miðvikudagur, desember 27, 2006

Tvær bloggfærslur a dag.

Þessi stórskemmtilegi listi var inn á blogginu hennar Bibbu og ég varð bara að herma. Sérstaklega þar sem að ein stúlka var búin að lofa því að fylla þetta út. Ég vona að sem flestir taki þátt, þið eruð nú búin að vera frekar slöpp í kommentunum upp á síðkastið. Kom ón pípul.

1. miðnafnið þitt:


2. Aldur:


3. Single or Taken:


4. Uppáhalds bíómynd:


5. Uppáhalds lag:


6. Uppáhaldshljómsveit:


7. Dirty or Clean:


8. Tattoo eða göt:


9. Þekkjumst við persónulega?


10. Hver er tilgangurinn með lífinu?


11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?


12. Besta minningin þín um okkur?


13. Segðu eitthvað skrýtið um þig:


14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?


15. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?


16. Finnst þér ég góð manneskja?


17. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?


18. Finnst þér ég aðlaðandi?


19. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?


20. Í hverju sefuru?


21. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?


22. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

þriðjudagur, desember 26, 2006

Tvær góðar flikkur

Nú eru jólin að verða búin og ætla ég að stikla á stóru varðandi hvað hefur drifið á daga mína. Það sem bar hæst í jólafríinu var ofát, hitta margt skemmtilegt fólk, horfa á sjónvarpið og fara á eina æfingu. Æfingin var í dag og minnti nú bara á gamla góða daga í Aerobic sport. Allur pakkinn tekinn og nú get ég varla setið eða klórað mér í hausnum.
Mig langaði aðeins að tala um tvær mjög svo áhugaverðar myndir sem ég sá í jólafríinu. Þær eru báðar heimildarmyndir, önnur var í sjónvarpinu og hin á dvd.

Sú fyrri er Stevie


Hún var sýnd í sjónvarpinu um daginn og fjallar um hin ofureinfalda Stevie Fielding sem býr í sveitamennskunni í Illinoise í USA. Leikstjóri myndarinnar er Steve James, en ég áttaði mig á því þegar að ég var að horfa á myndina að hann hafði einnig gert hina frábæru heimildarmynd Hoop Dreams. Ég ráðlegg öllum að kíkja á þá mynd, en hún fjallar um tvo unga blökkumenn í USA sem hafa töluverða körfuboltahæfileika. Steve James fylgir þeim eftir í 20 ár og maður fær að upplifa alla þeirra drauma og vonbrigði. Í myndinni Stevie endurvekur leikstjórinn kynni sín við Stevie sem hann hafði verið Big brother fyrir nokkrum árum áður. Þessi mynd er mikil sýn inni í hversdagslíf í hjarta Ameríku. Allir guðhræddir og með permanet í snjáðum gulrótarbuxum. Báðar þessar myndir eru frábærar en samt sem áður er frekar erfitt að horfa á þær. Þær eru e-ð svo sjúklega raunsæjar og in your face.

Hin myndin sem ég sá á DVD var hin umtalaða og margrómaða mynd The Road To Guantanamo.


Ég er viss um að margir hafa séð þessa mynd og allir hafa væntanlega sína skoðun á henni. Ég skil bara ekki hvernig þessi heimur virkar. Þessar fangabúðir eru ennþá í notkun! Skrýtið hvernig svona hlutir geta gerst og enginn gerir neitt í því. Ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um þessa mynd, það hefur örugglega allt verið sagt og skrifað áður. Auðvitað er hægt að halda því fram að þeir hafi verið fórnarkostnaður stríðs og á röngum stað á röngum tíma, en það réttlætir aldrei það sem gerðist. Mér finnst stundum heimurinn vera uppfullur af hræsnurum.
Svona eru jólin.

mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg Jól



Kæru vinir og vandamenn,

Gleðileg Jól.

Ég vona að allir hafi haft það jafn gott og fjölskyldan mín hafði það í kvöld. Við fórum í æðislegan mat upp á kjaló og þar fékk ég bara besta hamborgarahrygg sem ég hef smakkað, svei mér þá. Það tók okkur dágóðan tíma að komast í gegnum allt pakkaflóðið sem Matta fékk. Við viljum þakka öllum fyrir þessar frábæru gjafir sem við fengum.
Um leið og ég vil þakka fyrir jólakortin sem okkur hafa borist, þá vil ég benda ykkur á að því miður hafa jólakortin okkar ekki enn farið úr húsi en þau eru alveg á leiðinni. Sýnið þolinmæði og kortið mun koma.
Enn og aftur gleðileg jól og minni alla á afmælið mitt á gamlárskvöld.
P.s. ef þið viljið lesa fyndnasta texta sögunnar þá er það sem Dr. Gunni skrifaði í bakþanka fréttablaðsins í síðustu viku um Eirík Haukson og lagið Jól alla daga það fyndnasta sem ég hef lesið. Tjékkið á því.

fimmtudagur, desember 21, 2006

Að versla jólagjafir



Nú erum við Valgerður komin á fullt að kaupa jólagjafir. Seint byrja sumir en...whatever. Fórum sem sagt í Kringluna í dag og byrjuðum að taka þátt í þessari sturlun sem kallast jólavertíð. Það er bara eitt sem ég skil ekki!!! Af hverju setja kaupmenn ekki sæti inn í búðirnar sínar. Þetta á auðvitað helst við um stórar verslunarkeðjur sem sérhæfa sig í kvenfatnaði. Svona staður sem flestar konur vilja eyða ævinni í með ótakmarkaða heimild á kortinu og sá staður sem karlmenn eru líklegastir til að missa hárið á (vísindalega sannað).
Ég held að þessar búðir átti sig ekki á því að þær myndu græða hellings meira af peningum ef konurnar fengu frið til að versla sín föt og karlarnir fengu færi á að setjast niður. Ef karlarnir fengu að setjast niður, t.d. í lazyboy stóla, þá myndu þeir ekkert vera að þrýsta á konurnar að drífa sig heldur bara rétta úr sér og horfa á sjónvarpið eða spila playstation ef það væri í boði. Það er alveg vitað mál, jafnvel einnig vísindalega sannað, að verslanir með kvenfatnað geta sogað lífskraftinn úr karlmönnum og geta verið stórhættulegar heilsu þeirra ef ekki er farið með gát.
Ég þurfti alltaf í dag að labba út úr búðunum og setjast á e-a bekki á ganginum í Kringlunni. Það er náttúrulega alveg ómögulegt. Allt þetta haf af fólki að stefna á mann úr öllum áttum og allir að horfa einhvernveginn niður á mann.
Svei mér þá ég held ég verði bara heima næst!

mánudagur, desember 18, 2006

Umfjöllun um Byrgið í Kompás



Ég verð að tjá mig aðeins um Kompás í gær á stöð 2 sem tóku fyrir Guðmund Jónsson í Byrginu. Það kom margt fram í þessum þætti og var hann mjög merkilegur að horfa á. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekki mikið til Byrgisins eða þessa manns áður en ég sá þáttinn. Ég sá þetta fyrst þegar að Jói og Gugga létu fyrst að sér kveða í íslensku sjónvarpi. En það eru ákveðnir punktar í þessu máli sem vert er að pæla í.

Í fyrsta lagi þá finnst mér alvarlegasta ásökin hafa verið að hann sé að nota almannafé í eigin þágu og sé að versla munaðarvörur fyrir þessar stelpur sem hann á að hafa verið að tæla í Bdsm leiki. Manni sýnist nú að fjármálin séu ekki í allt of góðum málum á þeim bænum, allavega samkvæmt þessari skýrslu sem lögð var fram. Nú man ég ekki hvað var talað um að Byrgið fengi á mánuði frá ríkinu en það er töluvert. Alveg finnst mér ótrúlegt að ríkið skuli ekki krefjast þess að stofnanir sem þiggja styrki séu með opið og vel skipulagt bókhald. Guðmundur var nú með útskýringarnar á hreinu í þættinum "Bókhaldarinn fór í frí, það var brotist inn í tölvuna mína og gögnum plantað í hana, ég þarf að sanka að mér alls kyns upplýsingar um kynlífsbrenglanir á netinu". Þetta minnti mann svolítið á hýra þingmanninn í Little Britain sem þarf að útskýra sig reglulega fyrir fjölmiðlum. En allavega þá finnst mér þetta vera alvarlegasti punkturinn í þessum máli.

Í öðru lagi þá er nú alveg eins líklegt að hann hafi verið að standa í stóðhestalífi með þessum stelpum. En ef svo er þá finnst mér að það hefði ekki átt að vera aðalatriðið í þessum þætti. Mér fannst þessi fréttamennska frekar lágkúruleg. Þetta leit út eins og þeir hafi viljað ná honum algjörlega óviðbúnum sem mér finnst vera æsifréttamennska. Það er e-ð við þennan Jóhannes ristjóra Kompás sem ég fýla ekki.
Að sjálfsögðu er það svo að ef þessar ásakanir eru réttar þá er þessi maður algj-r hræsnari og ekkert annað. En hann á samt fjölskyldu og frekar mörg börn að ég held. Þess vegna finnst mér að það hefði mátt sýna smá nærgætni í þessu viðtali þar sem það í raun snerist um að hann væri að halda fram hjá konunni sinni.

Að lokum verður ekkert horft fram hjá því að þessi maður og þessi stofnun hafa nú sennilegast hjálpað frekar mörgum í gegnum tíðina. Mér finnst þessi punktur að hann hafi verið að tæla stelpur bara ekki nógu og alvarlegur til að kalla á svona slátrun. Og hvað þá að búa til heilan þátt um málið. Það hafa svo margir gert svo miklu verri hluti og ekki þurft að svara fyrir þá. En það er kannski annað mál ef hann hefur verið að misnota almannafé í eigin þágu.
Ég efast samt ekki um að það eigi margt eftir að koma upp á yfirborðið í þessu máli og hver veit nema maður verði komi með allt aðra skoðun á málinu strax á morgun. Mergjað.

sunnudagur, desember 17, 2006

Drunk elephant


Átti frábært kvöld í gær þar sem allt var látið flakka og áfengið látið falla (ofan í magann). Örn kíkti í heimsókn og eftir heljarinnar drykkju skelltum við okkur af stað. Við byrjuðum á því að mæta í partý á Nálsgötu 69, kjallaraíbúð sem ég ætti að kannast við. Kannski vegna þess að ég hélt sjálfur 150,000 partý í þessari íbúð þegar ég bjó þar. En það voru fagnaðarfundir að mæta í partýið, Ívar var kominn til landsins og það er langt síðan maður hefur djammað með Kidda, Guðrúnu og Stebba. Við skelltum okkur svo í bæinn og fórum á hinn hræðilega stað Angelos, dont ask me why. En enduðum síðan á Barnum sem var barasta mjög fínt. Eins neikvæða við kvöldið var að standa í leigubílaröðinni í lok kvöldsins í 45 mínútur. Bjarki, gamli dominos sendill, keyrði mig svo heim í leigubílnum sínum. Some things dont change!
Dagurinn í dag fór í barnaafmæli og Smáralind og svefn. Bara frekar fínt. Nú ætla ég að fara að horfa á transamerica og kompás.
Að lokum vil ég óska Ástu og Jákup innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn í gær.

föstudagur, desember 15, 2006

Sick as a moose



Ég þurfti aldeilis að borga fyrir að hafa mætt hálfslappur í vinnuna í gær. Vaknaði í morgun enn tussulegri en í gær og þýddi það enginn vinna í dag. Reyndar átti að vera slökunarferð fyrir yfirmennina í Frosta í dag, en ég verð víst að sleppa því. Ætti að vera að taka til í veikindunum en sit frekar og les um 10 hættulegustu leikföng sem framleidd hafa verið. Einn af mínum helstu kostum er að nýta tímann vel.
En það er ákveðin gleði sem fylgir deginum í dag, fyrir utan það að geta varla kyngt fyrir sársauka. Örn er að koma heim í kvöld. Ætli ég verði þá ekki fúllúr í bænum á morgun.

Annað sem vert er að minnast á. Ákveðið hefur verið að halda uppi góðri hefð frá því á njálsgötunni og bjóða í afmælis/áramótapartý á gamlárskvöld. Reyndar verður partýið núna á Hagamel en við vonum að vinir okkar og vandamenn sjái sér fært að mæta.
Jæja ég get ekki hugsað eða skrifað fyrir heilaskýji. Eigið góða helgi.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Gay dad



Um leið og ég kom heim úr vinnunni í dag þá fann ég að e-ð var ekki alveg rétt í líkamanum mínum. Ég hef verið með hroll í mér í allan dag og allur e-ð hálfslappur. Þegar ég var búinn að borða þá lagðist ég bara upp í rúm með tölvuna og fletti í gegnum internetið í sljóvgu móki. Það var komin háttatími hjá dóttur minni og hún lagðist með mér upp í rúm. Hún var auðvitað ekkert að leiðinni að fara að sofa og hoppaði stöðugt ofan á maganum á mér, sem boðar ekki gott í mínu ásigkomulagi. Nú voru góð ráð dýr og ákvað ég að fara inn á youtube og leita að stubbunum. Þar sem hún er að sjálfsögðu eitilharður teletubbies fan. Ég fann endalaust af stórfurðulegum myndböndum af stubbunum að dansa við hina og þessa tónlist. Ég ákvað loks að skella mér á eitt sem hét bara teletubbies rock on. Þar voru þeir að dansa við The Bee Gee´s lagið Stayin alive. Og við horfðum á þetta agndofa og Matthildur byrjaði núna að slamma ofan á maganum á mér. En það er setning í þessu lagi sem ég botna bara alls ekki í. "You can tell by the way i use my walk, i am a woman´s man, no time to talk". WTF does that mean? Ef við íslenskum þetta "þú sérð það á göngulaginu mínu að ég er kvennabósi, ég hef engan tíma til að tala". Engin furða að bræðurnir gibba gibb hafi verið taldir stórskrýtnir. En núna er þessi setning föst í hausnum á mér, alveg eins og þetta "la la la la la" lag sem þessi Toggi var að gefa út. Minnti mig nokkuð á Damon Albarn.

Nokkrar myndir af sætustu stelpunni í bænum.








Nú eru einungis 15 dagar þangað til að ég verð 29 ára gamall. Eina sem ég get sagt um það er með orðum The Killers sem sungu "I am so much older than i can take". Mér finnst ég ekkert hafa breyst síðan um aldamótin en veröldin breytist í kringum mig. Efnilegir knattspyrnumenn eru 15 árum yngri en ég og fótboltakappar á mínum aldri eru komnir á síðari hluta ferilsins. Sumir á mínum aldri eru komnir á Alþingi. Ég er ennþá að átta mig á því hvað er vinstri og hægri í þessum málum. Þegar ég skunda á djammið fer allavega einn bjór í það að drekka sorgum mínum yfir því að enn einn staðurinn hefur skipt um nafn og útlit.
Ekki batnar það, eftir 12 mánuði verð ég kominn á fertugsaldurinn. Bara að skrifa þetta orð, fertugsaldurinn!(þrumur og eldingar). Hvað gerir maður ef maður er ekki tilbúinn að fara þangað? Er hægt að fresta þessu öllu og hvar sæki ég um slíka frestun?

mánudagur, desember 11, 2006

Svona eru jólin



Í gær fórum við Valgerður og Matthildur í dýrindismat upp á kjalarnes á nýja bílnum okkar (eða hennar Völu ; ). Sem er ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að við runnum í hlaðið kl 17:30. Slysið í gær á vesturlandsvegi gerðist kl. 17:30. Við vorum sem sagt aðeins nokkrum mínútum á undan slysinu og finnst mér það mjög óhugnaleg tilhugsun. Það er eiginlega hálf ótrúlegt að það sé ekki búið bæða að lýsa upp þennan veg og að breyta fyrirkomulaginu með þessa afleggjara. Þeir sem keyra þarna oft vita að umferðin er mjög þung og þeir sem ætla að beygja inn á afleggjara geta stefnt allri umferðinni í stórhættu. En vonandi breytist þetta með tilkomu Sundabrautar.
En að öðru. Ég hef að undanförnu verið að íhuga breytingu. Mig langar að klára námið mitt, sem gerist vonandi eftir næsta skólaár. En hvað svo? Ég hef verið að spá hvort að maður ætti að skella sér í e-ð nám sem gefur af sér laun. Nú eru bara forsendurnar breyttar með tilkomu barnsins. Ég meina væri svo slæmt að pína sig í nokkur ár fyrir meiri laun og betra líf það sem eftir er. Ef maður á að vera hreinskilin þá finnst mér æðislegt að vinna á þeim vettvangi sem ég vinn á í dag. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta alltaf. En ég veit ekki hversu lengi maður nennir að skrimpta svona. Ég var einmitt að hugsa um það í dag hvað ég hef ekkert komist í jólaskap í ár. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að við erum svo skítblönk að maður er bara farin að kvíða jólunum ef e-ð er. Maður vill auðvitað gefa öllum ágætisgjafir og sérstaklega þá þeim sem standa næst manni. En það er bara ömurlegt að eiga varla fyrir kvöldmat út mánuðinn. Ég held ég fari bara að fordæmi hennar Elvu og fari í fjarnám í HA. Skelli mér bara viðskiptafræðina. Ég kveð ykkur með orðum Pharrell

"I refuse to be a bum
Especially coming where I'm from
I'm a provider girl
And I love you"

sunnudagur, desember 10, 2006

Casino Royale


Fór út í slabbið og rigninguna í kvöld og sá Casino Royale. Fór með Unnari og komum við blautir í lappirnar í bíósalinn sem var ekki upphitaður þetta kvöldið. Guð einn veit af hverju það var ekki gert. Það var skjálfti í mér til að byrja með en Bond náði nú fljótt að hita mér á tánum. Maður fór nú eiginlega hjá sér þegar hann reis upp úr sjónum á sundskýlunni einum fata. Þessi líkami minnti svo svakalega á minn eigin. Ég sá að fólk var farið að horfa á mig í salnum og hvísla sín á milli. Ég reyndi að leiða það hjá mér og njóta myndarinnar. Sem var bara nokkuð góð, eiginlega mjög góð. Miklu harðari en um leið mannlegri Bond en Brosnan eða Dalton. Brosnan var náttúrulega óttalegur kettlingur. Sagan var líka miklu raunverulegri en söguþræðir síðustu Bond mynda. Miklu meira sem ég gat tengt við, eins og t.d. vöxturinn sem ég talaði um áðan.
Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvort að það hafi ekki verið eitt af kosningarloforðum sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að fella niður eða lækka leikskólagjöld? 1. janúar árið 2007 á öll þjónusta á vegum borgarinnar (allavega frístund, leikskólar og eldri borgarar) að hækka um 8,8 %. En enginn segir neitt og öll loforð bara gleymd. Jæja farinn að sofa.

föstudagur, desember 08, 2006

Sumir þreyttir aðrir sárþjáðir



Matthildur var alveg ómöguleg við matarborðið í kvöld og vildi ekki sjá kjötfarsið. Við ákváðum að leyfa henni að setjast upp í rúm með bók og slappa aðeins af. Við héldum áfram að borða og skyndilega áttuðum við okkur á því að við heyrðum ekkert í henni. Ég kíkti þá inn til hennar og við mér blasti þessi sýn hér að ofan. Litla greyið svo þreytt við lesturinn að hún sofnar fram á bókina. Alveg eins og pabbinn við lærdóminn.

Í dag fór ég í Sundhöllina með vinnunni eins og alla föstudag. Það lokaði snemma vegna kvöldfagnaðar hjá starfsfólki Sundhallarinnar. Þar af leiðandi voru baðverðirnir alveg að skíta á sig af stressi. Gátu greinilega ekki beðið eftir að komast í áfengið. Öskruðu reglulega á okkur og krakkana e-ð alveg óskiljanlegt primal mál. Stóra brettið var opið en aðeins í stuttan tíma (baðverðirnir voru á hraðferð í áfengið, máttu ekki vera að þessu). Ein ónefnd stúlka tók DÝFU upp á 8,6 af stóra brettinu. Ég hef nú alltaf verið óstjórnlega lofthræddur í gegnum tíðina, en í þetta sinn var ég manaður til að gera slíkt hið sama. Ég gat ekki verið minni maður og tók þessi þungu og stóru skref upp tröppurnar á brettinu. Allra augu á mér og ég hugsaði með mér að ég gæti ekki valdið öllum þessum börnum vonbrigðum sem líta á mig nánast sem föður eða allavega sem svalasta frændann sinn. Ég tók mér stöðu fremst á brettinu og horfði niður í hyldýpið sem beið mín. Hendur fram og hnén beygð. Tók stökkið fram á við og fór svona helvíti vel af stað. Nema hvað að einversstaðar í loftinu hætti ég við sem gerði það að verkum að lappirnar fylgdu ekki með. Ég stakkst með hendurnar á undan en því miður þá skullu lappirnar og djásnið eiginlega beint á misskunarlaust yfirborðið. Því miður Matthildur engin systkyni fyrir þig, nema þá ættleiddir gríslingar frá svörtustu Afríku. En mér líður alveg ágætlega núna þó maður sé auðvitað í sjokki yfir að hafa tapað fyrir stelpu.

Áðan var ég að horfa á Topp 20 á skjá einum. Ég verð að spyrja. Hvað er að þessari Heiðu Idol sem sér um þáttinn. Hún er öll svo kjánaleg að ég get ekki horft. Hún er eins og hún sé að lesa fyrir stundina okkar á sýrutryppi. Öll beygluð og stórfurðuleg. Og í fyrsta sæti var, fimmtu vikuna í röð, íslensk jólalög í 30 ár. Þá spiluð við bara myndbandið við jólahljól í fjórða sinn á jafnmörgum vikum.

Ástæðan fyrir því að ég fór í megrun...



...Eru sem sagt þessar myndir. Þetta kvöld var reyndar alveg frábært en maður hefur alltaf ákveðna mynd í hausnum á sér varðandi eigið útlit. Og þetta var ekki myndin sem ég var með í hausnum á mér. Ekki mynd af óléttum manni að missa hárið. En á myndunum eru sem sagt ég, Sesselja, Ingó og meðleigjandi Sesselju og löppinn af kærastanum hennar. Á myndina vantar ljósmyndarann hana Lindu.
Þegar ég var að skúra og ryksuga í blokkinni í kvöld þá kom ein kona sem býr í húsinu upp að mér rosa spennt og sagði "Heyrðu ég var að tala við einn ryksugusnilling sem var að kenna mér á mína ryksugu og hann sagði mér að ef lítið væri í pokanum þá myndi hún sjúga betur en ef pokinn væri fullur. Vissiru þetta?"
Hmmm. Hvað getur maður svo sem sagt?

fimmtudagur, desember 07, 2006

Algeng merki um framhjahald


Ég prufaði áðan að gera það sem Valgerður hefur stundað í 15 mánuði. Að skoða umræður á barnalandi. Vá hvað þetta er klikkað fólk eða klikkaðar konur sennilega helst. Í þessari umræðu var verið að ræða framhjáhald. Ein niðurbrotin eiginkona hafði sent inn pistil um hver væru merki um framhjáhald. Ástæðan var að maðurinn hennar var farin að haga sér e-ð furðulega. Fyrsta innleggið í umræðuna átti hún Ástab sem vinnur í banka en vill ekki banka (eins og hún segir sjálf). Þessi þjáða eiginkona hafði berað sálu sína yfir internetið og lýst ferlinu sem leiddi til þess að hún skrifaði þennan pistil. Það eina sem Ástab gat lagt til spurningarinnar Algeng merki um framhjáhald var " Hann giftist annarri"
En svo las ég áfram, öll 500 þús innleggin sem komu inn á einum sólarhring. Þar kom í ljós að margar konur hafa lent í framhjáhaldi og ummerkin eru alltaf eins. Kallinn verður paranoid hvað varðar símann sinn, er vel til hafður, týnist í hádeginu og vill sofa meira hjá eða stundum minna. Fróðlegt ekki satt.
Valgerður er svo heppin að eiga mig. Ég leyfi henni að hafa símann minn alltaf, er aldrei vel til hafður og með mjög reglulega kynlöngun.

mánudagur, desember 04, 2006

The swimming palatz


Það eina sem ég get fundið að því að búa í vesturbænum er að sundhöllin er ekki þar. Ég sveik höllina og fór í neyð í vesturbæjarlaugina í kvöld. Það er einfaldlega engin samanburður. Í fyrsta lagi er vesturbæjarlaugin útilaug og við búum á ÍSlandi. Út af einhverri ástæðu er vatnið í vesturbæjarlauginni sjúklega gruggugt þannig að ef maður er sundmaður gleraugnalaus, eins og ég, þá er sundferðin mikil hættuför í blindni. Ég beið alltaf eftir því að synda á næsta mann eða skella á bakkanum. Gufan er alveg fáránleg í vestside, svo ógeðslega heit að maður brennur í lungunum áður en maður nær að svitna e-ð. Ég píndi mig eins og ég gat í gufunni og þegar ég gekk út var hvert skref eins og að ganga á kolum. Hún er allt of stór. Svo eru pottarnir allt of litlir. Maður situr svo þétt upp við næsta mann að maður þarf eiginlega að bjóða honum/henni á deit áður en maður sest niður.
Sundhöllin er aftur á móti draumur sundmannsins. Æðislega stór skiptiklefa herbergi þar sem maður getur í einrúmi talið hversu margar nýjar hrukkur hafa myndast á einum degi og enginn getur truflað mann. Vatnið í lauginni er tært eins og vatn á að vera og maður sér alla leið yfir án þess að vera með gleraugu. Svo er sjaldan nokkur maður í lauginni þannig að maður fær góðan frið til að synda. Mjög gott er fyrir menn eins og mig (sem eru að reyna að komast í form en hafa ekki tíma fyrir laugar) eru lóðin við laugarbakkann. Líklegast frá fyrri hluta síðari aldar. Allt mjög ryðgað og úr sér gengið. Það besta af öllu að mínu mati er hin frábæra gufa. Pínkulítil en alltaf hæfilega stillt þannig að maður nær að hreinsa vel öll viðbjóðslegu eiturefnin sem maður hefur innbyrgt. Pottarnir eru reyndar mjög góðir en ég nenni sjaldan að fara í þá. Mér hryllir reyndar við þessum nýju tillögum sem gera að því skóna að byggja við höllina á túninu við hliðin á. Þar myndu koma nýjir pottar og ný gufa. Líst ekkert á þetta.

sunnudagur, desember 03, 2006

Sunnudagur til sunds


Hvað getur maður gert annað á sunnudegi en farið í sund. Hérna er mynd af mér og vinkonum mínum að hita upp í dag í Sundhöllinni. Ég hef komist að því að ég synd mun hraðar í sundbol og með hettu. En að öllu gamni slepptu þá var helvíti fínt að taka mínar 10 ferðir. Maður er blessunarlega laus úr 100+ klúbbnum og er núna í 100- klúbbnum (98 - sveiflast samt mjög). Stefnan er sett á 90 kíló í febrúar. Verður örugglega svolítið töff um jólin. Fá sér bara einu sinni á diskinn og vatn með. Enginn eftirréttur eða konfekt. Nei ég tek sennilega bara búlluna á þetta og æli reglulega. Það fer svo vel við sundið, þá getur maður étið, ælt í gufu og hreinsað sig svo á líkama og sál í sturtu. Gott plan?

laugardagur, desember 02, 2006

Óvænt gleði ble ble blekaður.



Bestu djömmin eru ávallt þau sem ekki eru plönuð fyrirfram. Það kom einmitt í ljós í gær þegar ég komst mjög óvænt í staffapartýið sem ég var búinn að bíða eftir svo lengi. Vala kom fyrr heim úr próflestri og ég greip tækifærið, hellti í mig nokkrum bjórum og skellti mér heim til Sesselju eða Sessí skyrp eins og hún þekkist á djamminu. Reyndar var nú ekki góð mæting í partýið aðeins hún, Ingó og Linda mættu ásamt mér. En svo voru fleiri hressir kettir á svæðinu, þannig að við vorum bara í góðum gír. Ekki voru opal skotin að skemma fyrir. En mesta gleðin tók við þegar við mættum á bar 11. Þetta minnti mig bara á gömlu góðu dagana á 22. Maður dansaði af sér skóna og skeiðaði um staðinn glaður í bragði. En einhvertímann verður allt að enda sagði mamma mín þegar ég spurði af hverju ég fékk ekkert í skóinn þegar ég var fjögurra ára. Og það átti svo sannarlega við í gær. Geimið var búið hjá mér um fjögur leytið þegar veröldin var farin að snúast aðeins hraðar en venjulega.
Ég dröslaði mér heim þar sem að þær mægður voru vakandi og Valgerður svefnþurfi vegna prófs sem hún átti að skila í hádeginu í dag. Ég ákvað því að fara með Möttu inn í hennar herbergi og lét hana sofa sínu rúmi. En ég vildi sofa í hennar herbergi vegna þess að hún er veik. Ég svaf þess vegna á dýnu úr ferðarúminu hennar á gólfinu!! sem er 0,5m á breidd og 0,6m á lengd. Sem sagt mjög þægilegt.
Í kvöld er svo komið að Völu en hún var að klára prófin og ætlar að fagna því ásamt henni Ösp. Ég sit því heima með barnið og stari líklegast á Nicholas Cage í rómantískri gamanmynd á skjá einum.
Adios amigos.

föstudagur, desember 01, 2006

Ruglaður læknir


Ég var búinn að sjá fyrir mér svo skemmtilegt djamm í kvöld með vinnunni. Það var allt að ganga upp, bjórinn og skotflaskan komin í hús, þegar að litla mín fær bara 40 stiga hita í gærkvöldi. Ég þurfti að hringja í Völu upp í skóla sem er á FULLU í prófum. Hún fékk pabba sinn til að sækja sig og svo okkur. Ég þurfti að stökkva og ná í bílinn hennar mömmu til að losa Hafstein, sem var að vinna. Þegar ég kom upp á læknavakt hafði Vala og Matta farið inn og talað við lækninn. En við þurftum að fá sýklalyf vegna sýkingar í eyranu hennar. Vala kom svo út í smá sjokki og á leiðinni út í bíl þá kom það í ljós og læknirinn var nú bara e-ð ga ga. Þegar þær mæðgur komu inn á sjúkrastofuna þá lýsti Vala fyrir honum hvernig stæði á málum. Hún tók það fram að Matthildur væri fyrirburi og væri gjörn á að verða veik. Þá sagði hann "Já ég tók nú eftir því strax, hún er svo fyrirburaleg" !!!!! Hver segir svona? Þótt hún væri fyrirburaleg sem ég held að hún sé ekki þá segir enginn svona. Og sérstaklega ekki læknir!
En nú sit ég heima með Matthildi, hún að æfa sig í að labba á fjórum fótum (svona eins og afbrigðilega fjölskyldan í Rúmeníu labbar) og ég að fagna því að hafa getað nettengt vinnutölvuna heima. Við horfum svo saman á Teletubbies sem er eitt það furðulegasta sjónvarpsefni sem til er.
En ég vil nú senda baráttukveðju til Unnars og fjölskyldu, sem bíða og vona að bróðir hans nái heilsu út í London eftir fólskulega líkamsárás. Ef þú ert að staddur í London og ert að lesa þetta Unnar, þá bið ég að heilsa öllum.