sunnudagur, desember 03, 2006

Sunnudagur til sunds


Hvað getur maður gert annað á sunnudegi en farið í sund. Hérna er mynd af mér og vinkonum mínum að hita upp í dag í Sundhöllinni. Ég hef komist að því að ég synd mun hraðar í sundbol og með hettu. En að öllu gamni slepptu þá var helvíti fínt að taka mínar 10 ferðir. Maður er blessunarlega laus úr 100+ klúbbnum og er núna í 100- klúbbnum (98 - sveiflast samt mjög). Stefnan er sett á 90 kíló í febrúar. Verður örugglega svolítið töff um jólin. Fá sér bara einu sinni á diskinn og vatn með. Enginn eftirréttur eða konfekt. Nei ég tek sennilega bara búlluna á þetta og æli reglulega. Það fer svo vel við sundið, þá getur maður étið, ælt í gufu og hreinsað sig svo á líkama og sál í sturtu. Gott plan?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur líka étið sveskjur....hreinsar mjög vel:-/

10:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ólafur...það er ekki gott að æla...eyðileggur bæði meltingu og tennur...en ef þú vilt vera tannlaus og andfúll þegar þú verður eldri....ok....en þú getur kannski farið á bjór diet um jólinn...því þið skötuhjú verðið klárlega að fá ykkur bjór og skála með bibbunni...aight

3:53 e.h.  
Blogger Óli said...

Sveskjur prófa það. Þær renna vel bæði upp og niður.
Bjór diet hljómar mjög vel, það eru bara endalaus tips sem maður fær. Hlakka til að sjá þig Bibbfríður.

10:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home