laugardagur, desember 02, 2006

Óvænt gleði ble ble blekaður.



Bestu djömmin eru ávallt þau sem ekki eru plönuð fyrirfram. Það kom einmitt í ljós í gær þegar ég komst mjög óvænt í staffapartýið sem ég var búinn að bíða eftir svo lengi. Vala kom fyrr heim úr próflestri og ég greip tækifærið, hellti í mig nokkrum bjórum og skellti mér heim til Sesselju eða Sessí skyrp eins og hún þekkist á djamminu. Reyndar var nú ekki góð mæting í partýið aðeins hún, Ingó og Linda mættu ásamt mér. En svo voru fleiri hressir kettir á svæðinu, þannig að við vorum bara í góðum gír. Ekki voru opal skotin að skemma fyrir. En mesta gleðin tók við þegar við mættum á bar 11. Þetta minnti mig bara á gömlu góðu dagana á 22. Maður dansaði af sér skóna og skeiðaði um staðinn glaður í bragði. En einhvertímann verður allt að enda sagði mamma mín þegar ég spurði af hverju ég fékk ekkert í skóinn þegar ég var fjögurra ára. Og það átti svo sannarlega við í gær. Geimið var búið hjá mér um fjögur leytið þegar veröldin var farin að snúast aðeins hraðar en venjulega.
Ég dröslaði mér heim þar sem að þær mægður voru vakandi og Valgerður svefnþurfi vegna prófs sem hún átti að skila í hádeginu í dag. Ég ákvað því að fara með Möttu inn í hennar herbergi og lét hana sofa sínu rúmi. En ég vildi sofa í hennar herbergi vegna þess að hún er veik. Ég svaf þess vegna á dýnu úr ferðarúminu hennar á gólfinu!! sem er 0,5m á breidd og 0,6m á lengd. Sem sagt mjög þægilegt.
Í kvöld er svo komið að Völu en hún var að klára prófin og ætlar að fagna því ásamt henni Ösp. Ég sit því heima með barnið og stari líklegast á Nicholas Cage í rómantískri gamanmynd á skjá einum.
Adios amigos.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já það var nú meira jammið! hehehe

kveðja, Ösp jammarinn mikli

11:29 e.h.  
Blogger Óli said...

Þokkalega, ANTM inn í eldhúsi. Ég held að jagermeisterinn hefði gert gæfumuninn. Þið prófið það næst.

1:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home