sunnudagur, desember 17, 2006

Drunk elephant


Átti frábært kvöld í gær þar sem allt var látið flakka og áfengið látið falla (ofan í magann). Örn kíkti í heimsókn og eftir heljarinnar drykkju skelltum við okkur af stað. Við byrjuðum á því að mæta í partý á Nálsgötu 69, kjallaraíbúð sem ég ætti að kannast við. Kannski vegna þess að ég hélt sjálfur 150,000 partý í þessari íbúð þegar ég bjó þar. En það voru fagnaðarfundir að mæta í partýið, Ívar var kominn til landsins og það er langt síðan maður hefur djammað með Kidda, Guðrúnu og Stebba. Við skelltum okkur svo í bæinn og fórum á hinn hræðilega stað Angelos, dont ask me why. En enduðum síðan á Barnum sem var barasta mjög fínt. Eins neikvæða við kvöldið var að standa í leigubílaröðinni í lok kvöldsins í 45 mínútur. Bjarki, gamli dominos sendill, keyrði mig svo heim í leigubílnum sínum. Some things dont change!
Dagurinn í dag fór í barnaafmæli og Smáralind og svefn. Bara frekar fínt. Nú ætla ég að fara að horfa á transamerica og kompás.
Að lokum vil ég óska Ástu og Jákup innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home