sunnudagur, október 10, 2004

Búin að vera barasta hin rólegasta helgi, sú þriðja í röð....(þetta er farið að vera sorglegt)...drakk reyndar nokkra bjóra í gær með Unnari og Gagga. En það var bara rólegt. Fór í gær með Bubba júdókappa að lyfta niðrí laugardagslaug, við völsuðum bara þarna inn án þess að spyrja kóng né prest né sturtuvörð. Bubbi hefur æft ólympískar lyftingar og er meira að segja fyrrum íslandsmeistari í greininni. Það var mjög fínt að fara með honum, sérstaklega í ljósi þess hvað hann hefur ólíkar áherslur miðað við það sem maður á að venjast. Meiri svona þungt og sjaldan...sprengikraftur og power ha tjaaaallllliiinnnn..eins og vinir mínir í kallinn.is myndu segja. Eða reyndar myndu þeir segja hestmassaður og troddu því í grímuna.
Þegar ég tók strætó heim úr pyntingunum með Bubba, þá byrjaði e-r furðufugl að tala við mig í strætóskýlinu. Hann var svo leiðinlegur að þó að ég svaraði alltaf með andstuttu Jái og væri stöðugt að skoða símann minn eins og ég ætti von á mikilvægu smsi, þá hélt hann ótrauður áfram að tala um Norðlensk skáld og mállýskur í skagafirði. Þannig að ég sneri mér að honum og ældi yfir hann allan....nei ok ég gerði það ekki, en þetta er definetly ókostur við að vera löggiltur strætófarþegi. Weirdos!
Búin að vera að reyna að koma mér í lærdómsfluggírinn og gengur það svona upp og niður.
Núna er ein vika í fyrsta júdómót vetrarins....og tjjallllinnn bara búinn að skrá sig...(nei ok nú er ég hættur að tala svona), en þetta verður aðeins annað mótið sem ég tek þátt í þar sem allir mega vera með, ég hef nefnilega bara tekið þátt í byrjendamótum. Þannig að þetta verður áhugavert...vægast sagt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home