Krambúleraður Krimmi
Það hefur svo margt skemmtilegt gerst um þessa helgi að ég hef ákveðið að snúa aftur úr sjálfskipaðri útlegð minni úr bloggheimum. Auðvitað er alveg heill hellingur búinn að ske upp á síðkastið og ég held að það sé best að setja upplýsingarnar í númeraröð.
1. Börnin mín eru búin að vera veik til skiptis í mánuð. Nú er ég kominn í sumarfrí og get því tekið aðeins álagið af Völu en ég vona nú að þessu fari að linna. OG ég fæ tveggja mánaða sumarfrí í fyrsta sinn í langan tíma. Matta er orðin alveg geðveik týpa sem maður getur spjallað við um allt og sérstaklega um lagið Allt fyrir ástina með Páli Óskari, sem hún virðist elska. Það og Tinnu. Nói er nú sennilega kominn á erfiðasta barnaaldurinn, sé miðað við foreldrahlutverkið. Hann er 8 mánaða gamall og nennir ekkert að sitja kyrr lengur. Maður getur sem sagt varla tekið augun af honum í eina sekúndu þar sem að hann getur nú skriðið út um allt og staðið upp við alla hluti, sama hversu valtir þeir eru. Svo stendur hann upp og labbar aðeins meðfram þangað til að hann verður þreyttur og dettur eins og tré beint á gólfið. Sem betur fer eru foreldrarnir ávallt tilbúnir að grípa hann.
2.
Framkvæmdir. Eins og ávallt þegar við erum í fríi saman erum við að taka íbúðina í gegn. Það sem er á dagskránni núna er að (ég skammast mín svo mikið að ég get varla skrifað þetta tveimur árum síðar...) klára baðið, nú erum við nánast búinn að taka barnaherbergið í gegn og lítur það bara nokkuð vel út. Ef allt fer vel þá ættum við að vera búinn með allt í næstu viku og þá er það stóra spurningin??? Eldhúsið!!!
Mig langar að rífa allt út úr eldhúsinu og setja inn ný gólfefni og nýja innréttingu. Það kostar auðvitað sitt eins og Vala mín segir en hennar hugmyndir eru að hressa upp á innréttinguna með betri borðplötu og öðrum flísum. Ég veit að það er synd að henda út svona upprunalegri innréttingu og setja IKEA í staðinn en ég bara get ekki lengur þessa innréttingu. Sem dæmi þá þori ég varla að rífa innréttinguna niður og sjá hvaða viðbjóður leynist undir og á bakvið. Þetta eldhús er bara viðbjóður, eins og Geiri Kol segir.
3.
Um helgina tókum við drengirnir þátt í Mix boltanum annað árið í röð (Önnur af tveimur ástæðum fyrir titlinum á þessari færslu). Alveg eins og í fyrra þá var mótið alveg frábært í alla staði en ólíkt því í fyrra þá unnum við núna tvo heila leiki. Í fyrra unnum við engann. En núna var Kiddi ekki með þannig að...
4.
Einnig um helgina komst ég yfir nýju plöturnar með Sigurrós og Coldplay (hin ástæðan fyrir titlinum). Í stuttu máli sagt þá er Sigurrósarplatan alveg frábær. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að halda þegar ég hlustaði á hana. Þeir eru svo poppaðir. Ég hvet alla til að hlusta á lagið Inn í mér syngur vitleysingur sem er bara rosalegt.
Coldplay aftur á móti tekur aðeins lengri tíma að melta. Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda með þessa plötu, hún rennur alveg í gegn mjúklega en það vantar alveg þessa megahittara. Kannski koma þeir við aðra eða þriðju hlustun. Mér finnst eins og þeir séu aðeins að prufa sig áfram með misjöfnum árangri. Það má þó ekki misskilja mig að mér finnst þetta léleg plata, hún er mjög góð, bara öðruvísi.
5.
Ég náði ágætum árangri í skólanum en þessi törn var nokkuð þétt. Ég fékk 8,5 í öllum fjórum fögum og er ég bara nokkuð sáttur við það. Og talandi um skólann þá gifti hún María sig um daginn, en við erum gamlir félagar úr skólanum. Við Vala gátum ekki mætt en innilega til hamingju elsku María og Ágúst.
6.
Við Valgerður horfðum á tvær svaðalegar chick flicks um helgina. Önnur heitir Sex and the city og hin heitir Defenitely maybe. Ég var í algjöru kellingarstuði og var að fíla þessar myndir í tætlur. Ég hef alltaf haft gaman að S&C þáttunum og því var myndin bara fyndin. En D.M. kom aftur á móti algjörlega á óvart. Ryan Reynolds leikur aðalhlutverkið en sá gaur hefur alltaf farið nett í mig. En ekki núna...núna hélt ég með honum í leitinni að þeirri réttu. I turning into a woman, slap me around and call me Suzie.
5 Comments:
Við hefðum náttúrulega unnið mótið ef ég hefði komist með! Eða ertu ekki annars að segja það? :P
KT
Ha jú jú jú auðvitað. Hvernig sem þú vilt túlka það. En við erum ekkert hættir að spila körfubolta þótt að mótið sé búið...er það?? Hvenær er næsta karfa. Í þessari viku???
hæ hæ hæ
Takk fyrir kveðjuna - ég saknaði ykkar mikið í partýinu, það var geggjað stuð og við vorum að skríða heim milli 3-4 um nóttina algjörlega búin á því eftir brilliant dag. Kíktu á bloggið mitt - þar eru linkar á myndir. kv.M
er að svissa úr rufaló yfir í suzie as we speak.....
María: vildi að við hefðum komist, en þú ert sko kominn í linkalistann og því er ég alltaf að skoða hjá þér. Þú verður því að vera dugleg að blogga og setja inn myndir.
Tinna: Takk ég vissi að þú myndir skilja mig.
Skrifa ummæli
<< Home