mánudagur, desember 04, 2006

The swimming palatz


Það eina sem ég get fundið að því að búa í vesturbænum er að sundhöllin er ekki þar. Ég sveik höllina og fór í neyð í vesturbæjarlaugina í kvöld. Það er einfaldlega engin samanburður. Í fyrsta lagi er vesturbæjarlaugin útilaug og við búum á ÍSlandi. Út af einhverri ástæðu er vatnið í vesturbæjarlauginni sjúklega gruggugt þannig að ef maður er sundmaður gleraugnalaus, eins og ég, þá er sundferðin mikil hættuför í blindni. Ég beið alltaf eftir því að synda á næsta mann eða skella á bakkanum. Gufan er alveg fáránleg í vestside, svo ógeðslega heit að maður brennur í lungunum áður en maður nær að svitna e-ð. Ég píndi mig eins og ég gat í gufunni og þegar ég gekk út var hvert skref eins og að ganga á kolum. Hún er allt of stór. Svo eru pottarnir allt of litlir. Maður situr svo þétt upp við næsta mann að maður þarf eiginlega að bjóða honum/henni á deit áður en maður sest niður.
Sundhöllin er aftur á móti draumur sundmannsins. Æðislega stór skiptiklefa herbergi þar sem maður getur í einrúmi talið hversu margar nýjar hrukkur hafa myndast á einum degi og enginn getur truflað mann. Vatnið í lauginni er tært eins og vatn á að vera og maður sér alla leið yfir án þess að vera með gleraugu. Svo er sjaldan nokkur maður í lauginni þannig að maður fær góðan frið til að synda. Mjög gott er fyrir menn eins og mig (sem eru að reyna að komast í form en hafa ekki tíma fyrir laugar) eru lóðin við laugarbakkann. Líklegast frá fyrri hluta síðari aldar. Allt mjög ryðgað og úr sér gengið. Það besta af öllu að mínu mati er hin frábæra gufa. Pínkulítil en alltaf hæfilega stillt þannig að maður nær að hreinsa vel öll viðbjóðslegu eiturefnin sem maður hefur innbyrgt. Pottarnir eru reyndar mjög góðir en ég nenni sjaldan að fara í þá. Mér hryllir reyndar við þessum nýju tillögum sem gera að því skóna að byggja við höllina á túninu við hliðin á. Þar myndu koma nýjir pottar og ný gufa. Líst ekkert á þetta.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svo ekki sé nú minnst á að pottarnir eru svo vitlaust staðsettir í vesturbæ að leið og sólin kemur upp þá er maður í skugga. Gatað.

-Goldengirl

1:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...umm...glatað átti það að vera.

8:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home