fimmtudagur, desember 21, 2006

Að versla jólagjafir



Nú erum við Valgerður komin á fullt að kaupa jólagjafir. Seint byrja sumir en...whatever. Fórum sem sagt í Kringluna í dag og byrjuðum að taka þátt í þessari sturlun sem kallast jólavertíð. Það er bara eitt sem ég skil ekki!!! Af hverju setja kaupmenn ekki sæti inn í búðirnar sínar. Þetta á auðvitað helst við um stórar verslunarkeðjur sem sérhæfa sig í kvenfatnaði. Svona staður sem flestar konur vilja eyða ævinni í með ótakmarkaða heimild á kortinu og sá staður sem karlmenn eru líklegastir til að missa hárið á (vísindalega sannað).
Ég held að þessar búðir átti sig ekki á því að þær myndu græða hellings meira af peningum ef konurnar fengu frið til að versla sín föt og karlarnir fengu færi á að setjast niður. Ef karlarnir fengu að setjast niður, t.d. í lazyboy stóla, þá myndu þeir ekkert vera að þrýsta á konurnar að drífa sig heldur bara rétta úr sér og horfa á sjónvarpið eða spila playstation ef það væri í boði. Það er alveg vitað mál, jafnvel einnig vísindalega sannað, að verslanir með kvenfatnað geta sogað lífskraftinn úr karlmönnum og geta verið stórhættulegar heilsu þeirra ef ekki er farið með gát.
Ég þurfti alltaf í dag að labba út úr búðunum og setjast á e-a bekki á ganginum í Kringlunni. Það er náttúrulega alveg ómögulegt. Allt þetta haf af fólki að stefna á mann úr öllum áttum og allir að horfa einhvernveginn niður á mann.
Svei mér þá ég held ég verði bara heima næst!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyr Heyr, alveg sammála um að það mætti gera þessar búðir mun þægilegri. Mín aðferð er að reyna að ýta konunni út með vinkonu og slappa af á meðan. :)

Haukurinn

8:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég veit nákvæmlega hvað þú meinar óli....en í staðinn fyrir að kaupa jólagjafir kaupi ég bara eitthvað fallegt handa mér og kann hrikalega vel við það.....sé þig á morgun....bibban

9:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home