sunnudagur, desember 10, 2006

Casino Royale


Fór út í slabbið og rigninguna í kvöld og sá Casino Royale. Fór með Unnari og komum við blautir í lappirnar í bíósalinn sem var ekki upphitaður þetta kvöldið. Guð einn veit af hverju það var ekki gert. Það var skjálfti í mér til að byrja með en Bond náði nú fljótt að hita mér á tánum. Maður fór nú eiginlega hjá sér þegar hann reis upp úr sjónum á sundskýlunni einum fata. Þessi líkami minnti svo svakalega á minn eigin. Ég sá að fólk var farið að horfa á mig í salnum og hvísla sín á milli. Ég reyndi að leiða það hjá mér og njóta myndarinnar. Sem var bara nokkuð góð, eiginlega mjög góð. Miklu harðari en um leið mannlegri Bond en Brosnan eða Dalton. Brosnan var náttúrulega óttalegur kettlingur. Sagan var líka miklu raunverulegri en söguþræðir síðustu Bond mynda. Miklu meira sem ég gat tengt við, eins og t.d. vöxturinn sem ég talaði um áðan.
Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvort að það hafi ekki verið eitt af kosningarloforðum sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að fella niður eða lækka leikskólagjöld? 1. janúar árið 2007 á öll þjónusta á vegum borgarinnar (allavega frístund, leikskólar og eldri borgarar) að hækka um 8,8 %. En enginn segir neitt og öll loforð bara gleymd. Jæja farinn að sofa.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég varð eiginlega bara ástfangin....kannski bara hormónar, aldrei að vita!

8:18 f.h.  
Blogger Óli said...

Ég var mjög hrifin, en það voru ekki hormónar. Ertu núna búin að eiga?

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe....nei!

7:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home