Gay dad
Um leið og ég kom heim úr vinnunni í dag þá fann ég að e-ð var ekki alveg rétt í líkamanum mínum. Ég hef verið með hroll í mér í allan dag og allur e-ð hálfslappur. Þegar ég var búinn að borða þá lagðist ég bara upp í rúm með tölvuna og fletti í gegnum internetið í sljóvgu móki. Það var komin háttatími hjá dóttur minni og hún lagðist með mér upp í rúm. Hún var auðvitað ekkert að leiðinni að fara að sofa og hoppaði stöðugt ofan á maganum á mér, sem boðar ekki gott í mínu ásigkomulagi. Nú voru góð ráð dýr og ákvað ég að fara inn á youtube og leita að stubbunum. Þar sem hún er að sjálfsögðu eitilharður teletubbies fan. Ég fann endalaust af stórfurðulegum myndböndum af stubbunum að dansa við hina og þessa tónlist. Ég ákvað loks að skella mér á eitt sem hét bara teletubbies rock on. Þar voru þeir að dansa við The Bee Gee´s lagið Stayin alive. Og við horfðum á þetta agndofa og Matthildur byrjaði núna að slamma ofan á maganum á mér. En það er setning í þessu lagi sem ég botna bara alls ekki í. "You can tell by the way i use my walk, i am a woman´s man, no time to talk". WTF does that mean? Ef við íslenskum þetta "þú sérð það á göngulaginu mínu að ég er kvennabósi, ég hef engan tíma til að tala". Engin furða að bræðurnir gibba gibb hafi verið taldir stórskrýtnir. En núna er þessi setning föst í hausnum á mér, alveg eins og þetta "la la la la la" lag sem þessi Toggi var að gefa út. Minnti mig nokkuð á Damon Albarn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home