fimmtudagur, desember 30, 2004

Vá hvað það er langt síðan ég hef skrifað...ussss. En það er nú ekki eins og maður hafi sitið auðum höndum. Búinn að mála stofuna, geymsluna og baðið. Á morgun verður síðan settur upp nýji vaskurinn inni á klósetti og borað gat úr herberginu inn í stofu, þannig að ég get hlustað á tónlistina úr tölvunni í nýja heimabíókerfinu mínu. Síðan þarf bara að gera allt ready fyrir partýið góða á gamlárskvöld. En ég átti afmæli í gær, sem var svo sem fínt, ég fékk fullt af sms-um og Una bauð mér í kjúkling. Ég er búinn að vera að reyna að setja inn myndaalbúm inn á síðuna, en þar sem ég er svo heftur þá get ég það ekki. Ég er búinn að ná í forrit sem heitir Hello og annað sem heitir Picasa, en allt kom fyrir ekki. Þannig að ef e-r þarna úti kann þetta má sá hinn sami endilega kenna mér það. Allavega gleðilega hátíð og hafið það öll mjög gott. Ég vona að ég sjái sem flesta á gamlárskvöld.

föstudagur, desember 17, 2004

Stórskemmtilegir hlutir að gerast á morgun, Örn og Berglind að koma heim. Það verður ólýsanlega frábært að fá drenginn heim. Life goes on Boy!
Jæja ég náði með herkjum að klára geðsjúka íslendingin 3 hjá kidda, ég hvet alla til að testa þessa geðveiki. Ég var að lesa Orðlaus áðan og þar var grein um hvað maður á að gera og ekki gera ef maður ætlar að vera partur af rapp/rokk eða popp menningunni. Ég einfaldlega þoli ekki þegar að blöð eru að setja sig í e-r spor og segja fólki hvað það eigi að gera til að vera falla inn í e-n ramma. Mér finnst eins og öll þessi tískutímarit séu að prédika á þennan hátt. Ef þú vilt vera rokkari þá áttu ekki að vera í motorhead bol vegna þess að það er úti, þú mátt skvetta bjór á djamminu vegna þess að það er cool. Spáið í því svo er fólk sem er áttavillt og fer að lifa eftir þessari vitleysu. En svona er lífið og tilveran.

mánudagur, desember 13, 2004

Jæja bara dottinn í veikindi og var heima úr vinnu í dag. Það var svo sem ágætt, gaf mér tíma til að taka til og byrja að mála. En ég fór í gær á allsvakalega mynd sem heitir Open Water og fjallar um par í sjávarháska. Þessi mynd fékk hárin til að rísa og mig langar ekkert að fara út í sjó á næstunni.(Ég ráðlegg þeim sem eiga eftir að sjá hana að hoppa yfir næstu málsgrein). Mér finnst alveg stórmerkilegt með svona myndir eins og þessa sem byggja á sönnum atburðum. Parið fer í utanlandsferð á sólarströnd, það fer að kafa með hóp af fólki, það gleymist og öll myndin byggist upp á þeirra samtölum í vatninu. En síðan deyja þau bæði! Þannig að í raun veit enginn hvað fór fram þeirra á milli, eftir að þau týndust, annað en að þau dóu og voru sennilega étin af hákörlum. Er ekki meira við hæfi að segja LAUSLEGA byggt á sönnum atburðum. Þetta á líka við myndina A Perfect Storm, hún var byggð á sönnum atburðum og raunverulegum karekterum, meira að segja. Öll myndin gerðist í bátnum sem þeir stunduðu veiðar á, en síðan sökk báturinn og þeir drukknuðu allir. Hello! Mér finnst þetta allavega alveg stórskrýtið. Æi þetta er bara Hollywood.
Í ljósi þess sem ég skrifaði í gær varðandi gullnar setningar á djamminu, þá varð mér hugsað áðan til einnar alveg klassískrar. Aðstæður: Danmörk, vor 1998, fyrir utan skemmtistað í köben. Viðstaddir: Kristinn, Dennis Butler, ég og stór svartur dyravörður í vondu skapi út í Dennis. Atburðarrás: Dennis var með leiðindi inn á staðnum og var hent út. Hann og dyravörðurinn ógurlegi lentu í smá ryskingum inn á staðnum, sem síðar færðust út á gangstétt. Þar komum við Kiddi að þessu öllu saman og reyndum að róa menn niður. Síðan þegar dyravörðurinn reiðist út í okkur og vill að við hypjum okkur í burtu, þá ákveð ég, á minn einstaka hátt, að bjarga coolinu fyrir hópinn og sný mér að honum og öskra "Hey!, Relax on the steroids!" Afleiðing: Frekar mikið reiður, svartur og stór dyravörður næstum því búinn að gera mig að konunni sinni. En einhvernveginn fór allt á besta veg.

Þetta er nú búin að vera meiri helgin. Djamm báða dagana og sjónvarpsgláp þess á milli. Fór á rosalegt djamm á föstudag. Við enduðum á 22 eftir að hafa verið á Dillon og Sirkus. Allt saman endaði þetta í mikilli dramatík fyrir ónefndan vin minn, slagsmálatilraunir, sundsprettur í sjónum og bíltúr í sjúkrabíl sem endaði reyndar bara upp á löggustöð (ekki ég sko!). En það var allt í góðu og allir hressir í dag. Ég var að skríða heim í kringum 7:30. Á laugardaginn ætlaði ég ekki að komast upp úr sófanum til að opna fyrsta bjórinn, en það hafðist á endanum. Við fórum þá aftur á 22 og var mikið gaman og grín. Það er merkilegt að sjá á 22 hvernig liðið verður skrýtnara eftir því sem tíminn líður. Eftir 5 þá er skemmtun út af fyrir sig að sitja og horfa á alla furðufuglana labba inn. En það er gaman að segja frá því að eftir marga rólega mánuði í mínu lífi, virðist e-ð vera að fara að gerast í kvennamálunum. Allavega er maður farin að reyna aftur, er það ekki svoleiðis, þeir fiska sem róa. Fyrsta kvöldið í langan tíma sem ég setti mig í "viltu dansa" sporin og fékk ég út úr því eitt símanúmer og einn lítinn sætan koss. Reyndar finnst mér bara fyndið að segja frá því hvað maður gerði sig að miklu fífli. Þegar loka átti búllunni (ok ég viðurkenni það hér og nú að ég var í "skítsama fílingnum", bara jolly góður og pínu desperat) þá fannst mér +40 ára barmgóða barkonan e-ð voðalega heillandi. Fór aðeins að djóka í henni og hún tók bara vel í það, hló bara að ruglinu í manni, dæmi um vitleysuna er: "þú lítur út fyrir að þurfa á nuddi að halda, á ég ekki bara að koma heim með þér á eftir og nudda þig?" Flottur, ekki satt? Þegar var síðan verið að henda öllum út þá kom ég með alveg bestu setninguna "hvað segiru, ef ég bíð eftir þér fyrir utan, kemuru þá?" " eeee nei takk"
Óli!!! Bad. En who cares, allavega ekki mér, annars myndi ég ekki skrifa þetta hérna. Og síðan var þetta allt saman meira svona í djóki.
Ég verð að viðurkenna það að ég er alveg að missa mig í eyðslu þessa dagana. Var að kaupa mér Canon powershot a 95 digital myndavél og fæ hana á föstudag. Síðan fór ég og keypti mér jakkaföt og skó í 17 á föstudag sem kostaði 40k. Á djamminu um helgina var eytt eins og ég veit ekki hvað. Þvílíkt og annað eins. Og núna er verið að spá í heimabíókerfi og 32" philips (að sjálfsögðu) widescreen sjónvarpi. Sem kostar samtals aðeins 120k. Jesus, ég verð veikur að hugsa um þetta.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Jæja bara búinn í prófum og kominn í jólafrí. En leiðinlegt. Getur maður kannski loksins farið að einbeita sér að íbúðinni og að mála fyrir jólin. En ég fór að skúra í dag, eins og ég geri tvisvar í viku, í blokkinni góðu þar sem að einungis ríkt eldra fólk á heima (og reyndar Erla fyrrverandi hans Jóseps!). Það er stundum eins og maður sé með 60 yfirmenn í þessu starfi. Það hafa allir skoðun á því sem að ég er að gera. Maður reynir alltaf að vera nice og brosa sínu breiðasta, en það er eins og sumt fólk hafi ekkert betra að gera en að lítillækka "the hired help". Ef ég á einhvertímann í hættu að líta of stórt á sjálfan mig þá er gott að hafa þetta starf til að negla mig kyrfilega niður á jörðina. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ein kona labbaði fram hjá mér og spurði "ertu búinn að vera lengi í þessu?" "já í tæp tvö ár" "humm mjá já og hvað kemuru oft í viku?" "tvisvar, alltaf á mánudögum og fimmtudögum" síðan þegar hún snýr sér við og er að fara að labba í burtu þá læðist út úr henni "Er það nóg?" Og síðan í dag þá rakst ég á yfirmann húsfélagsins sem er reyndar nokkuð fínn kall vegna þess að hann elskar að segja frá bílnum sínum og ég hlusta alltaf af yfirgengilegum áhuga (hummmm). Hann sagði í dag " Það er nú ekki mikið ryk hérna að þrífa" Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja þannig að ég reyndi að vera sprækur "maður verður bara að hafa opin augun, þá helst það þannig" þá sagði hann " þú gerir þetta bara svona af gömlum vana". Ok þetta er það sem ég þoli ekki við þessa vinnu. Ég fer alltaf að velta öllu fyrir mér, hvað liggur á bakvið.....ó nei er ég ekki að standa mig og finnst þeim ekkert vera þörf á því að ég þrífi hérna. Skrýtið hvað maður getur átt erfitt með að sleppa e-u sem komist hefur upp í vana. En ég meina þetta er líka fínn peningur fyrir litla vinnu. Síðan var ein kona alveg brjáluð vegna þess að ég kom í 15 mín á jóladag í fyrra og rétt þurrkaði af....ég meina jóladagur var á fimmtudegi. Ég vildi ekkert fara að skrópa, en ég skil svo sem alveg þeirra sjónarmið. Hún kom að mér nokkrum dögum síðar, nánast með kross í einni hendi og flösku af heilögu vatni í hinni og spurði "komst þú hérna á jóladag" "eejjejjjjá aðeins til að þurrka af" Hún horfði beint í augun á mér eins og ég hefði viðurkennt að ég væri Lúsífer og sagði " þú raskar hér ró fólks".
En ég lít bara á björtu hliðarnar og tel þetta allt saman vera skóla lífsins. Maður lærir að eiga samskipti við mismunandi fólk og að bera höfðuðið hátt í lágt settu starfi. Djöfull getur maður bullað stundum!

föstudagur, desember 03, 2004

Var að koma af fyrstu júdóæfingunni í margar margar vikur....oooo mér finnst eins og ég sé endurfæddur. Ég er samt ekki að segja að þessi æfing hafi verið eitt langt hallelújaóp, ó nei langt í frá. Maður var laminn þarna sundur og saman. En þetta kemur allt með kalda vatninu. Búnir að tveir ansi góðir Kastljós þættir í vikunni. Þessi á miðvikudaginn 1. des, með óperugrísnum honum Kristjáni og síðan á fimmtudaginn 2.des með útvarpsgoðinu Freysa/Andra. Í fyrsta lagi var ég í algjöru sjokki að sjá hann Kristján missa coolið svona rosalega í beinni útsendingu. Maður hefur alltaf litið á hann sem holdgerving hámenningar. Það var erfitt að sjá hann þarna http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2004-12-03&file=4154652 blaðrandi óskiljanlegt rugl út í loftið og svívirða þáttastjórnendur. Ok þeir hefðu kannski alveg mátt chilla á spurningunum en þetta var frekar hallærislegt hjá kallinum. Í öðru lagi fannst mér mikið til hans Andra koma í viðtalinu á fimmtudaginn. Undir erfiðum spurningum stóð hann sig nokkuð vel og komst vel frá þessu. Ég get samt alveg verið sammála hinum gaurnum í sambandi við að láta ekki allt flakka í útvarpinu, en krakkar eru ekki heilalausir. Ég held að þau sjái alveg húmorinn í þessu og nái að skilja frá gríni og raunveruleikanum. Ég meina krakkar þurfa oft á e-u svona að halda til að fá útrás fyrir eigin uppsteit. Ég man þegar ég var ungur og hlustaði á Nirvana, ég fór ekki og sprautaði mig með heróíni vegna þess að Kurt Cobain gerði það. Kannski ekki gott dæmi, en þið vitið hvað ég meina.

Ég hef mikið verð að velta því fyrir mér upp á síðkastið með nammiát. Ég nebbilega hætti því helvíti um daginn og gerðist heilsufrík. Fór á hverjum morgni í sund og gufu og endaði bara svona helvíti grannur og fínn. En alltaf þegar maður verður öfgakenndur í eina áttina þá endar maður á því að verða öfgakenndur í hina áttina á móti. Svona til að jafna allt út. Þess vegna hef ég á síðustu vikum hellt mér út í þvílíkan ólifnað. Ég hætti alveg að fara í sund, byrjaði að drekka kók aftur og borða nammi. Síðan fór ég að sofa óreglulega og hef fitnað heil ósköp. Þvílíkt og annað eins. En anyways eftir að ólifnaðurinn byrjaði, þá finnst mér eins og ég sé líkamlega háður sykri. Ég borða kannski ógeðismat eins og mcdonalds í kvöldmat og kók með og síðan nammi og kók um kvöldið. Fer síðan seint að sofa og vakna í annarlegu ástandi. Ég er að tala um það að þegar ég vakna þá líður mér svo illa að ég held ég geti ímyndað mér þegar heróínistar tala um cold turkey. Það er stöðugur hrollur í manni, maður er hyper sensitiv í öllum líkamanum, og það eina sem reddar manni er að fá sér sykur í formi kóks eða nammi. Þetta er helvítis dóp þetta fæði. Nú er komuð nóg, sund á morgun og minnka nammineyslu til muna.
En ég fór áðan á ölstofuna með Unu, það er sem sagt fimmtudagskvöld. Það kom mér ekkert smá á óvart hvað það voru margir á staðnum. Það er líka alveg helvíti notaleg tilfinning að fara og fá sér bjór þegar það er vinna daginn eftir. En það sorglega við þetta var eiginlega að eina fólkið sem maður kannaðist við voru foreldrar úr Austubæjarskóla. Sem sagt I have got to get out more!!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Jæja þá er svona því mesta að ljúka í skólanum, bara eitt próf eftir. Það verður gott að geta farið að einbeita sér að jólabakstrinum. Það er gaman að sjá að Big Daddy Kane sé líka hooked á leiknum góða hér að neðan, því það þýðir að ég er ekki geðveikur og þessi leikur er góður. Ég mana alla til að prófa og krækjast.
Ég kíkti um daginn inn á www.sigur-ros.co.uk og festist í marga marga tíma. Þvílíkur fróðleikur er þarna að finna ásamt frábærum videoum og lögum, náttúrulega rosaleg hljómsveit. Og það er plata á leiðinni frá þeim sem sögð er vera aðgengilegri en sú fyrri. Skemmtileg staðreynd: Orri Dýrason trommari á dóttur sem heitir Vaka og er á Hagaborg sem ég var að vinna á, og líka á deildinni sem ég var á. Fyrsta lagið á nafnlausu plötunni heitir í raun Vaka eða untitled # 1 (a.k.a. Vaka)...skemmtilegt ekki satt. Eftir að hafa dottið meira og meira inn í þessa hljómsveit upp á síðkastið þá langar mig svvvvvoooo að sjá þá almennilega á tónleikum. Ég hef séð þá tvisvar í Danmörku en það var e-ð svo lítið og skrýtið. Ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann og farið á tónleikana sem þeir héldu í háskólabíó hér um árið. En svona er það nú.
Spurning: Er til betra lag til að koma manni í stuð en Beat it með Michael Jackson?