átak, en ekkert alvarlegt er komið í gang en. Þó er ég búin að brenna af mér 3 Kg á því að hjóla í skólan, vonandi helst það :) P.s Skoðaðu abet.is ef þú vilt fá hjálp með matardagbók.
Hauksi

4:49 e.h.  
Blogger Ásta said...

Hey bóli! Er að fylgjast með:) Þú ert duglegur að skrifa, annað en ég! Hehe... Líst vel á þyngdarátakið, er sjálf að byrja. Tískubóla?:)
Kveðja, Ásta

8:19 e.h.  
Blogger Óli said...

Gaman að heyra í ykkur báðum. Við styðjum hvort annað í þessu. Ásta í kjólinn fyrir jólin og haukur að sjá tólin fyrir jólin : )

10:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home