Alveg obboslega frægur
Ég gleymdi nú alveg að minnast á það að maður er bara alveg að verða obboslega frægur. Auglýsingin búin að koma á Discovery, National Geographic og september útgáfu af hinu víðlesna tímariti Newsweek. Ég verð nú að segja að á myndinni í Newsweek, sem er sú eina sem ég hef augum litið, finnst mér skína í gegn hvað mér er kalt. Kannski taka aðrir ekki eftir því en mér verður allavega kalt að horfa á hana. Tjékkið endilega á þessu og látið mig vita hvað ykkur finnst.
5 Comments:
Alltaf gott ad eiga fræga vini :) Tu verdur eiginlega ad posta tessa mynd inná vefin tinn. Fæ ekkert nema danskar auglysingar her!
Þið hljótið nú að vera með Newsweek í Danmark. Hver er þetta annars Haukur/Ásta?
Vá hvenær og hvar var þessi mynd tekin? Þú ert gegt flottur þarna grrrr he he ;)
kveðja Eva
Hæ.Hvar get ég séð þessa mynd? Er ekki hægt að sjá þetta á netinu ? Kveðja María
Hægt er að nálgast myndina á www.andmenning.com og augælýsingin var tekin upp í sumar.
Takk fyrir hrósið Eva : )
Skrifa ummæli
<< Home