föstudagur, desember 08, 2006

Sumir þreyttir aðrir sárþjáðir



Matthildur var alveg ómöguleg við matarborðið í kvöld og vildi ekki sjá kjötfarsið. Við ákváðum að leyfa henni að setjast upp í rúm með bók og slappa aðeins af. Við héldum áfram að borða og skyndilega áttuðum við okkur á því að við heyrðum ekkert í henni. Ég kíkti þá inn til hennar og við mér blasti þessi sýn hér að ofan. Litla greyið svo þreytt við lesturinn að hún sofnar fram á bókina. Alveg eins og pabbinn við lærdóminn.

Í dag fór ég í Sundhöllina með vinnunni eins og alla föstudag. Það lokaði snemma vegna kvöldfagnaðar hjá starfsfólki Sundhallarinnar. Þar af leiðandi voru baðverðirnir alveg að skíta á sig af stressi. Gátu greinilega ekki beðið eftir að komast í áfengið. Öskruðu reglulega á okkur og krakkana e-ð alveg óskiljanlegt primal mál. Stóra brettið var opið en aðeins í stuttan tíma (baðverðirnir voru á hraðferð í áfengið, máttu ekki vera að þessu). Ein ónefnd stúlka tók DÝFU upp á 8,6 af stóra brettinu. Ég hef nú alltaf verið óstjórnlega lofthræddur í gegnum tíðina, en í þetta sinn var ég manaður til að gera slíkt hið sama. Ég gat ekki verið minni maður og tók þessi þungu og stóru skref upp tröppurnar á brettinu. Allra augu á mér og ég hugsaði með mér að ég gæti ekki valdið öllum þessum börnum vonbrigðum sem líta á mig nánast sem föður eða allavega sem svalasta frændann sinn. Ég tók mér stöðu fremst á brettinu og horfði niður í hyldýpið sem beið mín. Hendur fram og hnén beygð. Tók stökkið fram á við og fór svona helvíti vel af stað. Nema hvað að einversstaðar í loftinu hætti ég við sem gerði það að verkum að lappirnar fylgdu ekki með. Ég stakkst með hendurnar á undan en því miður þá skullu lappirnar og djásnið eiginlega beint á misskunarlaust yfirborðið. Því miður Matthildur engin systkyni fyrir þig, nema þá ættleiddir gríslingar frá svörtustu Afríku. En mér líður alveg ágætlega núna þó maður sé auðvitað í sjokki yfir að hafa tapað fyrir stelpu.

Áðan var ég að horfa á Topp 20 á skjá einum. Ég verð að spyrja. Hvað er að þessari Heiðu Idol sem sér um þáttinn. Hún er öll svo kjánaleg að ég get ekki horft. Hún er eins og hún sé að lesa fyrir stundina okkar á sýrutryppi. Öll beygluð og stórfurðuleg. Og í fyrsta sæti var, fimmtu vikuna í röð, íslensk jólalög í 30 ár. Þá spiluð við bara myndbandið við jólahljól í fjórða sinn á jafnmörgum vikum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búin að tárast hérna úr hlátri yfir þremur síðustu færslum og lesið þær svo upphátt fyrir mömmu:-D Góð afþreying í morgunsárið!
Ég gerði einu sinni svona mislukkaða dýfutilraun í sundhöllinni og fann í kjölfarið ekki fyrir löppunum á mér í nokkra stund -en það var af sundlaugarbakkanum:) hehe
Barnaland er crazy... þetta er eins og sápuópera, addictiv.

8:54 f.h.  
Blogger Óli said...

Þetta var ekkert grín. Fann ekki fyrir löppunum og fleiru í langan tíma. Og Barnaland er crazy alveg sammála þar. En er ekkert að gerast hjá þér???

4:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei og ég fór bara að grenja í gær þegar ég frétti af enn einni sem er búin að eiga á undan mér, þrátt fyrir að vera sett fleiri dögum á eftir mér! :(
Lappirnar á mér eru orðnar eins og á 200kg svíni og það tekur mig hálftíma að snúa mér í rúminu. Ég er samt ekki gengin viku fram yfir ennþá, þetta getur því miður versnað:(

8:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home