miðvikudagur, október 15, 2008

Stolið lag?

Það er gott að geta hugsað um e-ð annað en kreppu, lán, verðbólgu eða ógeðslega english bastards. Í staðinn er gaman að hugsa og skrifa um lagastuld, en það er málefni sem ég hef ætlað að skrifa um síðan í sumar.
Ég velti því fyrir mér hversu langt má ganga í að taka lag frá öðrum og setja í auglýsingar? Þegar ég hlusta á auglýsingar frá ýmsum íslenskum verslunum þá heyri ég gjarnan kunnuleg stef. Ég velti því nú fyrir mér hvort að íslenskur auglýsingagerðarmenn séu svo grófir að þeir hreinlega stela hluta úr lögum EÐA hvort að það sé leyfilegt að taka svona hluta úr lagi?

En þessar helstu auglýsingar sem ég man eftir í augnablikinu eru:

Auglýsing - Lag
Smáralind - Silent sigh með Badly Drawn Boy
Smáralind - Young folks með Björn, Benny og John.
Nova - I´ve got you babe
Hagkaup - Back in black með AC/DC
Hagkaup - Jaggidí jagg(eða hvað sem það heitir) með Magnúsi og Jóhanni
Debenhams - Everybody´s changing með Keane.

Check it out næste gang þið hlustið á reklamer.

5 Comments:

Blogger grojbalav said...

samkvæmt lögum þá má nota x margar sek af lögum frítt en ef það fer yfir þær sek þá þarftur að greiða höfundarrétt. Það sem er gert í flestum tilfellum hér er að nota x mörgu sek og breyta síðan laginu aðeins, þá þurfa þeir ekki að borga..snjallt eða siðlaust?

Vala

11:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á einn vin sem semur lög fyrir auglýsingar og hann er beðin um að semja lög sem líkjast öðrum lögum en ekki nógu mikið til að þurfa að borga fyrir að nota þau. Þetta gerir hann í gegnum netið á meðan hann býr erlendis þar sem kærastan hans er að læra og hann er heima með barnið.
Katrín K

11:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég heyrði viðtal við KK í gær þar sem hann var að segja frá laginu sem hann samdi fyrir SS. (skrifa stuttu útgáfuna!)
Hann sagði að ónefnd auglýsingastofa hefði hringt í sig og spurt hvort þeir mættu nota lag frá honum (man ekki hvaða lag) í auglýsingu fyrir SS og buðu honum feita upphæð fyrir. Hann sagði nei. Hálftíma seinna hringja þeir aftur og segja honum að þeir hefðu hringt í SS og sagt þeim að KK vildi ekki selja lagið í auglýsingu og að þeir væru með gæja sem væri til í að búa til lag líkt laginu hans KK sem þeir gætu þá notað. SS sagðist ekki vilja það heldur fá KK til að semja lag fyrir þá. Sem hann samþykkti :)

Svo það er ekki skrítið að manni finnist lög lík öðrum lögum! Þetta kom mér rosalega á óvart. En ánægð er ég (og KK var rosa ánægður líka) með að SS skyldi ekki misnota sér aðstöðu sína heldur gera þetta enn flottara!! :) Nú eiga þeir lagið sjálfir.

Kveðja Helga Dröfn

P.s gaman að sjá blogg hér aftur

3:09 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

kobe 11
balenciaga
bape hoodie
ferragamo belt
coach outlet
christian louboutin shoes
michael kors outlet
nike air max 97
curry 4 shoes
coach factory outlet

9:55 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

paul george shoes
steph curry shoes
canada goose outlet
jordan shoes
kobe shoes
balenciaga
kyrie 5
golden goose sneakers
off white clothing
nike sb

9:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home