Algeng merki um framhjahald
Ég prufaði áðan að gera það sem Valgerður hefur stundað í 15 mánuði. Að skoða umræður á barnalandi. Vá hvað þetta er klikkað fólk eða klikkaðar konur sennilega helst. Í þessari umræðu var verið að ræða framhjáhald. Ein niðurbrotin eiginkona hafði sent inn pistil um hver væru merki um framhjáhald. Ástæðan var að maðurinn hennar var farin að haga sér e-ð furðulega. Fyrsta innleggið í umræðuna átti hún Ástab sem vinnur í banka en vill ekki banka (eins og hún segir sjálf). Þessi þjáða eiginkona hafði berað sálu sína yfir internetið og lýst ferlinu sem leiddi til þess að hún skrifaði þennan pistil. Það eina sem Ástab gat lagt til spurningarinnar Algeng merki um framhjáhald var " Hann giftist annarri"
En svo las ég áfram, öll 500 þús innleggin sem komu inn á einum sólarhring. Þar kom í ljós að margar konur hafa lent í framhjáhaldi og ummerkin eru alltaf eins. Kallinn verður paranoid hvað varðar símann sinn, er vel til hafður, týnist í hádeginu og vill sofa meira hjá eða stundum minna. Fróðlegt ekki satt.
Valgerður er svo heppin að eiga mig. Ég leyfi henni að hafa símann minn alltaf, er aldrei vel til hafður og með mjög reglulega kynlöngun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home