laugardagur, september 11, 2004

Baldur og hinn réttdræpi hermaður

Smá skrall í gær með Baldri, Garðari og Unnari. Fórum á dillon sem var svo sem ágætt, fyrir utan óendanlega þreytu eftir erfiðan dag. Ég fór þar af leiðandi snemma heim. Baldur var í essinu sínu að venju og átti góða spretti í umræðunni um stríðsrekstur. Hans skoðun er sú að um leið og menn skrá sig í her séu þeir réttdræpir! Aðalpointið hjá honum var að líf óbreyttra borgara sé meira virði en hermanna, sem kannski meikar smá sens. Baldur er náttúrulega bara one of a kind. Heyrði í Erni áðan sem var í góðum gír í Sheffield. Hann og spússan voru í íbúðarleit, en það helsta í fréttum var að mesta áhyggjuefni hans um heitavatnsskort og lágan kók standard virtist óþarfur. Nóg af heitu vatni í öllum íbúðum og kókið bara ljómandi.
Nú er komin maður sem er að leggja breiðbandið inn í húsið. Ætli það sé ekki ágætt?
Ég hvet alla til að hlusta á lagið just on thing með My morning jacket.
Það sem ég hef verið að hlusta á undanfarið er eftirfarandi:
  1. Velvet revolver - Fall to pieces. Rokk og ról eins og það gerist best. Slash sýnir gamalkunna takta.
  2. Bob Dylan - Dirge. Af plötunni Planet waves. Það er e-ð við röddina í þessu lagi sem ásækir mig.
  3. Blink 182 - Down. Geirvörtupírsíng og tattú í bland við massíva krafthljóma, getur ekki klikkað.
  4. Damien Rice - Cannonball. Frændi minn frá Írlandi með gull af lagi.
  5. Ryan Adams - My winding wheel. Af plötunni Heartbreaker. Algjör snilli hér á ferð. Þessi plata og nýja platan, Love is hell, eru skyldueign.
  6. The Thrills - Whatever happend to Corey Haim. Þetta er náttúrulega bara flott hljómsveit. Þetta eru Trendsetters að mínu mati, sjáið bara fötin.

Það er gaman að segja frá því að ég ákvað að athuga hvað varð eiginlega um Corey Haim og komst að því að árið 2000 þá lýsti hann sig gjaldþrota og er nú nánast hættur að leika í bíómyndum. Ef þið munið ekki eftir honum þá er mynd af honum hér http://go.to/corey.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home