miðvikudagur, september 08, 2004

Kjúklingur og Skandall

Garðar og Unnar voru að fara eftir fótboltagláp og kjúklingaát. Ég eldaði Bacon-, banana- og chilikjúklinga a la Katrín fyrrum tengda mín. En þessi leikur :(
Erum við að tala um dómaraskandal eða hvað? Ég hef nú bara aldrei séð annað eins og verð nú að vera sammála því sem að Eiður sagði að dómarinn væri sennilega í ungverska landsliðsbúningnum innanundir dómaratreyjunni. En gengur bara betur næst, allavega unnu Englendingarnir. Fyrsta júdóæfingin í gær eftir allt of langt sumarfrí. Bjössi þjálfari hættur í Ármanni og búinn að flytja sig yfir í ÍR. Maður verður nú að fylgja sínum manni og því var æfingin í frábærum húsakynnum ÍR við skógarsel. Vá hvað það var gott að byrja aftur. Fyndið hvernig maður finnur hvað spennan hefur hlaðist upp í manni þegar maður loksins byrjar að hreyfa sig. Ég fann streituna leka niður í tær og var sem nýr maður eftir. Næsta æfing á föstudag, i´ll be there.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home