mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg Jól



Kæru vinir og vandamenn,

Gleðileg Jól.

Ég vona að allir hafi haft það jafn gott og fjölskyldan mín hafði það í kvöld. Við fórum í æðislegan mat upp á kjaló og þar fékk ég bara besta hamborgarahrygg sem ég hef smakkað, svei mér þá. Það tók okkur dágóðan tíma að komast í gegnum allt pakkaflóðið sem Matta fékk. Við viljum þakka öllum fyrir þessar frábæru gjafir sem við fengum.
Um leið og ég vil þakka fyrir jólakortin sem okkur hafa borist, þá vil ég benda ykkur á að því miður hafa jólakortin okkar ekki enn farið úr húsi en þau eru alveg á leiðinni. Sýnið þolinmæði og kortið mun koma.
Enn og aftur gleðileg jól og minni alla á afmælið mitt á gamlárskvöld.
P.s. ef þið viljið lesa fyndnasta texta sögunnar þá er það sem Dr. Gunni skrifaði í bakþanka fréttablaðsins í síðustu viku um Eirík Haukson og lagið Jól alla daga það fyndnasta sem ég hef lesið. Tjékkið á því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home