fimmtudagur, apríl 24, 2008

Sonur minn the mini celeb

Skólafélagi Völu tók nokkrar myndir af Nóa um daginn, sem komu svona helvíti vel út. Ljósmyndarinn heitir Rebekka og hefur getið sér gott orð á ljósmyndasíðunni Flickr Það er reyndar svolítið sérstakt að lesa kommentin við myndina af honum þar sem ókunnugt fólk er að skrifa athugasemdir um barnið okkar. Hann er nú heppinn að eiga svona myndarlega foreldra þessi drengur, kannski á hann framtíðina fyrir sér í auglýsingabransanum eins og jökulrakarinn faðir hans. En kommentin er hægt að lesa hér:
Sérstaklega er gott kommentið frá honum Passetti "When he grows up, he will probably become the next Daila Lama. ;) "
Takk fyrir Passetti, nýjasti Sómi Hagamels 27 kjallara.
Og hér er svo myndirnar:



laugardagur, apríl 05, 2008

Hlaupabóla



Það eru búnar að vera sérstakar vikur þessar síðustu, þar sem að hver veikin á fætur annarri hefur herjað á heimasætur hér á Hagamel. Matthildur fékk hlaupabóluna fyrir tveimur vikum, en slapp nú frekar vel verður að segjast. Bólurnar urðu aðeins örfáar og hurfu jafn snögglega og þær birtust. Þegar hlaupabólan var farin fengum við foreldrarnir bæði e-a ógeðis sólarhringspest. Þetta var á laugardaginn í síðustu viku og ég vil bara taka það fram að þetta er eitt það versta sem ég hef lent í. Að vera með 39'C með tvö lítil börn er hörmung.



Maður lá í sófanum eða á gólfinu og reyndi að hafa ofan fyrir börnunum í algjöru móki. En sem betur fer tók pestin ekki lengri tíma en raun bar vitni að ganga yfir.



Í byrjun þessarar viku gerðist það sem við óttuðumst, Nói greyið fékk hlaupabólu. Við vorum nokkuð viss um að þetta myndi gerast og hugsuðum bara að kannski væri gott fyrir hann að ljúka þessu af svona ungur. Reyndar hefur hann átt mjög erfitt greyið eins og lesa má um hér:
http://www.matthildurognoi.barnaland.is/vefbok/
Samt sem áður er hann sáttur ef hann fær að borða beinið sitt í friði



Matthildur er mjög jákvæð týpa og er vön að setja upp bjartsýnisgleraugun á svona krísutímum. Hún er líka svo ánægð að hafa loksins getað farið aftur í leikskólann og hitt vini sína, eftir að hafa setið hér heima og horft á Dóru landkönnuð út í óendanleikann. Svo fékk hún líka að fara að sjá Norton í bíó, en hún hefur verið að segja öllum sem hún hittir upp á síðkastið "Þegar ég búin hlaupabólu...AÐ sjá fílinn". Sem útleggst á fullorðinsmáli "Þegar ég er búin með hlaupabólu þá ætla ég að fara í bíó að sjá fílinn (norton). Skemmst er að segja frá því að auglýsingarnar í bíó voru svo hátt stilltar og alls ekki við hæfi svona ungra barna, að Matta varð sjúklega hrædd og þurfti bara að yfirgefa salinn. Frekar glatað. En hún var nú samt frekar sátt.



En aftur að Nóa. Þessi hlaupabóla reyndist svo vera svaðalegt tilfelli. Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins.



Eins og má sjá á þessari mynd þarf að maka á hann Kalmínáburði til að minnka kláðan. Það eru bólur ÚT UM ALLT. Fullt á hausnum á honum, á maganum, bakinu, bleyjusvæðinu og í andlitinu.



Það er svo erfitt að horfa á hann þar sem hann getur ekki klórað sér en langar greinilega svo til þess. Hann á erfitt með að sofa, (sem þýðir þá að við sofum heldur ekki - sérstaklega Vala - núna eru komnar fjórar nætur) og er mjög pirraður.



En við vonum bara að þetta versta sé yfirstaðið, en mér finnst allavega dagurinn í dag vera sá besti hingað til. Við skulum bara segja að þetta hafi náð hámarki í gær og nú taki batinn við. Og vonandi ljúfur svefn fyrir alla í fjölskyldunni svona eins
og þessi ljúfi drengur fyrr í kvöld.