Framkvæmdir
Það blasti við mér fögur sjón í gær, allavega í nokkrar sekúndur. Eftir mikið púl síðustu daga lögðum við síðustu flísina á baðherbergið, eftir einungis tveggja ára vinnu. Valgerður lagði fúu á glæsilegan máta og allt var farið að líta nokkuð vel út. Ég leit yfir herbergið og hugsaði "Þetta er alveg að verða búið". Þar sem ég var með hamar við hendina tók ég eftir hvernig litli naglinn, sem hafði eyðilagt ófáa sokka, gægðist upp úr þröskuldinum á baðherberginu. Ég ákvað auðvitað að fullkomna verkið og loksins slá fjandans naglann niður...sem ég og gerði. En viti menn, þá byrjaði að fossa vatn út um allt. Vei. Ég hafði neglt í pípulögn sem tengdist baðherbergisofninum. Vei ó Vei. Þetta fór nú allt vel en nú erum við búin að rífa þröskuldinn af og við það losnaði ein flísinn. ve...i. Þannig að einhver seinkun verður á því að baðherbergið klárist. V................
Á morgun ætlum við svo að fara í sumarbústað í heila viku. Ég veit ekki hvort að ég sé eitthvað skrýtinn, ég veit að Völu finnst það allavega, en mér finnst (eða fannst) svo mikilvægt að ná að klára mest af þessum framkvæmdum áður en við förum í bústaðinn (ég sé það núna að það mun ekki nást). Svona til þess að geta komið tilbaka og verið í FRÍI í júlí. Ekki vera tvo daga í sólbaði og þurfa svo að skafa glugga næstu tvo. Ég allavega á mjög erfitt með að slappa af í fríi ef ég er með fullt af svona verkefnum hangandi yfir. Nú er samt bara málið að sóna út í heita pottinum og borða góðan grillmat. Ekki nema auðvitað ef ég ákveð að dytta að bústaðnum og hamra aðeins í hann. Og sprengi klóakið eða gasgrillið eða allt sumarbústaðahverfið. Hver veit?
Hmmm...hvað? Er ég með eitthvað framan í mér?
2 Comments:
neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeei! men ó men, einskott að þið voruð heima. þetta er svo mikið ógeð að lenda í
Usss þvílík óheppni! Ég les alveg sótsvarta gremju í þessi "veii" hjá þér!
Rokk on samt.
Sendu mér infó á SMS um bústaðinn sem þið ætlið að vera í, við erum spá í hvort okkur takist ekki að gera innrás ;)
KT
Skrifa ummæli
<< Home