miðvikudagur, september 22, 2004

Svartfugl

Var að klára vinnudaginn. Það er svo sannarlega skrýtnir tímar í þessu verkfalli. Það mættu í dag 15 börn en samt var allt brjálað. Það er ótrúlegt hvað svona óregla hefur mikil áhrif á þau, ég horfði gapandi á andlitin á sumum börnunum sem voru eins og heltekin. Það var öskrað, sparkað. grenjað. sungið með Grease og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan mæta hér verkfallsverðir á hverjum degi til að athuga hvort að nokkur sé nú að stelast til að kenna. Ég ætlaði að kenna konunni í eldhúsinu að leggja kapal en var bara snúin niður af 4 andfúlum konum í tréklossum.....nei....þessi var nú frekar slappur. Ég missti mig aðeins í átakinu í gær og eldaði svaka kjúklingarétt, með hvítlauksbrauði og salati...maður er nú meiri aulinn. Var samt enn 88 í dag í sundi. Síðan kom Garðar í heimsókn og við skiptumst á að koma Eið smára á toppinn í hinum frábæra netfótboltaleik premiership striker sem er inn á batman. Var rétt áðan að læra að spila hið æðislega lag blackbird eftir senior Paul McCartney, ég get bara setið og spilað þennan lagstúf endalaust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home