þriðjudagur, desember 26, 2006

Tvær góðar flikkur

Nú eru jólin að verða búin og ætla ég að stikla á stóru varðandi hvað hefur drifið á daga mína. Það sem bar hæst í jólafríinu var ofát, hitta margt skemmtilegt fólk, horfa á sjónvarpið og fara á eina æfingu. Æfingin var í dag og minnti nú bara á gamla góða daga í Aerobic sport. Allur pakkinn tekinn og nú get ég varla setið eða klórað mér í hausnum.
Mig langaði aðeins að tala um tvær mjög svo áhugaverðar myndir sem ég sá í jólafríinu. Þær eru báðar heimildarmyndir, önnur var í sjónvarpinu og hin á dvd.

Sú fyrri er Stevie


Hún var sýnd í sjónvarpinu um daginn og fjallar um hin ofureinfalda Stevie Fielding sem býr í sveitamennskunni í Illinoise í USA. Leikstjóri myndarinnar er Steve James, en ég áttaði mig á því þegar að ég var að horfa á myndina að hann hafði einnig gert hina frábæru heimildarmynd Hoop Dreams. Ég ráðlegg öllum að kíkja á þá mynd, en hún fjallar um tvo unga blökkumenn í USA sem hafa töluverða körfuboltahæfileika. Steve James fylgir þeim eftir í 20 ár og maður fær að upplifa alla þeirra drauma og vonbrigði. Í myndinni Stevie endurvekur leikstjórinn kynni sín við Stevie sem hann hafði verið Big brother fyrir nokkrum árum áður. Þessi mynd er mikil sýn inni í hversdagslíf í hjarta Ameríku. Allir guðhræddir og með permanet í snjáðum gulrótarbuxum. Báðar þessar myndir eru frábærar en samt sem áður er frekar erfitt að horfa á þær. Þær eru e-ð svo sjúklega raunsæjar og in your face.

Hin myndin sem ég sá á DVD var hin umtalaða og margrómaða mynd The Road To Guantanamo.


Ég er viss um að margir hafa séð þessa mynd og allir hafa væntanlega sína skoðun á henni. Ég skil bara ekki hvernig þessi heimur virkar. Þessar fangabúðir eru ennþá í notkun! Skrýtið hvernig svona hlutir geta gerst og enginn gerir neitt í því. Ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um þessa mynd, það hefur örugglega allt verið sagt og skrifað áður. Auðvitað er hægt að halda því fram að þeir hafi verið fórnarkostnaður stríðs og á röngum stað á röngum tíma, en það réttlætir aldrei það sem gerðist. Mér finnst stundum heimurinn vera uppfullur af hræsnurum.
Svona eru jólin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home