sunnudagur, september 12, 2004

Nýmálað

Jæja þá er maður búinn að mála fyrstu umferðina á ganginn. Allt miklu bjartara og hollara fyrir sálartetrið, en maður lét ekki þar við sitja, heldur fór að rífa dúkinn af klósettveggnum til að geta málað hann líka. Það var bara ógeðslega erfitt og nú er komin upp biðstaða.
Amma kom með nýju sængina og ég bauð upp á te og hjónabandssælu. Þannig að ég slapp ágætlega frá heimsókninni, ég veit samt ekki hvort amma hafi verið hrifin af kattahárunum sem svifu um eldhúsið og ofan í bollann hennar á meðan við sátum og spjölluðum.
Fór og kíkti í heimsókn til Sigga Cm og Katrínar áðan í nýju íbúðina þeirra. Fín íbúð, en þau eru með ekkert sjónvarp í stofunni og hvað þá sófa til að sitja í. Við sátum á gólfinu við teppi sem á hafði verið lagt mat og drykk og spjölluðum á meðan rassar dóu á kvalarfullan hátt. Við ákváðum að endurlífga hljómsveitina ódauðlegu Fussumsvei.
Fór á The Terminal í gær með Unnari. Fín mynd svo sem, en hvernig fer Tom Hanks að því að leika alltaf gaurinn sem kann allt. Hann var þannig gaur í þessari mynd, Zetan var sæt að venju en var óvenjumikil tík að þessu sinni. Hún valdi ríka, myndarlega, gifta gaurinn í staðinn fyrir góða gaurinn sem kom sífellt á óvart. Æi er það ekki bara týpískt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home