föstudagur, desember 15, 2006

Sick as a moose



Ég þurfti aldeilis að borga fyrir að hafa mætt hálfslappur í vinnuna í gær. Vaknaði í morgun enn tussulegri en í gær og þýddi það enginn vinna í dag. Reyndar átti að vera slökunarferð fyrir yfirmennina í Frosta í dag, en ég verð víst að sleppa því. Ætti að vera að taka til í veikindunum en sit frekar og les um 10 hættulegustu leikföng sem framleidd hafa verið. Einn af mínum helstu kostum er að nýta tímann vel.
En það er ákveðin gleði sem fylgir deginum í dag, fyrir utan það að geta varla kyngt fyrir sársauka. Örn er að koma heim í kvöld. Ætli ég verði þá ekki fúllúr í bænum á morgun.

Annað sem vert er að minnast á. Ákveðið hefur verið að halda uppi góðri hefð frá því á njálsgötunni og bjóða í afmælis/áramótapartý á gamlárskvöld. Reyndar verður partýið núna á Hagamel en við vonum að vinir okkar og vandamenn sjái sér fært að mæta.
Jæja ég get ekki hugsað eða skrifað fyrir heilaskýji. Eigið góða helgi.