mánudagur, desember 11, 2006

Svona eru jólin



Í gær fórum við Valgerður og Matthildur í dýrindismat upp á kjalarnes á nýja bílnum okkar (eða hennar Völu ; ). Sem er ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að við runnum í hlaðið kl 17:30. Slysið í gær á vesturlandsvegi gerðist kl. 17:30. Við vorum sem sagt aðeins nokkrum mínútum á undan slysinu og finnst mér það mjög óhugnaleg tilhugsun. Það er eiginlega hálf ótrúlegt að það sé ekki búið bæða að lýsa upp þennan veg og að breyta fyrirkomulaginu með þessa afleggjara. Þeir sem keyra þarna oft vita að umferðin er mjög þung og þeir sem ætla að beygja inn á afleggjara geta stefnt allri umferðinni í stórhættu. En vonandi breytist þetta með tilkomu Sundabrautar.
En að öðru. Ég hef að undanförnu verið að íhuga breytingu. Mig langar að klára námið mitt, sem gerist vonandi eftir næsta skólaár. En hvað svo? Ég hef verið að spá hvort að maður ætti að skella sér í e-ð nám sem gefur af sér laun. Nú eru bara forsendurnar breyttar með tilkomu barnsins. Ég meina væri svo slæmt að pína sig í nokkur ár fyrir meiri laun og betra líf það sem eftir er. Ef maður á að vera hreinskilin þá finnst mér æðislegt að vinna á þeim vettvangi sem ég vinn á í dag. Ég gæti alveg hugsað mér að gera þetta alltaf. En ég veit ekki hversu lengi maður nennir að skrimpta svona. Ég var einmitt að hugsa um það í dag hvað ég hef ekkert komist í jólaskap í ár. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að við erum svo skítblönk að maður er bara farin að kvíða jólunum ef e-ð er. Maður vill auðvitað gefa öllum ágætisgjafir og sérstaklega þá þeim sem standa næst manni. En það er bara ömurlegt að eiga varla fyrir kvöldmat út mánuðinn. Ég held ég fari bara að fordæmi hennar Elvu og fari í fjarnám í HA. Skelli mér bara viðskiptafræðina. Ég kveð ykkur með orðum Pharrell

"I refuse to be a bum
Especially coming where I'm from
I'm a provider girl
And I love you"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home