mánudagur, janúar 31, 2005

Ég er svo mikill lúði þegar kemur að tækni. Ég sit hér með þennan dýrindis Mp3 spilara og get ekki fengið hann til að virka. Ég innstallaði SonicStage forritinu með tólinu og alltaf þegar ég ætla að opna það, þá kemur bara "loading my library". Ég er náttúrulega með 30 Gíg af tónlist þannig að það gæti kannski tekið smá tíma, en þetta er búið að vera í 3 daga. Þá prófaði ég, eftir ráðleggingum frá Erni, að draga bara tónlist inn á spilarann inn í My computer. En þá kemur bara No data, þegar ég ætla að spila. Kiddi!! Hjálp!!
En ég fór á hræðilegasta stað sem til er í geiminum í gær, sá staður heitir Thorvaldsen. ÚFFFF Kjötmarkaður með meiru. Þetta var slæmt. Þar var gaur, sem var kúkabrúnn, með fráhneppta skyrtu niður á nafla að dansa e-n rassadans á dansgólfinu. Þá sagði ég nú bara hingað og ekki lengra og fór á 22 og hitti Völu mína, sem var algjör blómarós að vanda. Við fórum snemma heim eftir það og búinn að vera nokkuð mikið þunnur í dag.

föstudagur, janúar 28, 2005

Ég hef nú sjaldan verið talin heppinn maður í spilum, kannski er ég bara svona kappsfullur og tapsár - there is no such thing as luck. En það ótrúlega gerðist um daginn að ég keypti mér kókflösku hjá hinum ofurhressa Birgi Nielsen á pyslubarnum við Sundhöllina. Á kókflöskunni var svona Idol leikur í gangi og ég ákvað að senda kóðann inn bara svona til að prófa. Haldiði að ég hafi ekki bara fengið tilbaka "til hamingju þú hefur unnið mp3 spilara frá Sony center." Ég var nú hálf skeptískur í fyrstu og ákvað að bíða með gleðidansinn. Ég bjóst við að þetta væri svona rauður Coke mp3 spilari sem hafði verið fjöldaframleiddur spes fyrir þessa keppni. Ég hringdi því í aðalmanninn hjá Sony center og þann sem kallaður er Kiddi. Hann tjáði mér að hér væri á ferð forláta Sony spilari að verðmæti 20 þús. Og þá hófst gleðidansinn fyrir alvöru.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Jæja svaka fjör og stuð. Fór í gær með hnátunni á hina ofurspræku flikku Sideways. Þetta er ein af þessum myndum....þið vitið...sem maður andvarpar margoft á meðan henni stendur og hugsar "Vá". Ég mæli með að fólk tjékki á henni hið snarasta. Týpurnar í þessari mynd eru alveg óborganlegar. Félagarnir tveir í aðalhlutverkunum eru svooo misheppnaðir en samt er maður svo á þeirra bandi allan tímann. Vel skrifað, vel leikið og snertir mann djúpt. Sérsktaklega atriðið þar sem þeir þurfa að ná í veski sem annar þeirra gleymdi hjá konu út í bæ. Frekar fyndið. En lítið annað að frétta en að vinnan og skólinn eru í sameiningu að dræva mig nuts.

mánudagur, janúar 24, 2005

En á ný er það djamm báða dagana. Þetta er náttúrulega ekki heilbrigt. Samkoma heima hjá mér báða dagana, algjörlega án þess að hafa planað neitt í bæði skiptin. Það kemur einn í heimsókn og síðan annar og áður en ég veit af stend ég upp í sófa kl 2 um nótt með íbúðin fulla af fólki, að spila luftgítar og hlusta á bon jovi. Bæði djömmin voru keimlík, dillon og 22, mikil drykkja og alveg gullfalleg hnáta að nafni..... æi ég segi ekki strax.
Ég var að blaða í newsweek áðan og las þar grein um það hvernig fæðingartíðni hefur lækkað svo mikið að eftir nokkra áratugi með sömu þróun mun fólksfjöldi í heiminum fara lækkandi. Mér fannst þetta nokkuð áhugavert, ég hélt nefnilega alltaf að heimsíbúar myndu bara halda áfram fjölga sér þangað til að allt heila klabbið springi. Reyndar var talað um að í fátækustu löndunum og borgum þeirra myndi fjölgunin verða svo mikil á næstu áratugum að fátækrahverfin verði alvega troðin og fimmtungur allra barna undir 5 ára myndu deyja. En þetta er náttúrulega mjög súr pæling í þynnkunni.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Æi ég er alltaf svo gáfaður. Ég ákvað að skella mér í vinnuna á þriðjudaginn, þrátt fyrir veikindi á sunnudag og mánudag. En á miðvikudeginum fór ég heim úr vinnunni veikur! Því sit ég hér heima að reyna að hrista þetta af mér, en það gengur ekkert rosalega vel. Maður hefur nú ekki beint mikið að tala um þegar maður hefur ekki farið út úr húsi nema í nokkur skipti síðustu daga. Ég held að skeggið sem ég er búinn að vera að safna sé ekki alveg að gera sig. Fólk sem mætir mér út á götu virðist oft vera frekar skeptískt um hvort það eigi að bjóða mér góðan daginn eða bjóða mér peninga fyrir mat. "Hræðilegt að sjá svona utangarðsmenn!" Nei það er kannski ekki alveg svo slæmt, en ég býst við að skeggið fjúki í kvöld.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

AARRRGGG ég get ekki sofnað. En er búinn að vera að horfa á tvær nokkuð góðar flikkur. Í fyrsta lagi hina stórgóðu City of God. Ef þú ert ekki búinn að sjá hana, skaltu gera það strax. Væntanlega eru flestir búnir að sjá hana, því hún er nú ekki alveg ný af nálinni en ekki verri mynd fyrir það. Síðan til að kittla hláturstaugarnar þá tók ég líka Starsky and Hutch. Nokkuð nettir þeir Wilson og Stiller. Síðan var ég að átta mig á því að leikstjóri þessarar myndar er sami gaur og gerði Old school, sem er náttúrulega bara snilld. Todd Philips held ég að hann heiti, hann hefur víst gert 3 myndir þannig að maður verður nú að sjá þá þriðju við tækifæri. En í ljósi vandræðalegra mómenta í bæði Dís, sem ég horfði á í gær, og Starsky and Hutch sem ég sá áðan, þá fór ég að hugsa í andvökuástandi mínu, um öll mín vandræðulegu móment í gegnum lífið. Ég tók saman þau helstu. Ég vona að þetta sé ekki algjörlega over the top, en here it goes:

5. Þegar annars vegar mamma og hins vegar pabbi sáu mig fullan í fyrsta sinn. Mamma á hestamannamóti á Höfn þar sem að ég drapst út í móa eftir sopafyllerí. Pabbi þegar ég fór á tekílafyllería á busaballinu í Kvennó. Ég sem sagt skreið inn um dyrnar í orðsins fyllstu merkingu.

4. Ég mun aldrei gleyma eftirfarandi reynslu. Ég var staddur í þjóðarbókhlöðunni að læra fyrir sálfræði. Eftir magafylli af hádeigismat, þurfti maður að gera þarfir sínar á klósettinu. Málið var bara það að karlaklósettið var upptekið í lengri lengri tíma. Ég ákvað því að stelast yfir á kvennaklósettið. Ég lokaði að mér og settist niður og byrjaði. Áður en ég veit af er tekið í húninn og viti menn, ég hafði ekki snúið lásnum alla leið. E-r stelpa opnaði hurðina hálfa leið og ég þurfti að skutla mér á hurðina og loka henni um leið og ég kallaði "upptekið". Það versta af öllu var þó sennilega að þegar ég var búinn og fór út þá stóð stelpan beint fyrir utan hurðina, með mjög skrýtin svip á sér. Þessi sena hefði sennilega verið í fyrsta sæti ef stelpan hefði opnað hurðina upp á gátt...let´s thank god that didn´t happen!

3. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég fer á bjórfyllerí þá fer maginn á mér í hunk. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisar að ég fer heim með stelpu eftir mikið bjórþamb og maginn á mér fer að stríða mér. Það nefnilega myndast alvega óheyrilega mikið gas í bjórfullum þörmum mínum. Það sem gerist er eftirfarandi. Við komum heim, við dönsum frjósemisdansinn, við sofnum. En þegar að ég er lagstur í djúpsvefn og allt ætti að vera með kyrrum kjörum, þá, já einmitt þá, ákveður maginn á mér að sleppa öllu gasinu út í miklu þrumufleyg sem vekur alla sem nálægt eru. Sem betur fer er hægt að bregðast fljótt við og þykjast vera sofandi. Ég vona alltaf að hún sé að gera það sama. Ég er að hugsa um að fara að drekka vodka straight!

2. Einu sinni var svona foreldraskemmtun í leikskólanum. Daginn áður ákvað ég að ég vildi líta sem best út, og setti því á mig 1. stk brúnkuklút. Bara svona til að vera ferskur. En það sem þeir vita sem hafa notað svona lagað, er að brúnkan getur komið ansi sterk inn..svona eins og maður hafi sofnað fyrir framan ljóskastara sem er beintengdur sólinni. Sú var rauninn með mig þennan daginn, en ég skellti mér nú samt og var bara hinn hressasti. Það sem gerðist var það að þegar að hátíðarhöldin höfðu staðið í dágóða stund, þá snýr ein mamman sér að mér og segir " Guð Óli, ég var einmitt að spá í af hverju þú værir svona brúnn...ég hélt að þú værir að leika trúð í leikritinu á eftir, en síðan fattaði ég að það er búið að vera svo gott veður síðustu daga. Þú ert bara búinn að vera í sólbaði út í garði...ha ha ha" Og það versta var að hún sagði þetta mjög hátt í miðjum foreldrahópi og það eina sem ég gat gert var að standa þarna eins og fífl og kinka kolli. "Já, það er búið að vera mjög gott veður!"

1. Númer eitt og það sem mun sennilega hafa mótað mig í gegnum tíðina. Það er stórt stórt sár á sálinni eftir þessar lýsingar sem koma núna. Málið var það að þegar ég var lítill var alltaf svaka vinsælt að fá að gista hjá vinum sínum. Ég gerði það mjög oft frá því að ég var svona 9 ára. Fyrst var það Baldur og/eða Elva, síðan Siggi og/eða Garðar. En á ákveðnu tímabili í mínu lífi, nánar tiltekið á árunum 1989-1992, voru foreldrar mínir skildir og báðir byrjaðir með nýjum mökum. OOOOGGGGGGGG með sínum nýju mökum voru þau bæði að reyna að eignast börn!!!! Það kom því ósjaldan fyrir að ég og hver sem það var sem var að gista þá nóttina þurftum að liggja andvaka á meðan að við hlustuðum í stunur......aaaaaaa i cant say it.....úr svefnherbergjum foreldra minna. Ég er actually með gæsahúð þegar ég skrifa þetta. Þú veist það vill enginn 12-13 ára vita hvernig hljóð mamma sín gefur frá sér við samfarir...nei nei nei leyfið mér að umskrifa þetta það vill ENGINN vita hvernig hljóð mamma sín......ye you know what i mean. Og hversu ógeðslegt er að vinir manns viti það...bbbleeeeeeeeeeeeehhhhjjjjjjjjjjuuuuukkkk.

Jæja nú er þessi vefur officially orðinn way to personal.



mánudagur, janúar 17, 2005

Búinn að vera veikur núna í 2 daga. Rosalega er að það leiðinlegt. Það er bara svo og svo gaman að hanga heima hjá sér í leti. Ég er ennþá hálfslappur og líður eins og ég sé að hósta upp glerbrotum þegar ég hósta...great. Ég og örn tókum gott session áður en hann fór og allt er í góðum farveg. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur. OOHH ég er e-ð svo andlaus að það hálfa væri nóg. Mér líður eins og ég sé í fangelsi inn í þessari íbúð allan sólahringinn. Ég verð að komast út á morgun....must get well. Ég leigði mér myndina Dís í gær....Hummmm. Ég veit ekki hvað ég á að segja, nema að mér fannst kokkurinn og gamli karlinn í myndinni alveg stela senunni (eða reyndar nokkrum senum). Ég veit ekki með vinkonurnar tvær. Mér finnst svo oft samtöl í íslenskum myndum vera gervileg. Þú veist, hver myndi tala svona sjúklega skýrt og með svona mikilli sannfæringu þegar maður talar við vin sinn heima hjá sér í rólegheitum. Mér finnst oft sem íslenskir leikarar geti ekki losnað undan þessu leikhúsuppeldi sem þeir virðast hafa fengið. Tala ALLTAF eins og þeir séu að halda ræður. Þetta á að sjálfsögðu ekki við alla en mér finnst þetta samt vera nokkuð áberandi. T.d. fannst mér Ingvar E. Sigurðsson alveg vera laus við þetta í myndum á borð við Djöflaeyjan og Englar alheimsins. En þessi mynd var alveg fín og fannst mér hún gefa nokkuð góða mynd af íslensku samfélagi. Bæði þær jákvæðu og neikvæðu. Það var mikið um "grasið er grænna hinum megin" fílíngnum sem mér finnst oft áberandi hjá fólki hér á landi. Snobb fyrir erlendum stórborgum og snobb fyrir erlendum listamönnum og celebsís. Hinir jákvæðu sumarstraumar sem koma fram í Reykjavík á sumrin. Saumaklúbburinn var holdgervingur alls þess sem ég hræðist í lífinu. Margar konur sem koma saman og eru með formúluna fyrir lífinu á "hreinu".
Jæja en anyways best að halda áfram að safna skeggi!

föstudagur, janúar 14, 2005

Kennarinn sem ég sendi bréfið til brást öll hin ljúfasta við og sendi mér gott svar sem ég mat mikils. En ég fór í gær á myndina Old Boy. Ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar ég sast í nýju fínu sætin í Laugarásbíó. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd eða lesið neina dóma um hana, þannig að það mætti segja að ég vissi ekkert. Ég komst fljótt að því að hér var um að ræða óbandaríska mynd eða Suður-kóreska gæti ég trúað (án þess að hafa tjékkað á því), tungumálið var allavega e-ð óskiljanlegt. Myndin byrjaði öll hin drungalegasta og setti tóninn snemma fyrir það sem koma skyldi. Hún fjallar basically um mann svalar hefndarþorsta sínum á öðrum manni, á sjúkasta hátt sem um getur. Ég myndi segja að þessi mynd væri ekki fyrir viðkvæma, alla vega ekki atriðið sem samanstendur af hamarsklauf, tanngarði og miklu teipi. En ég hvet samt sem áður alla að kíkja á þessa mynd.
Á morgun er Örn að fara heim til Sheffield. Þetta er búið að vera frekar skrýtin tími og ekki alveg eins og ég bjóst við. Ég býst við að maður hafi að jafnaði minni tíma núorðið en áður og það gæti útskýrt margt. Vinna, skóli, sofa. Er það ekki svoleiðis? Hjá Erni er það víst skóli, skóli, skóli. En svona er þetta meistaranám, læri, læri, tækifæri. Kannski erum við bara að fjarlægjast? Eða kannski erum við farnir að sjá í gegnum hvor annan? Eða kannski er ég bara dramatískasti maður norðan Færeyja? Hver veit? Það eina sem ég veit er það sem gamli presturinn minn sagði alltaf við mig á sunnudögum. "Óli minn, sýndu öðrum skilning og þér verða allir vegir færir. Komdu svo hingað inn í bakherbergið, farðu úr buxunum og við skulum biðja saman."

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Er búinn að vera að lesa ævisögu Bob Dylan upp á síðkastið. Og ég verð nú bara að segja að ég er ekki alveg að meika hana. Þessi bók minnir mjög mikið á On the road eftir Jack Kerouac, svona sami frásagnarstíll. Alveg fullt af persónum sem kaffæra manni með sérkennum sínum og sérvisku. Bókin hoppar fram og aftur í tíma og oft erfitt að átta sig á hvar í tímanum maðurinn er staddur. Það versta af öllu er þó að mjög lítið fer fyrir skrifum um tónlistina sjálfa og textagerðina. Það var svona aðalástæðan fyrir því að ég byrjaði að lesa þessa bók. Mig langaði að heyra sögurnar á bakvið lögin. Hvaða kona það hafi verið sem ýtti honum út í að semja alla þessa mögnuðu texta á Blood on the tracks? Hvort að það sé actually kona sem heiti Sara? Hvort hann hafi samið lögin Sad eyed lady of the lowlands og Sara til hennar? Mig langar að vita söguna á bakvið Joey úr samnefndu lagi. Hverjum ætli hann myndi tileinka Blonde on blonde? Eru allir þessir textar um sömu konunna? Fær maður aldrei að komast að því? En þetta er víst bara fyrsta bindi, kannski kemur allt í síðari bindum. Við skulum vona það. Annars kaupir maður sér bara ævisögu Dylans eftir e-n annann en hann.
En "in actual news" þá fékk ég nóg í dag þegar ég sá póst til allra nemenda í faginu sem títtnefndur kennari kennir í. Þar byrjaði hún bréfið á orðunum "Sælar allar." Ég gubbaði á skjáinn og skrifaði henni síðan harðort bréf!! Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.


þriðjudagur, janúar 11, 2005

ÉG HATA ÞESSA HELVÍTIS TENGINGU SEM ÉG ER MEÐ!!!!!!
ÉG VAR BÚINN AÐ SKRIFA FULLT AF DRASLI OG ÞÁ DISCONNECTAÐIST OG ALLT TAPAÐIST.
En best að reyna aftur....búinn að setja inn myndir frá áramótapartýinu og partýinu sem var síðustu helgi. Tjékkit át. Helvíti er hann Johnny Cash eða var hann Johnny Cash góður (hann er víst dáinn), hef verið að hlusta á American 3 upp á síðkastið. Nokkuð mögnuð plata með lögum á borð við Solitary man og The mercy seat. Einnig fór ég að athuga Julian Lennon. Ég náði í nokkur lög með honum og fékk alveg svakalega flashback. Ég held nefnilega að hann hafi verið nokkuð frægur hérna in the eighties. Fínt lag hérna Saltwater og einnig eitt sem heitir Valotte og er tja...fínt. Þeir eru allavega með alveg rosalega líkar raddir, þeir feðgar. En anyways hvað er með þennan mánuð - janúar - mest þunglyndishvetjandi mánuður ársins much. Oh not to much....much to much. Eina sem manni langar að gera er að liggja upp í rúmi og dreyma um betri staði. Ógeðslega kalt og dimmt...alltaf. Það er nú eins gott að maður hafi nóg að gera.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Jæja ég held að ég hafi náð að finna e-ð aðeins út úr þessu með myndirnar. Það er e-ð smá komið inn og meira á leiðinni. Ég er búinn að vera með fjörfisk í rúma viku, af hverju fær maður svoleiðis...getur e-r svarað því?

laugardagur, janúar 08, 2005

Fínt partý í gær þar sem mikið var um dýrðir og gleði. Horfðum á hina rosalegu mynd Gimme Shelter í varpanum sem var ekki leiðinlegt. En ég ákvað að spara mig aðeins í gær fyrir old school djammið hjá mér og Ödda í kvöld. Seinasta djammið hans áður en hann fer aftur út. Ég er búinn að skipta um skoðun varðandi kennarann í skólanum, hún er bara fín held ég. Við vorum að ræðu mismuninn á karla- og kvennavinnustöðum í tíma í dag og hún kom með marga góða punkta. Mér fannst sérstaklega merkilegt sem hún sagði varðandi eðli karla og kvenna sem brýst fram í börnum. Hún talaði um að þegar litlar stelpur vilja gera strákahluti, eins og fara í fótbolta þá sé það litið jákvæðum augum...þ.e.a.s. fólk á ekki erftitt með að kyngja því. En þegar að strákar vilja gera stelpulega hluti eins og leika sér í dúkkó eða klæða sig upp, þá sé það oftast litið á það sem vandamál. Það mætti því segja að karllega ímyndin sé þarna sett á æðri stall en sú kvenlega. Þetta finnst mér svolítið góð pæling. Það var nokkuð merkilegt sem ég komst að í gær. Hann Steini naut, eins og hann er víst þekktur sem, kom hérna í gær og sagði mér að stúlka sem hann var eitt sinn að hitta væri stelpan sem Teddi pabbi Kidda var að rökræða við á netinu um daginn um femínisma. Það merkilega við þetta er að þessi stelpa er einungis 24 ára gömul, en þegar að ég las það sem hún skrifaði þá sá ég fyrir mér bitra konu á fertugsaldri. En þarna sér maður hvað heimurinn(lesist: Ísland) er nú lítill eftir allt saman.
Ég fékk nett spark í rassinn í vinnunni um daginn. Ég át nefnilega alveg heilan helling um jólin og er farið að sjá aðeins á manni eftir herlegheitin. Þegar ég var að tala við strák í 3. bekk sem ég er að passa, þá leit hann allt í einu á mittið á mér og sagði upp úr þurru " djöfull ertu orðinn feitur maður!". Maður getur ekki annað en elskað svona barnalega hreinskilni, ég allavega ákvað að gera e-ð í þessu hið snarasta!

föstudagur, janúar 07, 2005

Fór í skólann í dag og komst að því að ég er með rosalega leiðinlegan kennara í einu fagi. Að mínu mati er þarna á ferð karlfyrirlitari mikill. Hún var endalaust með e-r komment um karla sem fóru fyrir brjóstið á mér. Ég veit það ekki kannski er ég að taka þessum hlutum of alvarlega en það tekur aðeins á að vera svona eini gaurinn í bekknum með öllum þessum konum. Þetta var bara fyndið fyrst en núna er þetta satt besta segja farið að verða þreytandi. Dæmi um það sem fer í taugarnar á mér er þegar sagt er yfir bekkinn "jæja stelpur reynið nú að byrja strax að vinna þessi verkefni" Hello do i look like a woman? Svona er það þegar maður reynir að bola sér inn í kvennastétt, þá er maður bara gerður ósýnilegur...glatað. Nú held ég að ég viti hvernig konum leið þegar þær fóru að hassla sér völl á vinnumarkaðnum í fyrsta sinn. Engin virðing , aðeins diss. Iss og piss! Jæja bjór í kvöld hlýtur að róa taugarnar.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Jæja ég vill byrja þennan pistil á því að óska þeim skötuhjúum Kidda og Guðrúnu (og Tedda litla) til hamingju með giftinguna og skírnina um helgina. Ég býst við að maður sé orðin fullorðinn þegar að vinir manns fara að gifta sig. Frábært! Einnig vil ég benda á að hægt er að sjá myndir úr partýinu góða á gamlárskvöld á síðunni hans Kidda. Fínar myndir það. Ég var að enda við að setja upp himnaríki í stofunni og get ég nú setið og notið sjónvarps á alveg nýjan máta aaaahhhhhh frekar nice. En nú eru jólin búin og alltaf leiðinlegt þegar allir útlendingarnir fara til síns heima. Ég hlakka til að hitta ykkur öll aftur næst þegar þið komið...þið vitið hver þið eruð. jæja nú ætla ég annaðhvort að fara að læra eða taka til???????