föstudagur, desember 01, 2006

Ruglaður læknir


Ég var búinn að sjá fyrir mér svo skemmtilegt djamm í kvöld með vinnunni. Það var allt að ganga upp, bjórinn og skotflaskan komin í hús, þegar að litla mín fær bara 40 stiga hita í gærkvöldi. Ég þurfti að hringja í Völu upp í skóla sem er á FULLU í prófum. Hún fékk pabba sinn til að sækja sig og svo okkur. Ég þurfti að stökkva og ná í bílinn hennar mömmu til að losa Hafstein, sem var að vinna. Þegar ég kom upp á læknavakt hafði Vala og Matta farið inn og talað við lækninn. En við þurftum að fá sýklalyf vegna sýkingar í eyranu hennar. Vala kom svo út í smá sjokki og á leiðinni út í bíl þá kom það í ljós og læknirinn var nú bara e-ð ga ga. Þegar þær mæðgur komu inn á sjúkrastofuna þá lýsti Vala fyrir honum hvernig stæði á málum. Hún tók það fram að Matthildur væri fyrirburi og væri gjörn á að verða veik. Þá sagði hann "Já ég tók nú eftir því strax, hún er svo fyrirburaleg" !!!!! Hver segir svona? Þótt hún væri fyrirburaleg sem ég held að hún sé ekki þá segir enginn svona. Og sérstaklega ekki læknir!
En nú sit ég heima með Matthildi, hún að æfa sig í að labba á fjórum fótum (svona eins og afbrigðilega fjölskyldan í Rúmeníu labbar) og ég að fagna því að hafa getað nettengt vinnutölvuna heima. Við horfum svo saman á Teletubbies sem er eitt það furðulegasta sjónvarpsefni sem til er.
En ég vil nú senda baráttukveðju til Unnars og fjölskyldu, sem bíða og vona að bróðir hans nái heilsu út í London eftir fólskulega líkamsárás. Ef þú ert að staddur í London og ert að lesa þetta Unnar, þá bið ég að heilsa öllum.

1 Comments:

Blogger Penny said...

Viltu selja nýru þína? eða Ert þú að leita að tækifæri til að selja nýru fyrir peninga vegna fjárhagsbrests og þú veist ekki hvað þú átt að gera, hafðu þá samband við okkur í dag og við munum bjóða þér góða upphæð fyrir nýru þína. Ég heiti (læknir Elvis Whyte) er með fræðingafræðingur á sjúkrahúsinu okkar og ég sérhæfði mig í nýrnastarfsemi og við glímum líka við að kaupa og ígræðslu nýrna með framfærslu samsvarandi gjafa. Hafðu samband við tölvupóst: doctorelviswhyte@gmail.com eða whatsapp okkur +2347083629144 fyrir frekari upplýsingar

2:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home