miðvikudagur, september 15, 2004

Ich bin ein lousy public speaker

Jesus...var að koma heim eftir viðburðaríkan dag. Hélt ræðu í dag á kynningarfundi fyrir foreldra fyrsta bekkjar. It Was Bad. Löngu áður en ég átti að tala var ég farin að svitna óhófleg, var þvalur í lófunum og var stöðugt að kyngja. Ég meina kyngja þannig að maður er meðvitaður um það. Síðan kom að mér að tala og ég vippaði mér upp í púltið og horfði einu sinni yfir salinn, dó næstum því úr stresskasti og án gríns þá held ég að ég hafi ekki horft að ráði aftur fram í sal. Ég starði bara á blaðið og las BEINT upp það sem stóð á því, lyfti síðan upp hausnum og skaut augunum á ógnarhraða út í sal eftir hverja setningu og leit síðan strax aftur niður. Fólk hefur örugglega haldið að ég væri geðveikur. Til að bæta gráu ofan í svart þá var tungan á mér farin að lamast um þetta leyti sökum ofþornunar og ég held að enginn ekki skilið orð af því sem ég sagði. Þegar ég var loksins búinn að lesa það sem stóð á blaðinu þurfti ég að taka við spurningum úr sal.....bad idea folks....Ég var þá loksins farin að þora að horfa framan í fólkið en þá staðfesti svipbrigði þess bara enn frekar að það skildi ekkert hvað ég sagði. Orðin láku út úr mér í slow motion og fólk sat og horfði á mig með stórt spurningamerki í andlitinu...What are you talking about...fool!
En að sjálfsögðu styrkir þetta mann bara he he he.

Viktaði mig áðan og trúði ekki mínum eigin augum. 88 kíló. Getur ekki verið, ég held að Ikea vigtin mín sé e-ð að klikka núna. Jæja skiptir ekki máli. Ætla að fara að horfa á Man utd. tapa eina ferðina enn!

2 Comments:

Blogger arna said...

ég sé fyrir mér ross að æfa fyrirlesturinn á hinum vinunum. haha.. :D

12:13 f.h.  
Blogger Óli said...

Þetta var e-ð í áttina að því!

5:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home