miðvikudagur, desember 13, 2006

Nokkrar myndir af sætustu stelpunni í bænum.








Nú eru einungis 15 dagar þangað til að ég verð 29 ára gamall. Eina sem ég get sagt um það er með orðum The Killers sem sungu "I am so much older than i can take". Mér finnst ég ekkert hafa breyst síðan um aldamótin en veröldin breytist í kringum mig. Efnilegir knattspyrnumenn eru 15 árum yngri en ég og fótboltakappar á mínum aldri eru komnir á síðari hluta ferilsins. Sumir á mínum aldri eru komnir á Alþingi. Ég er ennþá að átta mig á því hvað er vinstri og hægri í þessum málum. Þegar ég skunda á djammið fer allavega einn bjór í það að drekka sorgum mínum yfir því að enn einn staðurinn hefur skipt um nafn og útlit.
Ekki batnar það, eftir 12 mánuði verð ég kominn á fertugsaldurinn. Bara að skrifa þetta orð, fertugsaldurinn!(þrumur og eldingar). Hvað gerir maður ef maður er ekki tilbúinn að fara þangað? Er hægt að fresta þessu öllu og hvar sæki ég um slíka frestun?