laugardagur, september 18, 2004

Englabros

Horfði áðan á Magnús Scheving hjá Gísla Marteini. Í hvert sinn sem ég horfi á viðtal við Magnús þá langar mig að standa upp úr sófanum og hlaupa maraþon. Þessi maður er ótrúlegur, ef hann væri barn þá væri hann örugglega settur á fimmfaldan skammt af rítalíni. Að heyra sannfæringakraftinn í röddinni á honum. Hann er sennilega geðveikur sölumaður, hann gæti örugglega selt mér höfðustækkunartæki á fimm mínútum og sannfært mig í leiðinni að höfuðið á mér sé alls ekki nógu og stórt. En ég hef alls ekki lifað eftir Scheving lifnaðarhættinum í dag, ég svaf til svona 5 og var enn á nærbuxunum þegar að fréttirnar í sjónvarpinu byrjuðu. Slubbi!
Nú er ég nýkominn úr búðinni og vidoeleigunni þar sem stokkaði mig upp fyrir kvöldið. Í videoleigunni var stelpa að vinna, sem eitt sinn vann með mér á Hagaborg. Hún er þeim kostum gædd að vera gullfalleg og með alveg ótrúlega útgeislun. Þegar við vorum búin að spjalla og ég kvaddi þá brosti hún svo innilega til mín að mér leið eins og ég væri eini maðurinn í heiminum. Ég elska svona konur sem lyfta manni upp á hærra plan með einu brosi.

1 Comments:

Blogger Chuck Olsen said...

haha!

10:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home