föstudagur, desember 08, 2006

Ástæðan fyrir því að ég fór í megrun...



...Eru sem sagt þessar myndir. Þetta kvöld var reyndar alveg frábært en maður hefur alltaf ákveðna mynd í hausnum á sér varðandi eigið útlit. Og þetta var ekki myndin sem ég var með í hausnum á mér. Ekki mynd af óléttum manni að missa hárið. En á myndunum eru sem sagt ég, Sesselja, Ingó og meðleigjandi Sesselju og löppinn af kærastanum hennar. Á myndina vantar ljósmyndarann hana Lindu.
Þegar ég var að skúra og ryksuga í blokkinni í kvöld þá kom ein kona sem býr í húsinu upp að mér rosa spennt og sagði "Heyrðu ég var að tala við einn ryksugusnilling sem var að kenna mér á mína ryksugu og hann sagði mér að ef lítið væri í pokanum þá myndi hún sjúga betur en ef pokinn væri fullur. Vissiru þetta?"
Hmmm. Hvað getur maður svo sem sagt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home