Söknuður
Nú hefur stundin runnið upp. Ég og Örn kvöddumst áðan með herkjum, eftir seinasta kóksopann, seinasta spjallið í seinasta bíltúrnum. Þetta var mjög erfitt, en eins og maðurinn sagði - illu er best aflokið. Ég kemst þó ekki hjá því að fá sting í magann við tilhugsunina að hann sé farinn af landi brott. Það er skrýtið þegar svona augnablik koma upp í lífinu sem maður veit að eiga eftir að breyta öllu, þetta held ég að hafi verið eitt af þeim. Hver veit?
"Life is what happens when you are busy making other plans"
John Lennon.
Þannig að ég ætla að fara og gera önnur plön.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home