þriðjudagur, september 14, 2004

Ármann og aukakílóin

Jæja þá er maður búin að taka endanlega ákvörðun um að halda áfram í Ármanni í júdóinu. Fór í gær og fékk bara svo miklu meira út úr æfingunni. Náði að skella einum Huge Gaur með appelsínugula beltið AAAaaaa góð tilfinning.
Einnig hef ég ákveðið að losa mig við öll sykursætu aukakílóin sem hafa hangið utan á mér síðustu ár. Ekkert meira kók og nammi. Ég ætla að vigta mig í kveld og fylgjast síðan daglega með árángri. Vigtun mun fara fram kl 22:00 öll kvöld.
Ég bætti við linkum og teljara hér við hliðina með hjálp hinnar mögnuðu fyrrum spússu minnar hennar Örnu. Tjékkið á þessu liði allt miklir snillingar, endilega látið mig vita ef þið eruð með síður, þá skelli ég link inn.
P.S. Örn ef þú ert að lesa, ég er búinn að týna enska númerinu þínu, nenniru að senda mér sms.

2 Comments:

Blogger arna said...

þakka falleg orð :)

10:33 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir hjálpina : )

10:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home