föstudagur, janúar 25, 2008

Ýmislegt



Í dag er elsku drengurinn okkar fjögurra mánaða. Skemmtilegt að dagurinn skuli lenda á bóndadeginum þar sem við bændurnir eyddum deginum saman í veikindum. Það var mjög fínt enda langt síðan maður hefur átt náttbuxnadag. Horfði á No country for old men...it´s goood. Alvöru Texans sem nota kúrekahatt og keyra á pallbíl. Allir eru flottir í myndinni en mér fannst hann Josh Brolin vera helvíti flottur. "When i say anyone, i mean any swingin dicks"

Mig dreymdi alveg sérstaklega skrýtinn draum í nótt. Ég var að vinna á bensínstöð á ókunnugum stað. Á þessari bensínstöð vann líka Ingibjörg (Bibban). Í draumnum átti ég að vinna á stöðinni á meðan Bibban og Vala færu út á lífið og passa um leið Möttu og Nóa sem voru sofandi í rúmi á miðri bensínstöðinni. En út af mjög sérstakri atburðarrás endaði ég á því að myrða tvo menn sem ég kunni engin deili á. En meirihluti draumsins snerist um að ég var að reyna að hylma yfir glæpinn og forðast lögguna sem var stöðugt á hælum mér.

Alveg finnst mér ameríkanar sérstakir. Nú hafa ýmiss samtök og einhver Fox news repúblikana gerpi tekið að gera grín að dauða og persónu Heath Ledger. Ástæðan er sú að Heath lék í Brokeback mountain sem auðvitað ýtir undir velvild í garð homma. En það er auðvitað ógeðslegt og fyrir það á Heath að brenna í helvíti.

Ég var að velta því fyrir mér um daginn með breytta tíma hvað varðar tækni. T.d. getum við sagt að ef bíómyndin Kids væri gerð í dag þá yrði hún stuttmynd eða bara auglýsing. Cloe S. myndi bara hringja í gsm síma gaursins og tjá honum að hann væri smitaður af Aids. Þyrfti ekkert að vera að keyra um alla NY í leigubíl að leita að honum.

Javier Bardem



Mér finnst svo skrýtið að þessi maður skuli ekki vera alveg obbosslega frægur. En þetta er hann Javier Bardem. Hann er spænskur leikari sem hefur verið að leika í fjölda ára en aðeins nýlega bankað á dyrnar í Hollywood. Ástæðan fyrir því að mér finnst að hann ætti að vera svona frægur er að hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir þremur árum fyrir myndina "The sea inside" og í ár er hann líka tilnefndur. Núna fyrir mynd Cohen bræðra "No country for old men". Það bara hlýtur að vera að þessi maður sé alveg að verða frægur. Ég held meira að segja að hann sé kærasti Penople Cruz!

Ég man svo greinilega eftir þessum leikara þegar ég og Garðar Guðjónsson vorum á Tartan movies skeiðinu okkar. En það var sérstakur flokkur mynda í videohöllinni sem komu gjarnan frá Evrópu. En það var alltaf hægt að finna helvíti góðar myndir inn á milli. T.d. man ég svo sérstaklega eftir myndinni "Jamon Jamon" sem téður Javier einmitt lék í. Á þessum tíma þótti okkur Garðari gaman að fara aðrar leiðir í myndavali og vildum helst forðast froðuna sem kom frá Hollywood. Svo eru evrópubúar mun frjálslegri þegar kemur að nekt í bíómyndum. Það hefur gjarnan sérstök áhrif á myndavalið þegar maður er 18 ára. Eða bara alla ævi.
"Sást e-ð" er nú klassísk spurning sem strákar spyrja gjarnan hver annan áður en þeir spyrja "var myndin góð?"

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Ó nafni minn...

Ég á mjög erfitt með að horfa á Ólaf F. Magnússon í sjónvarpinu. Mér finnst hann vera valdasjúkur tækifærissinni sem er blindaður af eigin græðgi . Ég verð svo reiður að þessi maður skuli virkilega ætla að setjast í borgarstjórastólinn með bros á vör eins og ekkert sé eðlilegra. Alltaf að minna á þessa rúmlega 6 þúsund borgarbúa sem kusu F-listann og hvernig honum tókst að koma stefnumálum flokksins á framfæri. Þvílík vitleysa. Einnig treysti ég engu sem Vilhjálmur Djöflason segir. Þegar ég horfi á hann í fréttum að reyna snúa út úr öllum spurningum með því að þykjast ekki kannast við eitt né neitt, þá verð ég þess fullviss að kjósa ALDREI sjálfstæðisflokkinn.
Þessi borgarstjórn er að svo miklu leyti á skjön við mig hvað stefnumálin varðar. Ég er t.d. algjörlega fylgjandi því að flytja flugvöllinn og mér finnst að húsin við Laugaveg 4 - 6 eigi að víkja. Þó að það sé auðvitað margt gott þarna, eins og mislæg gatnamót við kringluna og lækkun fasteignagjalda. En það var nú líka á stefnuskrá 100 daga stjórnarinnar.
Að miklu leyti finnst mér umræðan um húsin við laugaveg vera öll hin furðulegasta. Fólk segir að ekki eigi stöðugt að byggja háhýsi og það verði að viðhalda ákveðinni götumynd á laugarveginum. En í þessu tilviki þá myndi nýja húsið sóma sér betur miðað við ríkjandi götumynd. Það myndi vera í sömu hæð og næstu hús. Þar að auki er það ekki einu sinni svo hátt. Ég efast um að þetta hús flokkist undir háhýsi. Svo er verið að tala um að endurreisa húsin í sinni upprunalegu mynd. En ég ekkert viss um að upprunaleg hönnnun þessara húsa henti vel fyrir nútímalegan verslunarrekstur.

Það má þó ekki misskilja þetta sem svo að ég vilji eindregið rífa niður allt og byggja í staðinn. Ég vil endilega halda gamaldags götumynd á laugaveginum, en mér finnst þetta vera farið út í öfgar. Margir benda á að í útlöndum sé endurbyggt á þennan hátt með góðum árangri. En það eru í flestum tilvikum mjög stórar og glæsilegar byggingar. Sem einmitt mynda ákveðna götumynd. Sem einmitt þessi hús gera ekki.

Í öllu þessu skal svo ekki gleyma hvers kyns klúður þetta mál hefur verið fyrir yfirvöld. Það voru í kringum 30 tillögur að nýja húsinu teiknaðar upp sem voru sendar tilbaka af tveimur meirihlutum í borgarstjórn. En á endanum var þetta nú samþykkt og að auki var borginni gefin þessi hús til að færa þau í Hljómskálagarðinn og gera þau upp. Klúðrið í þessu er auðvitað að hætt var við allt saman á síðustu stundu eftir margra mánaða undirbúning.

mánudagur, janúar 21, 2008

Lýðræði, it´s a bitch

Hvað er í gangi?
Rétt upp hönd sem vildi fá Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra?
Rétt upp hönd sem vildi fá Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra?
Þrír...nice.
Lifi lýðræðið!

Keilir

Um helgina fórum við fjölskyldan í bíltúr upp á Keili a.k.a. gamla varnarliðstöðin hjá Keflavíkurflugvelli. Okkur langaði að skoða aðstæður og okkur fannst gaman að fá að keyra um svæðið, þar sem maður hefur nú gert það sjaldan um ævina. Við urðum vægast sagt fyrir þónokkru sjokki að koma þarna inn, en tjérnobyl er fyrsta lýsingarorðið (you know what i mean) sem okkur datt í hug. Kannski var það vegna þess að það var sunnudagur, kannski var það vegna þess að allt var þakið í snjó, ég veit það ekki. En það var ekki sála á ferli, allt var svona frekar dreifbýlt og svona frekar dull og litlaust. Ég vildi að ég hefði verið með kort af svæðinu vegna þess að ég áttaði mig ekki á því að þetta væri svona stórt. Svo var frekar spooky að flestar byggingarnar sem við sáum voru mannlausar.
En íbúðirnar eru víst nokkuð fancy og mjög ódýrar. Kannski er betra að koma þarna á virkum degi og þegar sólin er á lofti og jörðin er ekki á kafi í snjó. En það var allavega Hot dog shop sem kveikti í bragðlaukunum...og skaut okkur aftur til ársins1987.

sunnudagur, janúar 20, 2008

VVVVVÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ

Spurt er: Á að grafa Bobby Fisher á Þingvöllum?

Svar: Ertu að grínast?

En á öðrum vettvangi þá vil ég segja að eins sammála ég er því að rífa eigi húsin við laugaveg 2 - 4, þá get ég ekki verið sammála því að rífa niður húsin sem hýsa Sirkus og Kaffi Hljómalind.
Þó að ég stundi ekki persónulega þessa staði þá held ég að Sirkus sé svo mikið aðdráttarafl fyrir artí túrista sem vilja skoða íslenskt bóhem-skemmtanalíf í sinni skítugustu mynd.
Væri ekki nærri lagi að beina umræðunni að þeim húsum eða t.d. að þeirri staðreynd að Björgúlfsfeðgar virðast hafa keypt upp stóra reiti á þessu svæði og ætla sér að rífa meira eða minna hálfan miðbæinn til að setja þar verslunarmiðstöð og nýjan Listaháskóla. Bara fullt af rafmagnsinn að rífa niður. (Matthildur kallar gröfu sem er í garðinum að rífa niður bílskúrinn rafmagnsinn).

laugardagur, janúar 19, 2008

Frétt vikunar

Í kvöld í frétta/spjallþættinum Ísland í dag velti Inga Lind því upp hvort að dauði Bobby Fisher væri frétt vikunar? Flestir viðstaddra tóku ágætlega í þá pælingu og kinkuðu kolli. Ég veit ekki hvort að það er þrýstið óléttulookið sem var að rugla þetta fólk en ég spyr bara, býr þetta fólk ekki á Íslandi? Svona í alvöru talað. Bobby Fisher? Hverjum er ekki sama? Ég sá hann alltaf á skólavörðustígnum á bekk þegar ég var að hjóla heim úr vinnunni. Sat þar og starði á mig á hjólinu. Þvílíkt viðundur. Og nú er hann dauður. Sorglegt.
En hann var nú örugglega fínn gaur. Hmmm.
En auðvitað er pointið hjá mér það að frétt vikunnar er að Ólafur Bjarkason var 100% sannspár fyrir leikinn í gær (eins og sjá má hér í síðustu færslu). Þar af leiðandi ætla ég að fara með þessa spádómsgáfu og setja nokkur strik á lengjuna. Tími til að græða milljónir.

En ég syng svo bara
"Hey!, could you happen to be the most beautiful kids in the world..."







fimmtudagur, janúar 17, 2008

Juno

Í gær horfðum við Valgerður á myndina Juno eftir leikstjórann Jason Reitman, en hann gerði einmitt Thank you for smoking hér um árið. Ég hafði heyrt út undan mér að þessi mynd væri góð og ætti eftir að koma til greina sem litla myndin sem gat, á óskarnum í ár. En ég var ekki alveg í stuði fyrir myndina í gær, sérstaklega þar sem að klukkan var að ganga eitt þegar við byrjuðum og við höfðum tekið tvöfaldan skammt af ofurdramatískum Friday night lights.

En Juno var ekki lengi að fanga mann. Myndin segir frá ungri stúlku sem verður ólétt langt um aldur fram og afleiðingarnar sem verða af því. Það sem gerir þessa mynd svo einstaklega skemmtilega er frammistaða leikaranna. Sérstaklega þá Ellen Page sem leikur þungaða stúlkubarnið. Einnig er gaurinn sem leikur barnsfaðir hennar mjög góður, en hann lék einmitt vandræðilega gaurinn í Superbad.

Ég vill nú ekkert vera að fara náið út í söguþráð myndarinnar en það eru nokkrar persónur og augnablik sem gera myndina að þeirri litlu sem gat.
Sérstaklega er aðalpersónan æðisleg. Mér langaði helst að skrifa niður öll þessi skemmtilegu orð og kúl slanguryrði sem hún notaði. Alveg frábært var líka að sjá samband hennar við kærasta Jennifer Garner (skýrist þegar þið sjáið myndina).

Eins og í öllum myndum sem hreyfa við manni þá voru þónokkur vasaklútaatriði. Valgerður dró upp einn stóran klút þegar Juno elur barnið á fæðingardeildinni, en ég grét auðvitað ekki.
Síðast en ekki síst ber að nefna tónlistina í þessari mynd. OMG. Ég verð fyrstur til að versla OSTinn úr myndinni. Tjékk yourself before you wreck yourself.

Nú er EM í handbolta að byrja og ekki úr vegi að koma með eina stutta spá fyrir mótið. Við lendum í 9. sæti og skíttöpum fyrir svíum á eftir.

E-ð lítið fannst mér fara fyrir dauða Brad Renfro. Mér fannst alltaf e-ð sérstakt við þennan gaur og hann hafði mikið svona star quality í mínum huga. Það er alltaf leiðinlegt þegar að young talent deyr. Það segir mér nú hugur að dánarorsökin hafi tengst e-u ólöglegu. Eins og t.d. púðursykri. En hver veit.

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Gömlu húsin í bænum



Í fyrsta lagi vil ég þakka KT fyrir að benda mér á þessa frábæru áramótakveðju frá Radiohead. Þarna er að finna "live" útgáfur af öllum lögunum á nýju plötunni. Alveg æðislegt.

Í öðru lagi þá skil ég nú ekkert hvaða bull þetta er með húsin við laugaveg sem á að flytja. Til hvers að friða þessi hús? Finnst fólki þetta virkilega fegra laugaveginn? Það finnst mér allavega svo sannarlega ekki og btw þá eru þessi hús svo langt frá því að vera í upprunalegri mynd. Mér finnst þetta bara vera ljót hús sem draga laugaveginn niður.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Ertu ólétt?



Ég var að lesa nokkuð fyndin texta inn á www.b2.is, en hann er undir yfirskriftinni "25 staðreyndir sem ég var meira en 50 ár að læra" eftir Dave Barry. Þar segir í staðreynd númer 5:

"You should never say anything to a woman that even remotely suggests you think she´s pregnant unless you can see an actual baby emerging from her at that moment".

Þetta gæti bara verið tekið beint af mínum vörum. Ég þori aldrei að spyrja konur hvort að þær séu óléttar, meira að segja þó að þær séu komnar 9 mánuði á leið og með risakúlu sem stendur beint út í loftið. Ég er alltaf svo hræddur um að fá beint í smettið "nei! af hverju spyrðu. Finnst þér ég vera feit? Bara svo að þú vitir það, þá var ég að koma úr flugi þar sem að ég borðaði mjög saltan mat"

Maður getur aldrei verið öruggur. Ég held að þetta sé meira svona sem að konur spyrja hver aðra að. Gamall vinnufélagi minn sagði mér einu sinni að hún hefði verið að fljúga heim eftir nokkra mánaða veru erlendis, þar sem hún hafði lítillega bætt á sig. Flugfreyjan í fluginu hafði svo miklar áhyggjur af henni að hún spurði hana ekki einu sinni heldur tvisvar hvort að hún væri ólétt.
"Ertu nokkuð ólétt?", "nei nei nei alls ekki", nokkrum mínútum síðar..."ertu alveg viss um að þú sért ekki ólétt?".
Hvað átti hún svo sem að segja þá. Eins og hún hefði nú hugsað sig um síðustu 5 mínúturnar og allt í einu fattað "já, ég reið gaur inn á klósetti á skemmtistað fyrir nokkrum vikum og ég var svo ógeðslega full að ég steingleymdi því. Það er rétt ég er sennilega ólétt...vei". En allavega þá hvet ég alla til að lesa textann.

Ég náði loksins að horfa á Friends þátt sem ég hafði bara séð einu sinni en aldrei gleymt. Enn hann heitir "The one with the cop" og inniheldur alveg óborganlegt atriði þar sem að Ross er að kaupa sér sófa. Bæði fer hann á kostum þegar hann er að sýna hvernig hann laðar dömurnar upp í sófann og svo í atriðinu þegar þau eru að flytja sófann upp stigann...

Ross: "ok. Pivet, pivet, pivet"
Chandler: "shut up, shut up, shut oouuuuouup"

En burtséð frá því öllu þá eru nú að koma inn nýjar myndir á myndasíðuna og nokkrar jólamyndir. Eins og þessi brjálæðislega hér að ofan.

laugardagur, janúar 05, 2008

Versti dagur ævi minnar

Ég hef verið að í vafa hvort að ég ætti að blogga um versta dag ævi minnar en eftir íhugun ætla ég að skella þessu hér inn.
Málið er að hr. Örn Gunnarsson og ég sátum að bjórsumbli í gær og vorum að ræða ýmis andans mál. Við fórum að ræða um hvað margt hefði breyst í gegnum árin í okkar lífi. Sérstaklega hvað varðar eigin yfirvegun og innri ró. Okkur fannst þurfa meira til í dag til að koma manni úr jafnvægi, en þurfti áður. Í kringum tvítugsaldurinn þá gat allt hrunið á einum degi ef atburðarrásin gaf tilefni til þess. Á meðan við ræddum þetta þá sagði ég honum frá einum degi sem var mjög slæmur að þessu leyti og ég áttaði mig á því að þessi dagur er sennilega versti dagur ævi minnar. Ég vona að fólk missi ekki allt álit á mér eftir þennan lestur og ég vill að það komi fram að á þessum tíma var ég óharnaður ungur maður sem vissi ekki betur.

En dagurinn var eitthvað á þessa leið:

Það var árið 1999 og sumarið í kaupmannahöfn var í fullum skrúða. Ég hafði flutt út um vorið til að vinna á dominos og reyna að víkka sjóndeildarhringinn. Það leið ekki á löngu þar til að ég fékk inn hjá Dennis Butler en við leigðum saman fjórir í íbúð sem hann leigði í Amagerhverfi. Íbúðin var ekki stór og mætti segja að þetta hafi verið svona dæmigerð gauraíbúð. Það var t.d. ekkert baðherbergi en klósettið var í stigaganginum og var sameiginlegt með annarri íbúð. Við bjuggum þarna saman ég og Dennis í einu herbergi, Andrés í stofunni og Kiddi í öðru herbergi. Það var oft góð stemmning og rennerí af fólki í djammhugleiðingum.
En á þessum miður skemmtilega degi þá voru þeir allir félagarnir komnir með vinkonur/kærustur og ekkert á djammbuxunum. Dagurinn hafði verið ágætur framan af, bara sama rútínan á Dominos. Þegar líða tók á kvöldið hittumst við strákarnir á bar í köben til að taka í bjór og ræða málin. Ég var sá eini sem hafði áhuga á að taka djammið á næsta level en þeir ætluðu allir að láta þetta gott heita eftir einn öl. Þá voru góð ráð dýr. Ég spurðist fyrir um hvort einhver af vinnufélögunum væri ekki á leiðinni út. Úr varð að ég fór og hitti strák sem heitir Christian á einum af betri skemmtistöðum borgarinnar. Christian þessi var myndarlegur og hávaxinn drengur sem var jafn lunkinn við að flaga dömur eins og hann var vitlaus greyið. Hann hafði unnið sér það til frægðar að hafa átt í ástarsambandi við söngkonu DJ Sakin & friends en þeir slógu rækilega í gegn með laginu The braveheart theme og fóru í tónleikaferðalag í kjölfarið. Eðal þýskt soft teknó þar á ferð. Söngkonan var svört díva sem vóg í kringum 150 kg og Christian varð aldrei þreyttur á að lýsa fyrir mér bólförum þeirra í minnstu smáatriðum. Sérstaklega var eftirminnilegt þegar hann sagðist hafa farið með henni á hótelherbergi eftir þriggja tíma tónleika og farið niður á hana án þess þó að hún færi í sturtu á milli. Jammí.
En ég hitti gaurinn á skemmtistaðnum og það fór vel á með okkur til að byrja með. Eins og áður sagði var hann mikill flagari en það er list sem ég hef aldrei náð að tileinka mér. Eftir stuttu stund við barinn var Christian búinn að bjóða tveimur dömum að sitjast með okkur við borð. Hann og önnur stelpan sátu hlið við hlið og ástareldurinn var ekki lengi að kvikna. Hin stelpan var ekki alveg jafn sátt og vildi ekkert við mig tala. Christian pantaði vodka flösku á borðið til að fagna nýjum vinaböndum. Hann stakk svo upp á því, þegar flaskan var kominn, að við færum á dansgólfið. Mér leist vel á það og datt í hug að danshæfileikar mínir myndu mýkja stelpuna aðeins. En þegar við stóðum upp til að skunda á gólfið, þá sneri Christian sér við og sagði "Nei Óli, þú verður að vera eftir og passa flöskuna". Svo hlupu þau niður stigann. Ég sat eftir og reyndi að láta þetta ekki skemma kvöldið. Ég kom auga á dömu á næsta borði sem ég ákvað að fara og ræða við. Nú var komið að svona crucial punkti á kvöldinu þar sem að hlutirnir þurftu að fara að ganga upp eða það yrði major brotlending á egóinu. Ég ákvað því að reyna að ganga í augun á henni með því að segjast vera í læknisnámi (don´t ask me why). Hún hafði ekki mikinn áhuga á að tala við mig heldur og ég hélt aftur einn að borðina til að gæta flöskunnar. Eftir stutta umhugsun ákvað ég að fara aftur til hennar og viðurkenna lygina. (again don´t ask me why). Slíkt augnaráð hef ég aldrei síðan séð og þegar hún horfði á mig og spurði "What is wrong with you?"
Nú var ég alveg búinn að fá nóg. Þegar ég kom aftur að borðinu voru þau komin aftur af dansgólfinu. Christian og vinkona hans voru í djúpum sleik en vinkona mín horfði út í loftið og lét sig dreyma um aðra og betri menn en mig. Hún var því ekki mikið að kippa sér upp við það þegar ég afsakaði mig til að fara á klósettið. Ég nennti ekki að vera útskýra eða kveðja þau, svo að ég fór ekki á klósettið heldur beinustu leið út. Mig langaði bara að fara heim að sofa og gleyma þessum degi.
Ég hjólaði í áttina heim og reyndi bara að hlæja að öllu saman. Þegar ég kom heim þá tók annað og betra við. Ég gekk inn í íbúðina en eldhúsið var fyrsta herbergið sem gengið var inn í, eftir að Dennis hafði brotið niður vegg í algjöru leyfisleysi til að stækka íbúðina og gera hana opnari. Taka skal fram að þetta var leiguíbúð. En þar sem ég stóð í eldhúsinu varð ég var við að allar hurðir voru lokaðar, sem var heldur óvenjulegt þar á bæ. Einnig barst greinilegur og sívaxandi ómur úr öllum herbergjum sem aðeins er hægt að tengja við kynmök. Það var sem sagt verið að stunda kynmök í öllum herbergjum. Ég stóð því í eldhúsinu með andlitið í höndum mér og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég ákvað að fara út og hjóla um hverfið. Ég held að ég hafi náð sögulegum botni þar sem að ég hjólaði grenjandi um götur Amager hugsandi af hverju í fjandanum ég væri í þessari aðstöðu. Það eina sem mér datt í hug að gera var að hjóla til Anju sem var fyrrverandi kærasta Dennisar og vinkona okkar strákana. Ég dinglaði á bjöllunni hjá henni og hún hleypti mér upp. Ég stóð þarna með rauðeygður og niðurbrotin og bað um gistingu. En hana grunaði nú að e-ð dúbíus lægi að baki og neitaði mér um gistingu. Hún sagðist vera of þreytt til að standa í þessu.
Ég sneri því aftur heim og til allrar hamingju var ástarloturnar að baki og svefnin tekin yfir. Ég gat því læðst inn í rúmið mitt og lagst til hvílu. Þetta hræðilega kvöld var því á enda og það er gott að geta setið hér áratugi síðar og hlegið að þessu.

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Að byrja að vinna litblindur

Í gær byrjaði ég að vinna aftur. Það var alveg ótrúlega spes andrúmsloft í borginni þegar ég keyrði í vinnuna kl. 7:45 um morguninn. Það var kolniðamyrkur og bókstaflega enginn á ferli. Þegar ég kom upp í vinnu var ég einn í þessu stóra húsi og ekkert barn mætti fyrr en nokkru seinna. Mér var farið að líða eins og ég væri staddur í I am legend sögunni. Ég væri eini maðurinn sem eftir er á jörðinni og til þess að missa ekki vitið þá mætti ég á hverjum degi í vinnuna. Ég væri búinn að setja gínur með starfsfólki og börnum um allan skólann. Svo færum við öll saman út í leiki. "Svona Jói minn, ekki bara standa þarna hentu nú boltanum til mín". Ef maður væri í slíkri aðstæðu þá held ég að hljóðleysið myndi fyrst og fremst gera mann klikkaðan. Ég las einu sinni að gæslumennirnir sem gæta borgarinna Prypiat í Úkraínu við Chernobyl kjarnorkuverið, hefðu nánast orðið sturlaðir ef að ekki væri fyrir stöðuga tónlist sem hljómar í hátalarakerfi borgarinnar.

Í gær tók ég e-ð litblindupróf á facebook. Ég vissi nú að ég væri e-ð smá litblindur en komm onn. Í prófinu voru sjö spurningar og í flestum þeirra átti að sjá tölur út úr svona litaskífum. Í stuttu máli sagt þá sá ég aðeins einu sinni tölu í þessum skífum, en það var aldrei möguleiki að svara "ég sé ekkert". Það var greinilega gert ráð fyrir því að fólk sæi allavega e-ð úr þessu. Hversu illa litblindur er hægt að vera?

Svo var ég að spá í hvað það er fyndið hvað margar borgir heita New e-ð. Skrýtið að landnemar skuli bara skíra staðina í höfðuðið á sínum heimaborgum og bæta svo bara New fyrir framan. Eins og íslendingar myndu nema lönd í geimnum og skíra þau svo bara Nýju Vestmannaeyjar eða Nýji Sauðárkrókur. Skrýtið.

Og að lokum verð ég nú að skammast út í Bill Gates og Microsoft. Ég hef nú aldrei talist til þeirra sem hugsa þeim þegjandi þörfina eins og svo margir gera. Sérstaklega þeir sem hafa e-ð vit á tölvum. En ég hef verið að bera út boðskapinn upp á síðkastið um hvað Windows Vista og nýjustu word og excell eru flott. Svo kemur það bara í ljós að þetta síðastnefnda er bara algjört krapp. Og ég skal útskýra af hverju. Það er ekki vegna þess að forritin sem slík eru e-ð slæm, þvert í móti. En þar sem að flestar tölvur eru ennþá með word og excell 2003 þá er bara ekkert öruggt að hægt sé að nota skrá úr minni tölvu í öðrum tölvum. Þ.e.a.s. ef ég er að læra eða vinna heima og bý til skjal í fyrrnefndum forritum og sendi það svo á meili til einhvers, þá hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að viðkomandi getur alls ekki opnað skjalið. Ég átta mig á því að tölvan býður þér að ná í skjal inn á vef microsoft sem á að aðstoða við að nota þessi tvö forrit saman. En það bara virkar ekki í öllum tilvikum. Sérstaklega þá þegar um er að ræða skjal sem búið er til í 2007 og svo vistað í 2003 og svo sent áfram. Þá virðast tölvurnar bara ekki einu sinni þekkja skjalið.
Hversu fáránlegt er það að gefa út nýja útgáfu af forriti sem virkar ekki með eldri útgáfunni? Mér finnst þetta svo ömurlegt að ég væri alveg til í að henda rjómaköku framan í Gates, svona við tækifæri, eins og einn gerði hér um árið.

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Já þá er það komið. Árið 2008 í allri sinni dýrð. Jólin og áramótin voru frábær. Ég hélt smá afmælisboð heima þar sem að hitað var upp fyrir veisluna sjálfa, en hún verður í lok jan eða byrjun feb. Ég er nú búinn að vera í hálfgerðu móki um jólin og hef ekki komið neinu í verk af því sem ég ætlaði mér. Bara borðað, haldið á sitthvoru barninu til skiptis og tekið til. Og jú auðvitað horft á sjónvarpið.

Árið 2008 leggst bara vel í mig. Ég var að skoða stjörnuspá fyrir árið í mogganum um daginn og varð heldur betur spenntur. Fyrst las ég mína þar sem stóð, "breytingar verða í febrúar sem ná svo hámarki síðla sumars". Hmmm hugsaði ég og rétti svo Völu blaðið og bað hana að lesa sína spá. Þau Vala og Nói eru bæði vogir og þar stóð, "búast má við breytingum í byrjun árs eða i kringum febrúar. Breytingar ná hámarki í lok ágúst". "What!!!".
Við horfðum á hvort annað og lásum strax spána fyrir ljónið fyrir Möttu. Viti menn "Breytingar byrja á febrúar sem ná hámarki í ágúst". Við ætluðum ekki að trúa þessu og horfðum agndofa á hvort annað. Hvað gæti þetta verið hugsuðum við og pældum mikið. Ný vinna, nýtt húsnæði, lýtaraðgerð eða barnið frá Sómalíu sem við pöntuðum að koma í hús? En svo kom allt saman í ljós. Þessi sami spádómur stóð í ÖLLUM stjörnuspám fyrir árið 2008 í mogganum. Ok ég veit að maður á ekki að taka mikið mark á þessu en komm on. Gat sá sem skrifaði þetta ekki haft smá hugmyndaflug. "nei nei bara sama fyrir alla, það lesa hvort eð er allir bara sína eigin spá".

Áramótin voru alveg frábær, þrátt fyrir veður. Ég var nú ekki að kaupa mikið inn af sprengjum, ég lét bara tengdaföður minn um það en hann keypti svipað magn og var varpað á Bagdad árið 2003.
Ég verð nú að furða mig á einu. Hvernig dettur fólki í hug að vera að græða í eigin vasa á flugeldasölu?
Hjálparsveitirnar nota áramótin til að tryggja áframhaldandi rekstur og íþróttafélögin líka. Þetta eru bæði góð og gild málefni sem eru væntanlega ekki rekin með neinum massa gróða. Mér finnst e-ð svo lágkúrulegt að vera að seilast í þessa vasa.
Annað finnst mér líka merkilegt við áramótin. Það er skaupið. Mér fannst skaupið fínt í ár en þegar ég hugsa tilbaka þá held ég að ég hafi aldrei skemmt mér vel yfir skaupinu. Ástæðan er sú að svo margir íslendingar verða að hlæja að ÖLLU sem kemur fram í skaupinu. Ég get ekki notið þess að horfa á húmor ef maður fær ekki tækifæri til að velta fyrir sér hvort að þetta sé fyndið þar sem allir eru að öskra úr hlátri yfir öllu saman. Ég meina þetta er alveg ágætt en ég myndi velja fóstbræður eða næturvaktina fram yfir skaupið, alla daga vikunnar og tvisvar á sunnudögum.

Allavega takk fyrir afmæliskveðjurnar og hafið það gott á nýju ári.