mánudagur, desember 18, 2006

Umfjöllun um Byrgið í Kompás



Ég verð að tjá mig aðeins um Kompás í gær á stöð 2 sem tóku fyrir Guðmund Jónsson í Byrginu. Það kom margt fram í þessum þætti og var hann mjög merkilegur að horfa á. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekki mikið til Byrgisins eða þessa manns áður en ég sá þáttinn. Ég sá þetta fyrst þegar að Jói og Gugga létu fyrst að sér kveða í íslensku sjónvarpi. En það eru ákveðnir punktar í þessu máli sem vert er að pæla í.

Í fyrsta lagi þá finnst mér alvarlegasta ásökin hafa verið að hann sé að nota almannafé í eigin þágu og sé að versla munaðarvörur fyrir þessar stelpur sem hann á að hafa verið að tæla í Bdsm leiki. Manni sýnist nú að fjármálin séu ekki í allt of góðum málum á þeim bænum, allavega samkvæmt þessari skýrslu sem lögð var fram. Nú man ég ekki hvað var talað um að Byrgið fengi á mánuði frá ríkinu en það er töluvert. Alveg finnst mér ótrúlegt að ríkið skuli ekki krefjast þess að stofnanir sem þiggja styrki séu með opið og vel skipulagt bókhald. Guðmundur var nú með útskýringarnar á hreinu í þættinum "Bókhaldarinn fór í frí, það var brotist inn í tölvuna mína og gögnum plantað í hana, ég þarf að sanka að mér alls kyns upplýsingar um kynlífsbrenglanir á netinu". Þetta minnti mann svolítið á hýra þingmanninn í Little Britain sem þarf að útskýra sig reglulega fyrir fjölmiðlum. En allavega þá finnst mér þetta vera alvarlegasti punkturinn í þessum máli.

Í öðru lagi þá er nú alveg eins líklegt að hann hafi verið að standa í stóðhestalífi með þessum stelpum. En ef svo er þá finnst mér að það hefði ekki átt að vera aðalatriðið í þessum þætti. Mér fannst þessi fréttamennska frekar lágkúruleg. Þetta leit út eins og þeir hafi viljað ná honum algjörlega óviðbúnum sem mér finnst vera æsifréttamennska. Það er e-ð við þennan Jóhannes ristjóra Kompás sem ég fýla ekki.
Að sjálfsögðu er það svo að ef þessar ásakanir eru réttar þá er þessi maður algj-r hræsnari og ekkert annað. En hann á samt fjölskyldu og frekar mörg börn að ég held. Þess vegna finnst mér að það hefði mátt sýna smá nærgætni í þessu viðtali þar sem það í raun snerist um að hann væri að halda fram hjá konunni sinni.

Að lokum verður ekkert horft fram hjá því að þessi maður og þessi stofnun hafa nú sennilegast hjálpað frekar mörgum í gegnum tíðina. Mér finnst þessi punktur að hann hafi verið að tæla stelpur bara ekki nógu og alvarlegur til að kalla á svona slátrun. Og hvað þá að búa til heilan þátt um málið. Það hafa svo margir gert svo miklu verri hluti og ekki þurft að svara fyrir þá. En það er kannski annað mál ef hann hefur verið að misnota almannafé í eigin þágu.
Ég efast samt ekki um að það eigi margt eftir að koma upp á yfirborðið í þessu máli og hver veit nema maður verði komi með allt aðra skoðun á málinu strax á morgun. Mergjað.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara gallinn við að lenda í fjölmiðlum og fjölmiðlaumfjöllun, þið ættuð nú að kannast að eins við þetta "kjallinn" minn. Fjölmiðlar líkt og Kompás lýsa sinni skoðun á málum og atvikum og umfjöllunar efnið hefur engan möguleika á að verja sig nema að umfjöllunarefnið sé hreinlega einhver annar fjölmiðill. Þarna er um annsi grófar ásakanir að ræða og er Guðmundur settur í þá stöðu að hann sjáfur verður að gefa sér tíma í að hreinsa sjáfan sig af ásökunum sem settar eru fram á vafasaman hátt. Þó svo Kompás sé sjáfstæður fréttaskýringaþáttur hefur enginn fréttamaður á fréttastofur stöðvar 2 gert neitt til að fá hina hliðina á málinu án þess að snú út úr því sem kemur fram í vörnum Guðmundar. Lýsir hlutdrægni fréttastofunar í málinu sem ég verð að setja stórt spurningar merki við. Það hefur sýnt sig að lengi vel hafa fréttamenn tengdir Stöð 2 verið hlutdrægir í umfjöllumsýnum um menn og málefni. Gott dæmi um það er Sirrý í morgunsjónvarpinu. Þetta lið ætti að vanda sig betur líkt og gert er hjá Rúv, þar sem umfjöllun um má lík þessu skilja eftir ssig fleiri spurningar en svör, því það er fréttamanna að leyfa fólki að njóta vafans.

Guðmundur er í mínum augum að gera góða hluti í Byrginu þangað til sekt hans er sönnuð. Þannig var það líka með Árna Jonsen og Baugsfeðga.
Baugsfeðgar, akkurat. Afhverju réðst Jóhannes ekki á þá eins og Guðmund? Það er góð spurning.

10:38 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég vill nú byrja á því að þakka þér fyrir elsku kjellinn minn að vera sá fyrsti sem kommentar á mig í marga marga daga. Það er e-r skítalykt að þessu máli og ég er sammála þér að það er mjög ósanngjarnt að ráðast svona á umfjöllunarefnið án þess að hann fái að verja sig. En við getum nú rætt það betur þegar við förum út að borða um jólin og þegar þið komið í áramótapartý, ekki satt?

1:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home